Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Page 24
föstudagur 27. júní 200824 Helgarblað DV
Fyrir fimmtán árum fékk Krist-
jana Bára Bjarnadóttir gjöf sem
átti eftir að hafa mikil áhrif á hana.
Gjöfin var útsöguð belja. Kristjana
hreifst af beljunni og ákvað í kjöl-
farið að safna fleiri beljum. Í dag,
fimmtán árum síðar, segir Kristjana
að sumum gestum hennar blöskri
hreinlega beljusafnið. „Það hafa
margir hneykslast á þessu áhuga-
máli mínu en á móti hefur fólk líka
verið duglegt að færa mér beljur af
öllum stærðum og gerðum,“ segir
Kristjana.
Aðspurð segist Kristjana ekki
hafa verið í sveit sem barn og
eigi áhuginn því ekki rætur þang-
að að rekja. „Ég er uppalin að
mestu í Grímsey og þar voru ekki
einu sinni beljur,“ segir Kristjana
og hlær. Kristjana, sem fluttist
til Reykjavíkur fyrir ellefu árum,
starfar nú sem verslunarstjóri
Gallerí Kjöts – Fiskisögu. „Það er
ekki nóg að ég safni beljum heldur
sel ég þær líka.“
Þegar Kristjana er beðin um að
nefna nokkra hluti sem hún hef-
ur safnað sér í gegnum tíðina veit
hún varla hvar á að byrja. „Ég á
allt milli himins og jarðar, ég á
sængurföt með beljum, nærföt og
eyrnalokka svo eitthvað sé nefnt.
Einnig á ég hrjótandi belju, dans-
andi belju og eina hlæjandi.“ Hún
segist hvergi nærri hætt að safna
beljum og viðurkennir að hún fái
alltaf sama fiðringinn þegar hún
sjái nýja belju.
Kristjana er innt eftir því
skrítnasta sem hún hefur eignast
í beljuformi um ævina. „Þegar ég
varð fimmtug færði bróðir minn
mér lifandi kálf að gjöf. Ætli það
sé ekki furðulegasta gjöf sem ég
hef fengið en hún vakti engu að
síður mikla kátínu hjá mér sjálfri
sem og veislugestum. Kálfinum
var að sjálfsögðu skilað að lok-
inni afmælisveislunni enda ekk-
ert pláss fyrir hann í minni blokk-
aríbúð.“ Að lokum segist þessi
mikla beljuáhugakona vera kölluð
amma mu af barnabörnum sínum
og það þyki henni vænt um. „Eitt
barnbarn mitt býr svo vel að eiga
nokkrar ömmur og þurfti að skil-
greina mig. Fæddist þá þessi tit-
ill, amma mu, og kann ég honum
vel,“ segir Kristjana að lokum.
Konan
Stór morgunverður
Ef ætlunin er að fækka aukakílóunum mun mikilvæg-
asta máltíð dagsins vera morgunmatur. Það er ekki
bara nauðsynlegt að muna eftir honum heldur þarf
hann að vera í stærra lagi. Of þungar konur sem neyta
helmings daglegs hitaeiningaskammts fyrri hluta dags-
ins eiga auðveldara með að léttast en þær sem ekki
fylgja slíku mataræði. samkvæmt rannsókn sem gerðar
voru í Bandaríkjunum nýlega getur of lítill morgunverð-
ur beinlínis aukið löngun í mat.umsjón: kOLBrún pÁLína hELgadóttIr kolbrun@dv.is
Kristjana Bára Bjarnadóttir segir DV
frá einstöku áhugamáli sínu.
Amma mu kristjana
Bára Bjarnadóttir er
kölluð amma mu af
barnabörnum sínum.
Safnar
beljum
og Selur þær
Baðherbergið Það er
óhætt að segja að
beljustemning sé í hverju
horni á heimili kristjönu.
velkomin Belja býður
gesti velkomna .
Þessi lætur fara vel um
sig Þessi belja lætur fara vel
um sig í þessum fína stól.
Beljur úti um allt Beljur
spila óneitanlega stórt
hlutverk á heimili kristjönu.
verslun eða heimili skáparnir
hjá kristjönu líta óneitanlega út
eins og í verslun.