Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Side 72
n Ellen Kristjánsdóttur tónlistar-
konu er umhugað um umhverfi
sitt. Það fá umhverfissóðar að
reyna ef þeir sóða út þar sem hún
er á ferð. Ellen veit nefnilega sem
er að fólk á ekki að henda rusli á
göturnar. Þegar hún sér fólk gera
það tekur hún upp ruslið og skilar
því til fólksins með beiðni um að
það hendi ruslinu sínu í ruslaföt-
ur en ekki á göturnar. „Það þarf að
minna fólk á að margt lítið gerir
eitt stórt,“ segir Ellen og hvet-
ur fólk til að hugsa um hvað það
geti gert til að vernda náttúruna
og halda umhverfinu hreinu. Að
auki hvetur hún
fólk til að mæta
á stórtónleika
Bjarkar og
Sigur Rósar í
Laugardaln-
um á laug-
ardag þar
sem áhersla
verður lögð
á umhverfis-
vernd.
Can‘t Walk Away!
Fréttaskot 512 70 70
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður
aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt
að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar.
„Þetta er ógurleg ósanngirni. Það
er hreinlega verið að refsa manni fyrir
að gera við þakið sitt á undan skuss-
unum,“ segir Herbert Þ. Guðmunds-
son tónlistarmaður. Hann var í gær
dæmdur, ásamt konu sinni, Svölu
Guðbjörgu Jóhannesdóttur, til að
greiða húsfélaginu að Prestbakka 11
til 21 3,9 milljónir
Í mars 1991 keyptu þau hjónin
húseign að Prestbakka 15 en hún er
hluti af raðhúsalengju. Í kaupsamn-
ingi kom fram að nauðsynlegt væri að
gera við þakið og luku þau viðgerðun-
um þá um sumarið. Ekki fór fram við-
gerð á öðrum hlutum raðhússins.
Í apríl árið 2005 lýsti húsfélag-
ið yfir nauðsyn þess að gera við þök
hinna eignanna. Forsvarsmenn hús-
félagsins lögðu þar fram lagagreinar
um fjöleignahús en samkvæmt þeim
fellur kostnaður á viðgerðum raðhúsa
sem þessara á alla lóðareigendur.
Herbert og Svala neituðu að greiða
og þegar greiðslur bárust ekki til hús-
félagsins var þeim stefnt.
Í samtali við DV í maí sagði Her-
bert: „Þetta er ofbeldi, fjárhagslegt of-
beldi.“
Þegar DV náði tali af honum í gær
átti hann eftir að ráðfæra sig við lög-
mann sinn um hvort málinu yrði
áfrýjað til Hæstaréttar og gat því ekki
sagt til um hver niðurstaðan yrði í
þeim málum.
erla@dv.is
n Eiður Smári Guðjohnsen,
leikmaður Barcelona, tók þátt í
Stjörnugolfmóti Nova í vikunni.
Íslenskir fjölmiðlar létu atburðinn
ekki fram hjá sér fara og mættu allir
sem einn. Eiður Smári naut óskiptr-
ar athygli fjölmiðlamanna, sem
kepptust við að ná viðtölum við
kappann. Mörgum
þótti nóg um, enda
orsakaði ágangur
íslenskra fjölmiðla
miklar tafir á
mótinu, þar
sem Eiður
Smári gaf sér
góðan tíma
á milli högga
til að ræða
við blaða-
menn.
n Svanhildur Hólm Valsdótt-
ir, ritstjóri Íslands í dag, var einn
þeirra fjölmiðlamanna sem fylgdust
með Stjörnugolfmótinu. Í grennd
við átjándu holu golfvallarins beið
Svanhildur ásamt tökumanni sín-
um, Einari Árnasyni, eftir því að
Eiður Smári lyki leik. Í innáhöggi
Eiðs Smára öskraði hann varnaðar-
orðið „fore“ til þeirra Svanhildar og
Einars, sem beygðu
sig með virktum og
gripu um höfuð
sér. Þau sluppu
við golfboltann,
en framganga
þeirra uppskar
hins vegar mikil
hlátrasköll
hjá Eiði
Smára
og sjón-
varps-
mann-
inum
Sveppa.
Eiður tafði
mótið
VErNDari
umHVErfiSiNS
forðaði Sér frá
fljúgaNDi golfbolta
Herbert Guðmundsson dæmdur til að greiða nágrönnunum 3,9 milljónir:
rEfSað fyrir að gEra Við þakið