Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Síða 10
Verðbólga í landinu undanfarið ár er tæp þrettán prósent. Til sam- anburðar má nefna að verðbólga innan evrusvæðisins var 3,7 pró- sent í maí. Hún hafði þá aldrei verið hærri. Margir hafa miklar áhyggjur af þenslu innan svæðisins, þó verð- bólga þar sé aðeins um fjórðungur þess sem gerist á Íslandi. Lítil verðbólga annars staðar Verðbólgumarkmið seðla- banka Evrópu er innan við tvö prósent. Það vekur því ugg í brjósti evrulanda þegar verðbólga umsvifamestu ríkjanna þriggja, Þýskalands, Frakklands og Ítalíu, er á milli þrjú og fjögur prósent. Það liggur við að erlendir fjöl- miðlar flytji fréttir af óðaverð- bólgu hjá þeim ríkjum þar sem verst lætur, Slóveníu, Belgíu og Grikklandi, þar sem verðbólgan er um og yfir fimm prósent. Ósagt skal látið hvað þessir sömu fjöl- miðlar myndu segja um verð- bólguna hér á landi. Verðbólgutölur hinna Norður- landanna eru mjög áþekkar töl- um frá aðalseðlabanka Evrópu. Í Danmörku er verðbólga um þrjú prósent, en um fjögur prósent í bæði Noregi og Svíþjóð. Ísland margfalt verra Verðbólga á Íslandi hefur án und- antekninga hækkað milli mánaða frá því um áramót. Í apríl einum var hún um 3,4 prósent, svipað og ársverð- bólga í mörgum Evrópulöndum. Síð- asta árið hefur aðeins einn mánuður verið verðbólgulaus. Ef fram fer sem horfir það sem af er ári verður verðbólga árið 2008 um 18,8 prósent á Íslandi. Það er þrefalt á við verstu lönd evrusvæðisins og margfalt á við það sem er annars stað- ar á Norðurlöndum. Fyrirsláttur ríkisstjórnarinnar „Verðbólgan er meiri en hún hef- ur verið í hartnær tuttugu ár og hún stefnir hærra,“ segir Þorvaldur Gylfa- son, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Hann bætir við að verð- bólgan á Íslandi sé nú mest í allri Evrópu. Hann segir augljóst af þessu að fullyrðingar ríkisstjórnarinnar um að orsakar efnahagsþrenginga á landinu sé að leita erlendis séu fyr- irsláttur einn. „Þetta er gamla sagan um aga- og ábyrgð- arleysi í hagstjórn. Fjár- málastjórnin hefur ver- ið veik. Það hefði átt að nota uppsveiflu undan- genginna ára til að reka ríkisbúskapinn með miklum halla og byggja upp eignir og gjaldeyr- isforða. Það var ekki gert.“ Vill nýja seðlabankastjórn Þorvaldur segir alvar- lega bresti í peningastjórn og kennir pólitískri skipun seðlabankastjóra að stórum hluta um. „Ekkert annað Evrópuland þarf að glíma við þessa meinsemd. Rökrétt væri að víkja seðlabankastjórninni frá og setja þangað inn nýja menn með óflekkaðar hendur. Þessu þyrfti að fylgja gagnger skipulagsbreyt- ing í ríkisfjármálum, upp- skurður frekar en nið- urskurður. Þetta er langtímaverkefni sem hefði átt að ráðast í fyr- ir löngu líkt og ég hef marg- stungið upp á.“ föstudagur 27. júní 200810 Helgarblað DV Verðbólga á Íslandi er tæp þrettán prósent, sú versta í allri Evrópu. Verðbólga milli mánaða er á við ársverðbólgu í mörgum lönd- um. Fjármálastjórnin hefur verið veik, segir Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor. Hann segir rökrétt að skipta um seðlabankastjórn. haFsteinn Gunnar hauksson blaðamaður skrifar hafsteinn@dv.is Ef fram fer sem horfir það sem af er ári verður verðbólga árið 2008 um 18,8 prósent á Íslandi. Það er þrefalt á við verstu lönd evrusvæðisins og margfalt á við það sem er annars staðar á Norð- urlöndum. ALVARLEGIR BRESTIR VerðbóLGa hér oG Þar um áLFuna* *samkvæmt síðustu aðgengilegu tölum Danmörk Þýskaland bretland Frakkland Ítalía evrusvæðið svíþjóð noregur Írland spánn Grikkland belgía slóvenía tyrkland Ísland 12 ,7 % 10 ,7 % 6, 2% 5, 1%4, 9% 4, 7% 4, 7%4%4%3, 7% 3, 7% 3, 7% 3, 3% 3, 1% 3%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.