Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Qupperneq 46
þagómenn. Hannibal og her hans
sáust hvergi, þeir höfðu lagt í óvænt
ferðalag til Ítalíu – yfir Alpana.
Hvorki þá né nú ber mönn-
um saman um hvaða leið Hanni-
bal valdi yfir fjallgarðinn. Þó er tal-
ið líklegast að Montgenevre-skarð
hafi orðið fyrir valinu. Þegar herinn
náði þangað sem nú er borgin Tór-
ínó á Ítalíu var helmingur hans fall-
inn og næstum allir fílarnir dauðir.
En Hannibal og eftirlifendur voru
komnir til Ítalíu.
Þá var bróðir Scipios farinn til
Spánar með her en Cornelius Scip-
io sjálfur hélt með sína menn til
Norður-Ítalíu. Hann taldi víst að
menn í her Hannibals væru að-
framkomnir af kulda og hungri
en hafði rangt fyrir sér. Hann tap-
aði fyrstu orrustunni. Stuttu síðar
mætti Hannibal liðstyrk frá Suður-
Ítalíu og sigraði hann í orrustunni
við Trebíu.
Hann hrakti hersveitir Rómverja
út í slaginn fyrir morgunverð og
deginum lauk með algjörum ósigri
þeirra og gífurlegu mannfalli. Þegar
fréttist af þessum sigrum Hannibals
gengu keltneskar þjóðir á Norður-
Ítalíu til liðs við hann.
Í maímánuði 217 árum f.Kr. hélt
herinn yfir Apennínafjöll og hugð-
ist leggja Etrúríu undir sig. Tvær
rómverskar hersveitir undir forustu
nýs ræðismanns, Giusar Flamini-
usar, héldu til fundar við hann.
Síðla kvöld eitt leitaði Hannibal
skjóls við vatn nokkuð í þröngum
dal. Þegar Rómverjarnir þrömm-
uðu með fram vatnsbakkan-
um daginn eftir streymdu menn
Hannibals niður brattar fjallshlíð-
arnar. Rómverjarnir náðu ekki að
verjast en stukku hver af öðrum út
í vatnið. Um 15.000 þeirra féllu við
Trasímenóvatn, þar á meðal Fla-
minius sjálfur.
Gerði mistök
Stuttu síðar tilkynnti kallarinn á
Rómartorgi að Rómverjar hefðu tap-
að mikilvægri orrustu og ótti fór um
borgarbúa. En nú gerði Hannibal al-
varleg mistök. Í stað þess að halda
rakleiðis til Rómar ákvað hann að
hafa vetursetu á Ítalíu sunnanverðri.
Sennileg ástæða þessa var vopna-
og vistaskortur Hannibals og manna
hans en hann áttaði sig heldur ekki
á hve tryggir bandamenn Rómverja
voru þeim.
Rómverjar skipuðu sér nú ein-
vald, dictator. Fyrir valinu varð Fab-
ius Maximus, fyrrum sendiboðinn,
sá er kaus stríð forðum.
Hann ákvað að forðast beina orr-
ustu við Hannibal og her hans. Þess
í stað lét hann her sinn fylgja þeim
fast eftir og réðst aðeins á öftustu
sveitirnar. Þetta olli miklum kurr og
óánægju í liði Hannibals, banda-
menn Rómverja voru hins vegar
hinir ánægðustu því rómverskar
hersveitir voru aldrei langt undan.
En þessi skæruhernaður var ekki
vinsæll meðal Rómarhers. Fabius
hlaut viðurnefnið „cunctator“ eða
„slæpingi“. Að auki lét hann blekkja
sig illilega. Hannibal og menn hans
lokuðust enn af í dalverpi en að
næturlagi lét hann festa blys á horn
gripahjarðar og reka hana fram dal-
inn. Menn Fabiusar töldu andstæð-
ingana vera að brjótast út með blys
í myrkrinu og veittu gripahjörðinni
eftirför en Hannibal og menn hans
flýðu í gagnstæða átt.
Sigurinn við Cannae
Ári síðar, 216 f.Kr., varð niður-
læging rómverska hersins algjör.
Tveir nýir ræðismenn héldu með
48.000 manna fótgönguliði og
6.000 riddurum frá Róm. Við bæ-
inn Cannae í Apúlíu beið Hanni-
bal með 35.000 fótgönguliða og
10.000 riddara.
Hannibal lét fótgönguliða sína
mynda mikinn boga og sitthvor-
um megin hans fylkti hann ridd-
urunum. Árás Rómverja beindist
aðallega að fótgönguliðinu og þá
strekktist á boganum. Svo mjög að
foringjum og óbreyttum Rómverj-
um reyndist ómögulegt að átta sig
á gangi alls bardagans á margra
kílómetra langri víglínunni. Þá
sendi Hannibal riddara sína fram
af fullum krafti og rómversku her-
sveitirnar lokuðust inni í iðandi
kösinni. Hannibal kunni ýmislegt
fyrir sér í sígildri orrustulist.
Rómverjar áttu enga mögu-
leika. Í lok orrustunnar lágu um
50.000 þeirra í valnum. Mago,
bróðir Hannibals, hélt tafarlaust
til Karþagó og færði yfirvöldum
þar gullhringa þá er sigurvegar-
arnir höfðu stolið af fórnarlömb-
um sínum. Hringasjóður þessi vó
átta kíló.
