Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Blaðsíða 29
ert getað gert í þessum málum. Þar við sat, og fyrst málum var háttað eins eins og raun bar vitni hætti Haukur að keppa fyrir fullt og allt. Raunin sé líka sú að keppendum hefur fækkað mikið. Í Seúl hafi hátt í þrjátíu manns keppt í flokki Hauks, en hann efast um að keppendurnir í Peking í haust verði fleiri en átta. Þess má geta að tveir íslensk- ir hlauparar hafa þegar tryggt sér þátttöku á leikunum, þeir Jón Odd- ur Halldórsson og Baldur Baldurs- son. Haukur hefur mikla trú á þeim báðum og efast ekki um að þeir eigi eftir að ná góðum árangri. Þá segist Haukur hafa tekið að sér þjálfun tólf ára stúlku í vetur, Ingibjargar Garð- arsdóttur, sem hann segir efni í frá- bæran spretthlaupara. Ef hún haldi áfram á réttri braut sé engin spurning um að hún komist á Ólympíuleikana 2012. Auk hlaupaþjálfunarinnar þjálf- ar Haukur boccia-lið hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. Tollstjórinn og Karíbahafið Þrátt fyrir að vera hættur að keppa sjálfur hleypur Haukur nokkrum sinnum í viku. Yfir vetrartímann hleypur hann bæði utandyra og í World Class í Spönginni í Grafarvogi. En þegar veðrið er jafngott og raunin hefur ver- ið að undanförnu hleypur hann eingöngu úti. Fer til að mynda oft í hádeg- inu, þegar stund gefst á milli stríða í starfi hans hjá Tollstjóranum í Reykja- vík. Þar hefur hlauparinn frækni unnið síðustu tíu ár. „Hér er gott að vera,“ segir Haukur en viðtalið fer fram í húsakynnum Tollstjórans við Tryggvagötu. „Það er mjög gott starfsfólk sem vinn- ur hér. Ég og tollstjór- inn sjálfur erum líka miklir vinir. Við unnum fyrst saman í fjármálaráðu- neytinu, þar sem ég vann sem send- ill í tíu ár. Það var eiginlega hann sem fékk mig svo yfir til Tollstjórans árið 1998,“ segir Haukur sem hefur unnið margvísleg störf hjá tollstjóraembætt- inu, til að mynda í afgreiðsludeildinni og skráningardeildinni. Tveir áratugir eru síðan Haukur stóð á efsta verðlaunapalli í Seúl. Hvar ætli Haukur sjái sig eftir önnur tuttugu ár? „Það er aldrei að vita. Ætli maður verði ekki bara búinn að kaupa sér hús á eyju í Karíbahafinu,“ segir Hauk- ur og hlær hátt. „Mig lang- ar allavega að vera búinn að fara í langt ferðalag með fjölskyldunni minni, til dæmis heimsreisu. Fjöl- skyldan er mér mest virði. Svo ætla ég að halda áfram að kenna og hjálpa fötluðum. Ég vil að sjálfsögðu miðla minni reynslu.“ kristjanh@dv.is DV Helgarblað föstudagur 27. júní 2008 29 afreksmaður og mömmustrákur Fyrir tuttugu árum vann Haukur Gunnarsson gullverðlaun í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikum fatl- aðra í Seúl í Suður-Kóreu. Ekki nóg með það heldur sló hann um leið ólympíumetið í greininni. Í sam- tali við Kristján Hrafn Guðmundsson rifjar Haukur upp stundina ógleymanlegu þegar hann landaði gullinu og hvernig sigurinn hjálpaði honum út úr fangelsi feimninnar. Einnig segir hann frá því þegar hann var skikkaður til að vera einn vetur í Öskjuhlíðarskóla á röngum forsendum, einmanalegri æsku í efra Breiðholti og hvernig mömmustrákurinn skapstóri fann ástina í Þórscafé. Hlaðinn verðlaunum Haukur við verðlaunaskápinn heima hjá sér í grafarvoginum með ólympíugullið um hálsinn. dv mynd Heiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.