Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Blaðsíða 28
föstudagur 27. júní 200828 Helgarblað DV SkapStór Varla hefur farið fram hjá nokkrum manni að Ólympíuleikarnir verða haldnir í Peking í Kína seinna í sum- ar. Eins og venjan er fara Ólymp- íuleikar fatlaðra fram á sama stað stuttu seinna. Nákvæmlega tuttugu ár eru síðan Haukur Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og vann gullið í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikum fatl- aðra í Seúl árið 1988, nokkrum vik- um eftir að Kanadamaðurinn Ben Johnson vann gullið í sömu grein hjá ófötluðum. Ólíkt Hauki á John- son sinn verðlaunapening ekki leng- ur þar sem hann féll á lyfjaprófi eins og frægt varð, og féllu gullverðlaunin því í skaut íþróttagoðsagnarinnar Carl Lewis sem varð annar. Gullið hans Hauks lifir hins vegar góðu lífi innan um ógrynni annarra verðlaunagripa í Grafarvoginum í Reykjavík. Haukur kom í mark á nýju ól- ympíumeti, 12,88 sekúndum, sem stóð næstu fjögur árin. Heimsmet í greininni hafði hann hins vegar sett árið áður, á íþróttavellinum á Akur- eyri sumarið 1987, og stóð það í tvö ár. Hauk skortir nánast orð til að lýsa tilfinningunni sem fylgir því að koma fyrstur í mark í 100 metra hlaupi á Ól- ympíuleikum og slá um leið ólymp- íumetið. „Þetta var alveg svakaleg upplifun. Algjörlega ólýsanlegt. Þetta var nokkuð sem ég hafði stefnt að svo lengi, en á fyrstu augnablikunum átt- aði ég mig ekki á því sem var að ger- ast,“ segir Haukur og brosir breitt. Það sést á honum langar leiðir hvern- ig nostalgíustraumarnir hríslast um hann við að rifja þessa stund upp. Peningarnir komu í kjölfar gullsins Aðspurður segist Haukur ekki hugsa oft um þessa stund. Hlaup- ið sé þó alltaf í minningunni, og ekki sé verra að eiga upptöku af því heima ef hann vilji rifja það enn bet- ur upp. Hauki finnst þó mikilvæg- ast í dag hversu miklu þessi árangur hans skilaði, til dæmis í aðstöðumál- um fatlaðra íþróttamanna á Íslandi. „Á þessum tíma hafði íþróttahús Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík stað- ið óhreyft á grunninum í fjögur, fimm ár. Það vantaði peninga til að klára byggingu þess. En þessi gullverðlaun mín, og gullverðlaun Lilju M. Snorra- dóttur í sundi á sömu leikum, urðu til þess að peningar fóru að streyma inn í íþróttastarf fatlaðra,“ segir Hauk- ur og nefnir til að mynda söfnun sem fór í gang auk þess sem ríkisstjórnin ánafnaði Íþróttasambandi fatlaðra tíu milljónum króna við heimkomu af- reksfólksins frá Seúl. Fyrir utan gullið í 100 metra hlaupinu fékk Haukur tvö brons, í 200 og 400 metra hlaupi. Að sögn Hauks hefði hann aldrei náð þessum árangri án stuðnings Íþróttasambands fatl- aðra. „Sambandið studdi mig mjög mikið í öllum ferðum og keppnum. Það gerði nánast allt fyrir mig. Án þess hefði þetta aldrei orðið að veruleika,“ segir Haukur. Hann bætir við að for- eldrar hans hafi líka staðið á bak við hann eins og klettur og eigi mikið í þeim árangri sem Haukur náði. Að því sögðu liggur beinast við að spyrja Hauk út í bakgrunn hans – æskuna, aðstandendur og hvernig fatlaður drengur á litla Íslandi fór að því að verða ólympíugullverðlauna- hafi rúmlega tvítugur að aldri. Kominn af skaphundum Haukur er á meðal frumbyggja Breiðholtsins. Þangað flutti hann átta ára að aldri, árið 1974, eftir að foreldr- ar hans höfðu skipt um dvalarstað