Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 17
Eftir brottför varnarliðsins eru Ís- lendingar eigin gæfu smiðir í varnar- málum. Fyrsta skrefið hefur verið tek- ið með nýrri ríkisstofn- un, varn- armála- stofnun, fimmt- án hundr- uð milljónir í aurum talið. Nafnið gefur til kynna hlutverk þessa nýja uppi- stöðulóns íslenskra skattborgara en hinir sömu hljóta að velta fyrir sér þörfinni. Í sögu lýðveldisins hefur ekkert utanaðkomandi ríki ógnað Íslandi með innrás eða þvingunum. Banda- ríkjamenn meta svæðið ekki leng- ur hernaðarlega mikilvægt og eru farnir. Nokkrar útlendar þot- ur hafa sveimað í íslenskri loft- helgi, fáeinar fangaflugvélar lent og hlerunarútbúnaði fyrirkomið í símum líklegra landráðamanna. Getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki haldið áfram að hlera síma þó ekki komi til þessi varnarmálastofnun? Eiginlegar varnir Íslands eru tryggðar með þátttöku okkar í NATO, milliríkjabandalagi þjóða sem verja hver aðra sé á þær ráðist. Ekki fæ ég séð að varnarmálastofn- un bæti nokkru við. Einstaka hefur ámálg- að íslenskan her. Augljóslega yrði sá mannskapur lítil fyr- irstaða öðrum inn- rásarþjóðum. Marg- ir telja sérsveitina íslensku vísi að her en hún tek- ur á aðstæðum sem metnar eru ógn við almanna- heill. Mat á því hvenær eitthvað ógni almannaheill- um er þó mjög huglægt og ágætt að benda á uppvísar símhleranir í því sambandi. Varnarmálastofnun Íslands, þetta sameiginlega útspil stjórnarflokk- anna er líka mótsagnakennt í ljósi þess að öðrum eru minni ríkisumsvif hugleikin og varnarmál langt í frá á forgangslista hins. Eða hvar var varn- armálastofnun Íslands í kosninga- baráttunni? Eða öryggisráðið? Þá var talað um hleranir, lista hinna viljugu þjóða og fangaflugið sem heitustu og brýnustu utanríkismálin. Afslættir Samfylkingar í þessu ríkis- stjórnarsamstarfi eru ærnir. Umhverf- ismálin, auðlindamálin, evrópumálin og nú utanríkismálin. Hver spjörin á fætur annarri fellur, eftir standa pólit- ísk viðrini og hugsjónadruslur. Nýstofnuð varnarmálastofnun hefur ekkert með velferð þjóðarinnar að gera og raunar andstæð henni en ágæt hýsing musterisriddara flokka sem líta lýðræðið einungis sem karn- ival á fjögurra ára fresti með tilheyr- andi bossadilli og bjölluhljóm. Sandkassinn NútímamaðuriNN er hvergi hultur fyrir alsjáandi auga Stóra bróður. Það er gömul saga og ný. Spá- maðurinn Orwell sá þetta fyrir fyrir meira en sextíu árum og all- ar götur síðan 1984 kom út hafa sönnur þessa tekið á sig skýrari og ógnvænlegri mynd nánast með degi hverjum. LygiLegar sögur ganga af aðferð- um bandarísku leyniþjónust- unnar um það hversu langt hún gengur í að fylgjast með fólki. (Yfirheyrsluaðferðir og leynifang- elsi eru svo sérkapítuli út af fyrir sig).Sumar hafa auðvitað verið staðfestar og skjalfestar. Aðr- ar ganga manna á milli eins og hryllingssögur. Fyrir stuttu var svo endanlega staðfest að ís- lensk stjórnvöld stunduðu hler- anir á símum íslenskra ríkisborg- ara á tímum kalda stríðsins. í síðustu viku var sagt frá því að ný lög hafi verið samþykkt í Sví- þjóð sem heimila leyniþjónust- unni þar í landi að hlera öll milli- landasímtöl og skoða tölvupósta sem annaðhvort eru sendir frá landinu eða sendir í tölvu sem staðsett er innan Svíþjóðar, án dómsúrskurðar. Í þágu þjóðarör- yggis eru helstu rökin sem nefnd eru þegar spurt er hvers vegna í ósköpunum þetta er leyft. Stund- um er léleg vísa of oft kveðin. Hvað Næst? Og er ekki hægðar- leikur fyrir lögreglu, leyniþjón- ustur og greiningardeildir að „svindla“ aðeins og hlera og skoða innanlandssímtöl og -pósta þegar svo ber undir, ef skotleyfi hefur verið gefið á frjálsan aðgang að millilandasímtölum og -póst- sendingum? HverNig er þessum málum annars háttað hér á landi? Geta Brellu-Bjössi og kó kíkt á póstinn sem ég sendi vini mínum í Dan- mörku þar sem ég óska honum til hamingju með frumburðinn? Eða hlustað þegar ég tala við mömmu gömlu á Mallorca og spyr hvort hún sé orðin heltönnuð? Mér fyndist það svolítið mikil hnýsni hjá löggumönnunum. En hvern í æðstu þrepum stjórnvalda varðar svo sem um hvað mér finnst um slíkt eftirlit? Ef öryggi þjóðarinnar er í hættu er öllum ráðum beitt. Kristján Hrafn Guðmundsson óttast Stóra bróður Varnarmálastofnun? Til hvers? DV Umræða mánudagur 23. júní 2008 17 Ólympíubrauðkaup ungliðahópur kommúnistaflokksins í Changchun stóð fyrir fjöldabrúðkaupi í gær í tilefni þess að Ólympíuleikarnir í Peking hefjast brátt. níutíu og níu brúðhjón voru gefin saman. DV-MYND Gettymyndin P lús eð a m ínu s Spurningin „alveg klárlega. Þetta var augljós vítaspyrna. Það voru allir á því nema þessi ágæti C-dómari.“ Elvar geir magnússon er forseti KB í þriðju deild. KB hefði átt að fá víti samkvæmt öllum miðlum gegn Kr í ViSa- bikarnum en dómarinn magnús jón Björgvinsson dæmdi ekkert. Var dómarinn gunga? Björk Guðmundsdóttir tónlistar- kona fær plúsinn fyrir að vera ófeimin við að láta skoðanir sínar á umhverfismálum í ljós. Pólitískir listamenn eru alltaf líflegir. LÝÐUR ÁRNASON heilbrigðisstarfsmaður skrifar Nýstofnuð varnar- málastofnun hefur ekkert með velferð þjóðarinnar að gera. -hvað er að frétta?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.