Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Side 18
föstudagur 27. júní 200818 Umræða DV
Notalegt á Þingvöllum
„Ætli það sé í gær. Ég var í sumarbú-
stað á Þingvöllum með systur minni og
börnunum okkar. Við fengum okkur að
borða góðan mat og það var endalaus sól.
Gott að gleyma kreppunni aðeins og hafa
það notalegt. Ég var líka að koma heim frá
Bandaríkjunum frá hinni systur minni. Við
vorum allar saman þar. Þannig að þessi
vika er búin að vera viðburðarík í tengsl-
um fjölskyldunnar. Við fjölskyldan fórum
í viku frí og þar hittumst við allar systurn-
ar og höfðum það notalegt. Hápunktur-
inn í ferðinni var þegar tveggja ára sonur
minn sá ljón í dýragarðinum, það var mjög
skemmtilegt augnablik og ábyggilega það
stærsta í lífi hans. Annars hef ég verið á
samningafundum í vikunni og lítið að ger-
ast í því, þannig að það hefur ekki borið
hátt í vikunni. Að vera með fjölskyldunni er
það besta í lífinu og það sem skiptir máli.“
Þórunn Lárusdóttir, leikkona og söngkona
Veita hugmyndir
„Í rauninni er það helsta sem er í gangi
hjá mér núna Stundin okkar, ég er að reyna
berja hana saman svo hún verði tilbúin
þegar tökur byrja í ágúst. Ég er að fá fullt
af hugmyndum frá krökkum og fullorðnu
fólki. Hugurinn minn getur bara hugsað
um eitt í einu og konan mín fékk mig samt
til að taka sumarfrí og við förum í nokkra
daga til Seyðisfjarðar. Svo fékk ég sent bréf
þar sem er verið að hvetja alla til að standa
saman gegn olíufélögunum, maður er
farinn að finna rosalega fyrir kreppunni.
Maður er farinn að hugsa allt öðruvísi en
maður gerði, maður er farinn að huga
að því að koma með kaffi að heiman og
borða heima. Ég á pínulítinn Polo og það
kom mér verulega á óvart að ég gat ekki
fyllt hann fyrir 6.000 kall. Svo finnst mér
líka rosalega skemmtilegt að heyra af Spur
Cola sem kom inn á Ölgerðina í vikunni,
það fyrsta sem maður kveikir á er Sódóma
Reykjavík.“
Björgin Franz Gíslason, leikari
Erlendis með fjölskyldunni
„Það helsta er að ég skellti mér til út-
landa með fjölskyldunni til Tenerife. Við
komum á þriðjudaginn og erum hérna í
brjáluðum hita svo eigum við eftir að vera
hérna í tvær vikur. Það var nú líka rosalega
skemmtilegur fótboltaleikur á miðvikudag
og mér fannst að Tyrkir hefðu átt að vinna
þetta, maður var nokkuð svekktur með
það því mér fannst Tyrkir eiga það skilið að
fara með sigur af hólmi. Svo vil ég nú ekki
gleyma frábærum sigri hjá íslenska kvenna-
landsliðinu í fótbolta sem ég horfði á með
miklum áhuga og er stoltur af stelpunum.
Ég skrifaði líka undir tveggja ára samn-
ing við Skallagrímsliðið, ég er búin að vera
meiddur í öxlinni allan síðasta vetur og fer
í myndatökur þegar ég kem heim svo ég
verði klár fyrir tímabilið. Svo fer ég strax
að æfa þegar ég kem heim og við vorum
að fá nýjan Kana sem er mjög spennandi
þar sem hann hefur gert það gott á ýmsum
stöðum.“
Pálmi Þór Sævarsson, körfuboltakappi
Passar barnabörnin
„Það sem er mest að gerast í þessari viku
er að ég er að passa tvö af barnabörnunum
mínum. Sem eru eins og tveggja ára. Sigga
elsta dóttir mín og Steini sem er í Hjálmum
fóru í 5 daga. Það er alveg ótrúlega gaman
að vera með svona eins árs og tveggja ára
gömul börn og mörg skemmtilegt uppá-
tæki sem við höfum tekið upp á. Svo er bara
yndislegt veður, bara búin að vera eðlileg
vika. Það er fyndið að fara aftur í það hlut-
verk að vakna klukkan sex á morgnana til
að vera með börnum. Ég er búin að passa í
fjóra daga og í dag er síðasti dagurinn sem
ég passa. Ég fer svo á blúshátíð á Ólafsfirði
á laugardaginn. Svo var ég að taka þátt í Á
allra vörum og ég og dóttir mín frumflutt-
um eitt lag, það var rosalega skemmtilegt að
vera með í þessum hópi. Maður getur gert
svo rosalega margt bara með því að gera
hlutina. Svo er ég bara rosalega svekkt yfir
því að missa af umhverfistónleikunum á
laugardaginn með Sigur Rós, Björk og Ólöfu
Arnalds þar sem ég verð farin norður.“
Ellen Kristjánsdóttir, tónlistarkona
HVAÐ BAR HÆST í Vikunni?
MENNINGARVEISLA
FYRIR ALLA Í SUMAR
Njálusýning
Kaupfélagssafn
Listagallerí
Föstudaginn 4. júlí kl. 18.00
Njálusúpa og erindi: Hestamennska í Njálu
Opið alla daga: 9-19 l www.njala.is l njala@njala.is