nokkrum sinnum á fyrstu æviárum Hauks. Þau bjuggu við Langholts- veginn þegar Haukur kom í heiminn en eftir að þau fluttust í Breiðholtið bjuggu þau fyrst í Vesturberginu og fluttu sig svo yfir í Hólahverfið. „Breið- holtið er mitt hverfi,“ segir Haukur. „En ég myndi ekki vilja búa þar í dag. Það er lítið gert fyrir þetta hverfi. Í Graf- arvoginum aftur á móti er allt í gangi og mikil uppbygging,“ bætir hann við en Haukur hefur búið í Rimahverfi í Grafarvogi undanfarin ár. Foreldrar Hauks eru Gunnar Hauksson og Sigríður Júlía Wium Kristinsdóttir. Þau skildu árið 1986. Gunnar er lærður þjónn og starfaði lengst af sem slíkur en varð seinna sölumaður hjá Sambandinu. Í dag starfar hann í birgðabókhaldinu hjá N1. Sigríður vinnur í dag að félags- þjónustu aldraðra auk þess að sjá um ferðaklúbbinn Flækjufót sem fer í hinar ýmsu ferðir með fatlaða og eldri borgara, bæði innanlands og utan. Þegar Haukur var að alast upp var Sigríður bæði heimavinnandi og vann í mötuneyti Hólabrekkuskóla. Jafnframt hefur hún verið mjög virk í starfi Íþróttafélags fatlaðra, gegndi meðal annars um tíma embætti vara- formanns félagsins auk þess að þjálfa boccia. Eins og sést á nafni Sigríðar er hún af Wium-ættinni. Aðspurður hvort eitthvað einkenni þessa ætt öðru fremur segir Haukur það helst vera skapofsa. „Það eru þvílíkir skaphund- ar í þessari ætt að það hálfa væri nóg,“ segir Haukur og skellir upp úr. „Það er skapofsi í mér, ég leyni því ekkert. Það er auðvitað ekki gott að vera reiður, og kannski æsir maður sig stundum um of. En þegar maður verður reiður hlýt- ur það að vera af einhverju tilefni. Ég næ yfirleitt að halda skapinu í skefj- um en það kemur fyrir að maður blási út. Skapið fær líka útrás í íþróttunum, sem er mjög gott.“ Haukur á þrjú yngri systkini sem hann er í góðu sambandi við: Helga sem er 39 ára og tvíburasystkinin Gunnar Þór og Kristínu sem eru 33 ára. Að sögn Hauks hefur ekkert þeirra fetað íþróttabrautina líkt og hann. „Ég sé alveg um íþróttamál fjölskyldunn- ar,“ segir hlauparinn og brosir. Sendur ranglega í Öskjuhlíðarskóla Haukur er spastískur á vinstri hlið líkamans. Hann segir fötlun sína hafa gert að verkum að hann lenti á eftir í skóla. „Ég eignaðist enga vini og var voða mikið einn. Út frá því gekk nám- ið illa.“ Eftir flutninginn í Breiðholtið fór Haukur fyrst í Fellaskóla. Átta ára bekkinn var hann látinn taka tvisvar, í seinna skiptið í Öskjuhlíðarskóla. „Skólayfirvöld litu á mig sem þroska- heftan af því að ég átti erfitt með að lesa, skrifa og reikna. En svo kom í ljós að ég var bara með hreyfihöml- un, ekki þroskahömlun. Skólayfirvöld í Fellaskóla gerðu því mistök. Skóla- stjórar og kennarar ákváðu bara upp á sitt einsdæmi að senda mig í Öskju- hlíðarskóla. Þau máttu auðvitað ekki taka þannig völdin heldur eru grein- ingarstöðvar, sálfræðingar og aðrir sem eiga að stjórna því.