Fjöldi bandamanna Rómverja
gekk nú til liðs við Karþagómenn-
ina og þrítugur reið Hannibal fyrir
sigurgöngu sinni inn í Kapúu á síð-
asta stríðsfíl sínum. En Róm mátti
bíða. Númidískur riddaraliðsfor-
ingi, Maharbal að nafni, á þá að
hafa sagt við hann: „Þú kannt að
sigra, Hannibal, en þú kannt ekki
að fylgja sigrinum eftir.“
Rómverjar neituðu alfarið að
lýsa sig sigraða. Þrælum var gefið
frelsi og þeir fengu umsvifalaust
borgararéttindi svo fylla mætti
hersveitirnar af mannskap. Á með-
an reyndi Hannibal að ná yfirráð-
um í hafnarborgum við Napólíflóa
en tveimur árum eftir innrásina
á Ítalíu var mesti hrollurinn
horfinn úr íbúum landins.
Og þótt grísku byggðirn-
ar á Suð- ur-Ítalíu og Sik-
iley syrgðu stundum
samband
sitt við Róm
var það ekki
nema stund-
arkorn. Því
frá Karþagó
kom eng-
in hjálp, eng-
inn liðsauki.
Borgaryfir-
völd þar ákváðu
þess í stað að
setja Hasdrubal
bróður yfir Spán
og senda liðsauka
til Sikileyjar.
Ættaátök
En nú varð breyt-
ing á, átökin brutust
út um allt, líka utan
Ítalíu. Rómverjar
réðust á Sikiley og
sigruðu Karþagó-
menn. Þeir náðu
borginni Sýrakúsu
212 f.Kr. en borgarbú-
ar höfðu lengi varist
með aðstoð stríðsvéla
vísindamannsins Arkí-
medesar. Á Spáni réð-
ust Scipio-bræð-
ur gegn Hasdrubal en féllu báðir.
Syni Corneliusar Scipio tókst að
vinna mikilvægan sigur 210 f.Kr.
Stríðið var þá töluvert farið að lykta
af átökum milli Barca- og Scipio-
ættanna og minnti mest á fornar
hetjusagnir.
Hannibal hafði ekki haft eins
mikið að gera. Hann hélt vissulega
til Rómar 211 f.Kr. en þegar hann
og herinn komu að borgarhliðinu
skall á mikið óveður. Herinn stóð
fastur í leðjunni í rennblautum
herklæðum úr leðri. Til er saga
um að nákvæmlega þá hafi
eigandi landsins við borg-
arhliðið selt það. En verðið
lækkaði ekki þrátt fyrir veru
Karþagómanna þar. Íbúar
Rómaborgar höfðu öðlast
sjálfstraust á ný.
Nú var orðið ljóst
að einn gat Hanni-
bal ekki sigrað Ítalíu.
Hasdrubal hélt frá
Spáni 209 f.Kr. til
fundar við bróður
sinn. Honum tókst
að halda með her
sinn yfir Alpana en
nú voru Rómverj-
ar á verði og náðu
öllum bréfberum
Karþagómanna. Því
hafði Hannibal ekki
hugmynd um að
hjálpin var á leiðinni.
Herinn frá Spáni
tapaði fyrir Rómverj-
um við Metaurus-
fljót í Umbríu 207 f.Kr.
Nokkrum dögum síðar
kom sendiboði á fund
Hannibals og lagði fram
föstudagur 27. júní 200846 Helgarblað DV
● að loknum sigrinum mikla við Zama árið
202 f.Kr. sneri scipio africanus sér að stjórn-
málum. Hann komst til hárra embætta en
varð einnig að berjast við andstæðinga.
Hann var sakaður um mútuþægni og varð að
hverfa af stjórnmálasviðinu. Hann settist þá
að á sveitasetri sínu í Kampaníu og þar lést
hann 183 f.Kr., sama ár og höfuðandstæðing-
urinn Hannibal. Einn af höfuðandstæðingum
scipios africanusar var Cató, öldungaráðs-
maðurinn sem lauk öllum ræðum sínum í
ráðinu á orðunum: „auk þess legg ég til að
Karþagó verði lögð í eyði“. nokkuð kald-
hæðið má telja að fóstursonur sonar sci-
pios africanusar varð við beiðni Catós.
rómverski herforinginn Publius
scipio aemilianus, stundum nefn-
dur africanus yngri, lagði nefnilega
borgina í eyði 146 árum f.Kr.
SonarSonur SCipioS eyddi KarþaGó
Er
iC
H
l
Es
si
n
g
/i
b
l
Fílarnir Ærðu andStÆðinGa á Flótta
● Þegar alexander mikli kom niður í indusdal 327 f.Kr. rak hann og menn hans í roga-
stans – þeim mættu stríðsfílar. Eftirkomendur reyndu að færa sér þessa áður óþekktu
vígvél í nyt, sérstaklega í Egiftalandi, og þaðan
náðu skepnurnar til Karþagó. fljótt fór orð
af fjölmörgum fílahjörðum borgarinnar og
þjálfurum þeirra. Þetta voru ekki fílar af sléttum
afríku heldur skógarfílar þaðan.
fílarnir voru að sjálfsögðu tamdir en, eins og
aðrar skepnur, nokkuð óútreiknanlegir. Þegar
Hannibal hugðist halda yfir rón í frakklandi
hikuðu fílarnir. Þegar mold hafði verið borin á
botn ferjanna fengust þeir til að stíga um borð,
héldu að þeir stæðu föstum fótum á landi.
Helstu áhrif þessara risastóru skepna voru
sálræn. anstæðingarnir urðu skelfingu losnir og
hestar þeirra þoldu illa framandi fnykinn af risa-
vöxnum skepnunum. uppáhaldsfíll Hannibals
hét surus, „sýrlendingurinn“. Hann var eini asíski eða indverski
fíllinn í her hans.
Mynt frá Karþagó
Með stríðsfíl.
Scipio africanus rómverski
herforinginn og stjórnmála-
maðurinn scipio africanus.
Spánverji í her
Hannibals.