Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Qupperneq 13
DV Helgarblað föstudagur 27. júní 2008 13
ER STARFIÐ ÞITT
KREPPUHELT?
Rólegheit hjá bílasölum
Það sama hefur gilt um bílasala síðustu ár og um fast-
eignasala. Mikið líf hefur verið á markaðnum, en það er
breytt. Samkvæmt tölum frá Umferðarstofu voru ný-
skráningar nýrra bifreiða 1.363 talsins frá áramótum
til loka maí. Á sama tímabili árið 2007
voru nýskráningar nýrra bifreiða
2.300 talsins. Þessi mikli sam-
dráttur í nýskráningu bifreiða
nemur 59 prósentum.
Bílasalar eru þegar
byrjaðir að bregð-
ast við sam-
drættinum og
hafa pantað
færri bíla og
reynt hvað
þeir geta til að
minnka birgðir.
aukin innheimta
Á samdráttartímum sem þess-
um eykst velta þeirra fyrirtækja
sem fást við innheimtu. Sig-
urður Arnar Jónsson, forstjóri
Intrum Justita, bendir þó á að
aukin velta segi ekki alla söguna.
„Flestir halda að við græðum
á tá og fingri í þessu efnahags-
ástandi, en það þurfa að vera
peningar í umferð til þess að
hægt sé að innheimta kröfurnar. Við finnum fyrir því að
við fáum fleiri kröfur til innheimtu, en aftur á móti tekur
lengri tíma að fá þær greiddar og innheimtuhlutföllin eru
lakari. Það er lausafjárskortur í landinu og menn þurfa lausafé
til að borga kröfur,“ segir hann. Sigurður Arnar segist finna fyrir
því að síðustu þrjá mánuði hafi Intrum farið að berast fleiri kröf-
ur, jafnt á einstaklinga og fyrirtæki. „Þetta er alls ekki gott ástand
fyrir okkur. Bæði eru kröfueigendur og greiðendur miklu meira
og lengur í sambandi við okkur og okkar atvinnugrein sveiflast af-
komulega með efnahagssveiflunum.“
kReppiR að hjá bændum
Bændur finna sannarlega
fyrir efnahagsástandinu.
Olíuverð hefur hækkað
gífurlega og kostar lítr-
inn af dísilolíu víða
tæplega 200 krónur.
Óhagstætt gengi
krónunnar hefur
gert það að verk-
um að innflutt
aðföng til bænda hafa
einnig hækkað mikið.
Þannig hefur verð á
áburði hækkað um allt að
70 prósent frá síðasta ári. Til þess að bændur geti mætt þessari
miklu hækkun þurfa þeir að hækka söluverð á kjöti um tæpar 64
krónur hvert kíló. Landssamtök sauðfjárbænda ályktuðu í vetur
að nauðsynlegt sé að mæta þessum vanda. Takist það ekki muni
það hafa víðtæk áhrif í greininni og þar með á búsetu í hinum
dreifðu byggðum landsins.
Fínt að veRa í skóla
Skynsamur maður sækir sér menntun á erfiðum
tímum og fer á vinnumarkaðinn á góðæristím-
um. Nú þegar kreppir að getur það verið ágætt að
eiga lítið og skulda ekkert, eins og námsmanna er
gjarnan siður. Námsmönnum bjóðast framfærslulán á
miklu hagstæðari vöxtum en þekkjast annars staðar í
samfélaginu. Nú þegar vonir um örskjótan frama innan
fyrirtækja hafa minnkað er rétt að sækja sér menntun og
bíða eftir næstu veislu.
heilbRigðisstéttiR
Finna lítið til
Niðursveiflan mun ekki leiða til fjöldauppsagna á spítölum lands-
ins. Hjúkrunarfræðingar, læknar og aðrir sérfræðingar í heilbrigð-
iskerfinu geta unnið sína vinnu áfram án þess að óttast um starfsöryggi
sitt. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur þó boðað til yfirvinnu-
banns frá og með 10. júlí næstkomandi til að knýja fram nýjan kjara-
samning. Mikil óánægja hefur ríkt í starfsstéttinni undanfarið og sam-
þykktu 95 prósent félagsmanna að beita þessum aðgerðum. Það hefur samt
sem áður lítil sem engin áhrif á starfsöryggi þeirra. Störf innan heilbrigðis-
kerfisins eru því skotheld í slæmu efnahagsástandi.
gengið heFuR
engin áhRiF
á guðsoRð
Sveiflur í efnahagnum hafa engin
áhrif á presta og predikara, sem
breiða út boðskap drottins, hvernig
sem viðrar. Gengi krónunnar hefur
engin áhrif á guðsorðið. Til marks
um það hefur Gunnar Þorsteinsson,
forstöðumaður Krossins, farið mik-
inn á síðum DV síðustu daga um
það hvernig hækkandi matvæla-
og bensínverð bendir til hins mikla
hruns Vesturlanda í alþjóðasamfé-
laginu. Prestar þjóðkirkj-
unnar eru auk þess
ríkisstarfsmenn og
þola því samdrátt
betur en stéttir á
almenna mark-
aðnum.
Framhald
á næstu síðu
Verðbólgan í júní mælist 12,7 prósent
og hækkaði um 0,4 prósent á milli
mánaða. Verðbólgan hefur ekki ver-
ið meiri hér á landi síðan í ágúst árið
1990, þegar hún mældist 14 prósent.