Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Blaðsíða 16
föstudagur 27. júní 200816 Helgarblað DV
Auðvelt er að spara 14 þúsund krónur á
einni helgi án þess þó að draga saman segl-
in. Hægt er að lifa lífinu til fulls en spara
um leið. DV birtir dæmi um frábæra helgi
í Reykjavík sem skilur mikið eftir sig.
Ævintýralegur sparnaður
PoP quiz
Eftir langa vinnuviku
er gott að slappa af
og gera eitthvað allt
annað en í vinn-
unni. Klukkan sex er
Pop quiz á Organ.
Þú mætir á bar-
inn og tekur þátt í
skemmtilegri spurn-
ingakeppni með vinum þín-
um. Það kostar ekki neitt og
er góð skemmtun, kannski
þú splæsir í einn bjór fyrst
ókeypis er að taka þátt.
ÓkeyPis tÓnleikar
Næst liggur beinast við að fara á tónleika sem eru
haldnir að frumkvæði Bjarkar Guðmundsdóttur
með yfirskriftinni „Náttúra“. Björk, Sigur Rós og Ólöf
Arnalds koma fram og ókeypis er á tónleikana sem
verða í Laugardalnum í brekkunni fyrir ofan gömlu
þvottalaugarnar. Svæðið verður opnað klukkan fimm
og hefjast tónleikarnir klukkan sjö. Fólk er hvatt til að
hjóla, ganga eða að hlaupa á tónleikana þar sem til-
gangurinn með tónleikunum er að fá fólk til að huga
að náttúruvernd á Íslandi og á heimsvísu.
laugardagur
28
júní
lautarferð frekar en kaffihús
Taktu með þér nestiskörfu og teppi á Austurvöll í
staðinn fyrir að sitja nokkrum metrum frá á dýrum
kaffihúsum. Á Café París kostar bjórinn 700 krónur
og súkkulaðikakan 690 krónur. Í staðinn er hægt að
kaupa bjór í Vínbúðinni Austurstræti. Hálfur lítri af
Faxe Premium kostar 179 krónur. Ef þú nennir ekki
að smyrja nesti er 10-11 í Austurstræti með tilboð á
samloku, kóki og súkkulaðistykki á 529 krónur.
Sparnaður:
682 krónur fyrir einn. 1.686 kr, miðið við tvo
bjóra og fjórar súkkulaðikökur eða tilboð.
GönGuferð á fimm hundruð
Ef veðrið býður ekki upp á sól-
bað á Austurvelli er hægt að taka
strætó að Esjunni og fara í göngu-
túr. Strætófarið kostar 560 krónur
báðar leiðir, en frítt er fyrir börnin.
Það er ódýrara en að fara í bíltúr að
Gullfossi, en það kostar um 3.000
krónur fram og til baka á venjuleg-
um fólksbíl.
sunnudagur
29
júní
sunnudagur
29
júní
Sparnaður:
2.440 krónur fyrir einn,
1.480 krónur fyrir fjóra.
Föstudagur
27
júní
Föstudagur
27
júní
flamenGÓ-tÓnlist oG matur
Tilvalið er að fara út að borða á Caruso. Þar spilar Símon Ívarsson á
gítar alla föstudaga og laugardaga frá klukkan 20.00-23.00 og er hann
einn af bestu gítarleikurum Íslands og einn af fáum sem hafa sér-
hæft sig í flamengó-gítarleik. Á Caruso eru margir réttir á matseðlin-
um sem eru mjög góðir en mælt er með Pizza Enrico (Calzone) sem
er með kjúklingabitum, pepperoni, hvítlaukssósu og salati sem er á
1.890 krónur. Til samanburðar kostar Calzone á Ítalíu sem er bara með
skinku, sveppum og osti 2.050 krónur og þar er engin lifandi tónlist.
Sparnaður: 160 krónur fyrir einn 640 krónur fyrir fjóra.