Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 21

Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 21
gamla Tjarnarbíói. Þeir voru allir skrúfaðir í sundur, pússaðir, lakkaðir og bólstraðir upp á nýtt. Fyrirtækið ístex, sem tók við gömlu Alafossverksmiðjunni, gaf okkur áklæði á stólana og teppi í sal.“ Bæjarleikhúsið í Mosfellsbæ hýsir nú eitt af öflugri leikfélögum áhugafólks utan Reykjavíkur. Starfskólaafa, leiklist ogpólitík nægir Grétari Snct ekki, hann er með meira áprjónunum! „Eg er líka að slá inn á tölvu nánast allt efni í næsta Ársrit Onfirðingafélagsins sem að þessu sinni er helgað minningu föður míns, Hjartar Hjálmarssonar, sem var skólastjóri og sparis j óðsstj óri á Flateyri. Hann var ákaflega góður hagyrðingur, samdi marga ein- þáttunga fyrir útvarp og leiksvið, verðlaunaritgerðir og gaman- vísur sem sungnar voru ýmis tækifæri svo eitthvað sé nefnt. Heiðursborgari á Flateyri og „Krossberi” eins og hann orðaði það, en hann var sæmdur Riddarakrossi Fálkaorðunnar. Þú ertfrá Flateyri. Attu eitthvað athvarfþar? „Nei, allt mitt fólk er farið þaðan og allir mínir kunningjar. Við gáfum bænum gamla húsið okkar. Nú er Pólverji búinn að eignast húsið og gera það vel upp. Pabbi var í forystu með að koma upp minjasafni í Svíahúsinu, sem svo var kallað vegna þess að það var sænskur maður, Johansen, sem byggði það. Þetta var ákaflega fal- legt, gamalt timburhús, og pabbi gaf marga persónulega hluti á safnið. Hann fékk til dæmis afar fallegan grip í fimmtugsafmælis- gjöf, koparverk rennt af Vilberg Jónssyni, einstökum völundi fyrir vestan. Sá ættargripur, ásamt öllu verðmætu sem safnið geymdi, þurrkaðist út í snjóflóðinu mikla.“ Grétar Snær kom til Reykjavíkur í ársbyrjun 1961 og hefur víða komið við í starfi. „Ég vann fyrst hjá Innkaupastofnun ríkisins. Síðan í mörg herrans ár hjá Klæðaverslun Andrésar Andréssonar á Laugavegi 3. Svo millilenti ég um stund hjá flugfélaginu Vængir, áður en ég gerðist kaupfélagsstjóri á ísafirði í nokkur ár.“ Varstu ekki áncegður að komast aftur á œskuslóðirnar? „Jú, að ýmsu leyti. Hinsvegar var rekstur kaupfélagsins ákaf- lega erfiður, auk þess sem það varð fyrir nokkrum áföllum, m.a. vegna bruna lagerhúsnæðis félagsins. Síðan fór að halla undan fæti hjá samvinnufélögunum, svo að ég hætti hjá kaupfélaginu í árslok 1974.“ Segðu okkur aðeins frá félaginu, stcerstu átaksverkunum í þinni tveggja ára stjórnartíð. „Átaksverkefnin voru aðallega tvö. Á öðru ári félagsins fréttum við af væntanlegu kóramóti eldri borgara í Mosfellsbæ. Söfnunarátaki var hrint af stað og félaginu tókst að kaupa gott píanó. Hljóðfærið er nú notað á æfingum Vorboðanna, kórs eldri borgara í Mosfellsbæ. Annað söfnunarátak var sett af stað til að kaupa afar vandaðan snyrtistóll fyrir Hlaðhamra, dvalarheimili aldraðra í Mosfellsbæ. Óhætt er að segja að stóllinn sé mikið not- aður. Á þessum árum var Pétur Hjálmsson formaður félagsins, en ég var þá ritari stjórnar. Stærsta verkefnið núna er að fá frambærilegt húsnæði fyrir allt félagsstarfið. Húsnæðið, sem er í boði á Hlaðhömrum, er alls ekki nógu gott. Þar er frekar þröng aðstaða íýrir hannyrðir og bók- band, en útskurðurinn er í tveimur herbergjum og er annað þeirra lítið, gluggalaust rými, án allrar loftræstingar, en hitt er samnýtt með bókbandinu. Ég hef alltaf séð fyrir mér að allt félagsstarfið sé á vegum félagsins, en bærinn greiði laun starfsmanns. í minni stjórnartíð fannst mér sem einskonar samkeppni ríkti á milli félagsins og félagsstarfsins á vegum bæjarins. Þannig má það alls ekki vera, enda hefur litið félag eins og okkar ekkert fjár- hagslegt bolmagn til að keppa við bæjarfélagið. Félagsstarf aldraðra væri miklu betur komið á einni hendi og vonandi verður svo í náinni framtíð. Nú er dagskrá félags- starfsins á vegum bæjarfélagsins aðeins send til 67 ára og eldri. Gleymdi hópurinn, sem ég nefni gjarnan svo, eru eldri borgarar á aldrinum 60 og 67 ára. Ég tel að ffjáls félagasamtök eigi miklu greiðari aðgang að eldri borgurum til að stytta þeim stundir en bæjarfélag. Heilbrigðisþjónustan okkar er orðin svo góð að fólk verður nú miklu eldra og hraustara en áður var. Menn þurfa að hafa nóg að starfa, fá útrás fyrir alla orkuna eftir starfslok. Ég fór á útskurðarnámskeið í fyrravetur, en annríkið hefur verið svo mikið hjá mér i vetur að ég hef lítið sem ekkert getað sinnt útskurði né mætt á kóræfingar.11 Þú situr í framkvcemdastjórn LEB. Hvernig hlasir staða Landssamhandsins við þér? „Mér finnst staða sambandsins vera að styrkjast gagnvart stjórnvöldum. Umræðan um málefni eldri borgara er orðin það viðamikil í þjóðfélaginu að stjórnvöld virðast vera að gera sér betur grein fyrir stöðunni, málefnum eldri borgara. Margar og merkar greinar um okkar mál hafa birst í dagblöðunum í vetur Grétar Snær var afar sannfærandi „afbrotamaður“ í leikritinu „Glæpir og góðverk." Þarna er hann að telja 100 þúsund króna seðlana. sem ég held að nú séu að vekja stjórnmálamenn til vitundar um bágborið ástand, hvað varðar kjör eldri borgara. Vonandi á þetta allt eftir að skila árangri áður en langir tímar líða. En hér í Mosfellsbæ lítum við til annarra félaga um það hvað við eigum að gera og getum gert á næstunni til að efla félagslega aðstöðu í byggðarlaginu," segir Grétar Snær. O.Sv.B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.