“ Eftir þennan eina vetur í Öskju- hlíðarskóla fór Haukur í Hólabrekku- skóla og varð samferða ´67-ár- gangnum upp frá því. Hann segist af einhverjum ástæðum hafa náð bet- ur til krakkanna í þeim árgangi. Eft- ir að hann lauk tíunda bekknum fór Haukur stuttlega í Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann flosnaði hins veg- ar fljótlega upp úr náminu þar, enda höfðu íþróttirnar unnið hug og hjarta Hauks á þeim tíma. Það stendur ekki á svari þegar Haukur er spurður hvernig krakki hann hafi verið. „Ég var mömm- ustrákur. Ég var alltaf heima hjá mömmu og fór aldrei neitt. Bróð- ir minn kom heim með dömurnar í hrönnum á meðan ég sat heima fyrir framan sjónvarpið með popp og kók. Ég var svolítið abbó, en ég bara var mömmustrákur og er það enn,“ segir Haukur og hlær. Það var honum því freksmaður og mömmustrákur síður en svo á móti skapi að skipta yfir í Hólabrekkuskóla á sínum tíma og geta þannig jafnvel farið og talað við mömmu í frímínútum. Út úr fangelsi feimninnar Haukur kveðst hafa kíkt á skóla- böllin í grunnskóla, en minningarn- ar frá þeim séu ekkert sérlega góð- ar. Hann sat einn löngum stundum, og enginn talaði við hann. Hann var mjög feiminn og félagslega var hann því frekar einangraður. Þetta breyttist með þátttöku Hauks í Ólympíuleikunum í Seúl. Árangur- inn þar jók sjálfstraust hans til muna og hjálpaði honum út úr fangelsi feimninnar. Stuttu eftir heimkomuna frá Seúl fór Haukur ásamt vini sínum á skemmtistað í fyrsta sinn, orðinn tuttugu og tveggja ára. Þórscafé varð fyrir valinu og varð þessi jómfrúar- skemmtistaðaferð Hauks heldur bet- ur ferð til fjár. Hann hitti þar föngulega stúlku, Valgerði Björgu Gunnarsdótt- ur, sem var ári yngri en hann. Valgerð- ur fylgdist ekkert með íþróttum og vissi því ekkert hver Haukur var, þótt hann hafi verið mikið í fjölmiðlum eftir árangurinn glæsilega á Ólymp- íuleikunum skömmu áður. En þau hafa verið saman síðan og áttu reynd- ar fimmtán ára brúðkaupsafmæli á þjóðhátíðardaginn í síðustu viku. „Pabbi hafði smá áhyggjur af því að ég myndi aldrei ná mér í kven- mann. En hann sagði samt alltaf að það kæmi að þessu,“ segir Haukur og hlær. Vildi ekki æfa með fötluðum Haukur og Valgerður eiga þrjú heilbrigð börn: Gunnar, átján ára, Viktoríu Júlíu, tólf ára, og Sylvíu sem er tíu ára. Þau eru öll í íþróttum, en þó ekki frjálsum. Gunnar er í fótbolta hjá Fjölni og stelpurnar stunda skauta- dans af miklu kappi. Haukur segir Gunnar vera einn af burðarásunum í öðrum flokki Fjölnis og sé talinn afar efnilegur bakvörður. Hraðann vantar heldur ekki, frekar en hjá pabba hans. Viktoría og Sylvía eru svo að finna sig vel á skautunum eftir að hafa fyrst verið í tuðrusparkinu en ekki haft al- veg nógu gaman af því. Haukur æfði sjálfur fótbolta með Leikni framan af yngri flokkunum. „Ég vildi alltaf æfa með ófötluðum og bara vera með þeim hópi,“ segir hann. „Í mínum augum voru fatlaðir annars flokks. Ég átti ekkert heima þar, eins og ég leit á það.“ Haukur segist hafa verið ágætur fótboltamaður og mætt á hverja einustu æfingu. Hann hafi þó ekki notið sannmælis þegar kom að því að velja í lið. Telur hann að gengið hafi verið framhjá honum að mörgu leyti vegna fötlunarinnar. „Ég fékk alltaf verðlaun fyrir æfingasókn. En ég fékk aldrei að vera með,“ seg- ir Haukur og bætir við að Leikni hafi verið illa stjórnað á þessum árum. Hann skipti að lokum yfir í Þrótt. „Þar fékk ég að spila. Ég man til dæmis eft- ir því að hafa spilað einn leik á móti Sigurði Jónssyni. Ég á eina minningu um að hafa tæklað þennan mikilvæga leikmann,“ segir Haukur og brosir í kampinn. Tvö brons á Ólympíuleikunum 1984 Þegar Haukur var fimmtán ára fór hann loks að reyna fyrir sér á með- al fatlaðra. „Arnór Pétursson, þáver- andi formaður Íþróttafélags fatlaðra, sannfærði mig um að ég gæti orðið góður