Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 7

Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 7
og trúlofaði okkur Valgerði dóttur sína. Trúlega hefur hún verið með á æfingu í það skiptið. Ég þori að fullyrða að síðan höfum við ekki hist. En ég tók þetta hátíð- lega og mér er þessi fyrsta trúlofun mín minnisstæð allar götur síðan þó að kær- astan sé því miður gleymd nema nafnið. Foreldrar mínir stofnuðu nýbýli þarna á sléttunni 1927, en 1943 vorum við allt í einu orðin Reykvíkingar án þess að hafa hreyft okkur spönn ffá rassi eða annað til sakar unnið. Um líkt leyti eign- aðist Mosfellshreppur land Lágafells vestan þjóðvegar og skipti því í skika und- ir nokkur nýbýli. Foreldrar mínir fengu einn bútinn og bjartan vordag árið 1946 vorum við sest að við Hulduhólana vestan undir Lágafelli, með Úlfarsfellið fyrir aug- unum þar sem það er tilkomumest. Orðin Mosfellingar aftur og farin að stofna nýtt nýbýli. Ég, sem hafði hafið mennta- feril minn i Laugarnesskóla og notið til þess þjónustu skólabíls, þurfti nú sjálfur að ganga (eða hjóla) í hina áttina, alla leið að Brúarlandi. Félagsskapurinn var hinn besti þar líka og sumpart gamlir vinir sem einnig höfðu fengið að fylgja feðrum sínum á söngæfingar. Lærimeist- ararnir Lárus Halldórsson skólastjóri og Klara Klængsdóttir reyndust engu lakari en Magnús Éinarsson frá Laxnesi, sem var kennari minn í Laugarnesskólanum. Brúarland - hús með mikla mannlífssögu Brúarland var merkilegur staður. Bygging hússins hófst 1922 en fjármagn leyfði ekki meira en kjallarann að sinni. Þar hófst kennsla í barnaskólanum þá um haustið og var í fýrsta sinn sem barna- fræðsla í sveitinni hafði fastan samastað. Húsið þótti lágkúrulegt og ljótt og ort var: Hús var reist við héraðsbraut, hreppur Mosfells á það. Það cetti að standa ofan í laut svo enginn þyrfti að sjá það. Haustið 1929 var húsið fullgert. Þá kvað við annan streng: A Brúarlandi byggð var höll, barnaskóli friður. Hann cetti aðflytjast upp á jjöll svo fengi að sjá hann lýður. Þetta hús var skóli sveitarinnar næstu áratugina. Ennfremur samkomustaður hennar hvort heldur var til skemmtunar eða alvarlegra funda. Auk þess átti Lárus skólastjóri þar heima lengi vel með stóra í átt að miðbæ Mosfellsbæjar með Varmárskóla í forgrunni. Blái turninn íyrir miðri mynd er Kjarni, sem hýsir m.a. skrifstofur bæjarstjórnar, heilsugæslustöðina, bókasafnið, apótekið, Bónus og ÁTVR. Handan við sér á Lágafellið, en yfir það gnæfir Úlfarsfell. fj ölskyldu og margt fólk annað tengt honum og konu hans Kristínu Magnúsdóttur frá Mosfelli. Þar að auki voru skólastofur gjarnan leigðar dvalargestum á sumrin vel fram á fimmta áratuginn. Sjálfsagt þótti meðan þess var kostur að kennarar ættu líka heima í húsinu. Mér er til efs að nokkurt hús í Mosfellsbæ eigi jafn volduga og fjölbreytta mannlifssögu. Sem betur fer tók Magnús Lárusson Halldórssonar hana saman í stórum dráttum og setti á blað árið 1983, bjargaði henni þar með frá glötun. Hafi hann sæll gjört. Þarna í kvosinni, ofurlítið ofar með Varmá, gerðist líka verulegur kafli atvinnu- sögu Islands. Ullarverksmiðjan Álafoss tók þar til starfa árið 1896. Fallkraftur fossins sneri öxli sem lá í gegnum verksmiðjuhúsið en um hann reimar sem knúðu tæki henn- ar. Rafmagn var ekki enn komið til sögu á landinu. Álafossverksmiðjan átti eftir að vera býsna stór vinnustaður á íslenskan mælikvarða allt fram á miðjan síðari hluta 20. aldar, svo þekkt að um tíma var nafn Mosfellssveitar í hættu. Áætlunarbíllinn í Mosfellssveit var kallaður Álafossrútan og þegar hér var stofnað sérstakt læknis- hérað var það nefnt Álafosslæknishérað. Reykvikingar fóru í ferðalög á sunnu- dögum alla leið upp að Álafossi og höfðu með sér nesti; fyrir kom að þeir færu jafn- vel á laugardegi með tjald og létu fyrir berast alla helgina ef veðrið var gott. Fyrsta sundhöll landsins Margt merkisfólk kom við sögu á Álafossi meðan allt var þar í blóma. Varla er samt á nokkurn hallað þó nefnt sé nafn Sigurjóns Péturssonar - Sigurjóns á Ála- fossi, sem kom að verksmiðjunni 1917 og stjórnaði rekstri hennar til dauðadags 1955. Fyrir utan verksmiðjureksturinn var Sigurjón mikill íþróttaunnandi og -iðk- andi. Að hans undirlagi tók starfsfólkið að stunda reglubundna leikfimi og jafnvel íþróttir og er ekki vitað um svo markvissa vinnustaðalíkamsrækt annars staðar fyrr. Ofan við Álafossinn hafði verið sett upp uppistöðulón til vatnsmiðlunar. Vatnið í því var ylvolgt meðan hverirnir efra voru enn óvirkjaðir. Þar kom Sigur- jón upp búningsaðstöðu fyrir fólkið og kenndi sjálfur sund til að byrja með, setti líka upp bretti til að stinga sér af. En hann lét ekki þar við sitja heldur reisti fyrstu sundhöll á Islandi einhvern tíma á fjórða áratugnum neðar með Varmá og þar lærðu allir Mosfellingar og margir fleiri að synda allt þar til Varmárlaug kom til skjalanna árið 1964, þegar uppbygging mennta- og íþróttamiðstöðvar að Varmá hófst. En fyrsta sundhöll landsins stendur enn á Álafossi og hefur nú fengið annað hlutverk: er upptökustúdíó hljómsveitar- innar Sigurrósar. Fikrum okkur áfram upp með Varmá og förum þá fyrir neðan garð á Reykjalundi, sem tók til starfa sem vinnuheimili berkla- sjúklinga á miðjum fimmta áratugnum. Þar stóð herskálakampur mannlaus eftir að herinn fór. Menn sáu í hendi sér að taf- arlaust mátti nýta braggana sem bráða- birgðahúsnæði til endurhæfingar sjúklinga °g byggja síðan nýtt og betra eftir efnum og ástæðum. En frá því er gerr sagt annars staðar í þessu blaði. Á svipuðum slóðum er líka að finna dælustöð hitaveitunnar. Árið 1933 var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.