íþróttamaður innan raða fatl- aðra. Hann sá í mér að ég gæti slegið í gegn,“ segir hann. Fyrst prófaði Haukur boccia, sund og borðtennis en fann sig misvel. Hann er margfaldur Íslandsmeistari í boccia en sundið og borðtennisinn lágu ekki jafn vel fyrir honum. Ann- að kom hins vegar á daginn þegar hann prófaði frjálsíþróttirnar. Hauk- ur keppti á sínu fyrsta frjálsíþrótta- móti sautján ára og árið eftir var hann mættur á Ólympíuleikana á Long Is- land. Þá tíðkaðist ekki að halda Ól- ympíuleika fatlaðra og ófatlaðra á sama stað en leikar ófatlaðra fóru fram í Los Angeles þetta ár. Á leikunum á Long Island vann Haukur tvenn bronsverðlaun, í 100 og 400 metra hlaupi. Eftir það varð ekki aftur snúið. Hann æfði og keppti myrkranna á milli næstu árin og segist Haukur ekki hafa nákvæma tölu yfir alla Íslandsmeistaratitlana, Íslands- metin og Norðurlandametin í sprett- hlaupum. Ekki nóg með það heldur bætti hann líka heimsmetið í tveim- ur íþróttagreinum á sama árinu, árið 1987. Annars vegar í 400 metra hlaupi sem hann sló á opna þýska meistara- mótinu þegar hann hljóp vegalengd- ina á 61,01 sekúndu, og hins vegar í 100 metra hlaupi þegar hann hljóp á 12,80 sekúndum á móti á Akureyrar- velli. Ranglæti í flokkun fatlaðra Árið eftir var svo komið að Ólymp- íuleikunum í Seúl sem áður er lýst. Í kjölfar þeirra koma fram á sjónarsvið- ið sterkir hlauparar og segist Haukur hafa fengið meiri keppni á þessum tímapunkti. Þar á meðal var Þjóðverji nokkur sem að sögn Hauks var varla hreyfihamlaður, að minnsta kosti ekki jafnmikið og Haukur og þeir sem höfðu keppt í hans fötlunarflokki fram að því. Þjóðverjinn hafi því vægast sagt verið á gráu svæði hvað varðar að vera „gjaldgengur“, ef svo má segja, í fötlunarflokk Hauks (flokkurinn nefn- ist CP-7). „Það varð mikil reikistefna í aðdraganda heimsmeistaramóts- ins 1990 út af þátttöku hans. Það var vitað mál að hann myndi vinna, sem auðvitað varð raunin. Margir mættu ekki á mótið og hættu hreinlega að keppa upp frá því. En ég hélt áfram. Mér kom reyndar mjög vel saman við þennan Þjóðverja og vorum við mikl- ir vinir.“ Haukur fékk fern silfurverð- laun á þessu heimsmeistaramóti og fór svo á Ólympíuleikana í Barcelona árið 1992 og fékk þar bronsverðlaun í 200 metra hlaupi. Hann hætti svo eftir leikana í Atlanta 1996 þar sem Hauk- ur lenti í sjötta sæti í þeim þremur hlaupum sem hann keppti í. Keppendum fækkað mikið Ástæða þess að Haukur lagði hlaupaskóna á hilluna er þessi um- deilda skipting í fötlunarflokka. Eitt dæmi er áðurnefndur Þjóðverji, og við bættist að byrjað var að setja þroskahamlaða í flokk með þeim sem glímdu við hreyfihömlun. „Það er auðvitað dálítill munur á þroskahömlun og hreyfihömlun. Ef þú ert með þroskahömlun geturðu notað líkamann miklu meira,“ segir Haukur. Hann bætir við að Íþrótta- samband fatlaðra hafi lítið sem ekk- Ólympíumeistari Haukur á ólympíuleikvang- inum í seúl 1988 eftir að hafa unnið gullið í 100 metra hlaupi. „Þetta var alveg svakaleg upplifun. algjörlega ólýsanlegt,“ segir Haukur. Heimkoman jóhanna sigurðardóttir félagsmálaráðherra var á meðal þeirra sem tóku á móti ólympíuförunum eftir frægðarförina til seúl. Á myndinni með henni og Hauki er Lilja M. snorradóttir sundkona sem fékk eitt gull og tvö brons á leikunum eins og Haukur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.