Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 49

Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 49
Útileikfimi með göngustöfum. Skemmtileg billjardaðstaða. Garður á milli raðhúsa. Á hverju setri er lítil verslun með helstu nauðsynjar, en Danir telja bjór, léttvin og snafs til nauðsynja, því Danir eru jú vanir að fá sér öl eða vínglas, þegar þeim býður svo við að horfa. Um helgar hafa þeir gjarnan öl með matnum og það er þeim lika frjálst á setrunum. Að sjálf- sögðu er ekki liðið fyllirí né drykkjulæti. Hver stofnun gefur út eigið fréttabréf og greinir frá helstu innanbúðarfréttum, aug- lýsir samkomur, ferðir og aðra viðburði. Tómstundaaðstaða er alls staðar rúm- góð, með fjölbreyttum lager af ýmis konar hráefni til föndurs, jafnvel myndarlegu föndurbókasafni. Einnig er tölvuver með tölvum og netaðgangi. Bæði í tómstunda- aðstöðunni og víðar eru hafðir gamlir munir til að hjálpa þeim sem farnir eru að tapa minni að rifja upp eitt og annað frá sínum yngri árum. Þess utan eru þetta fal- legir munir sem prýða. I félagslífinu má nefna bingó, fjölda- söng, danskennslu, leikfimikennsla bæði innandyra og utan. Markviss áhersla er lögð á að fá fólk til að fara út af eigin heimili, svo að íbúar einangrist ekki innan eigin veggja. Farið er í ýmsar skemmti- klúbbar eru starfandi, svo sem kór, matar- klúbbur, spilaklúbbur og fleira. Á einu setrinu, Lundehaven, koma skólabörn öðru hverju í heimsókn. Börnin fræðast um daglega lífið áður fyrr, og eldra fólkið fræðist um verkefnin sem börnin eru að vinna að. Ungir sem aldnir hafa mikla ánægju af þessum heimsóknum. Fyrir hverja heimsókn fer starfsfólkið í skólann og áminnir börnin um að sýna nærgætni og kurteisi og vera ekki með hávaða og læti í heimsókninni. Bekkjunum er síðan skipt í tvo hópa, svo að ekki komi of mörg börn í senn. Alls staðar er boðið upp á læknisþjón- ustu, hár- og fótsnyrtingu, sjúkra- og iðju- þjálfun, og ráðgjöf í einu og öðru sem hvílir á hinum aldraða. Á Kildegárden er boðið upp á „bráða“ hvíldarpláss, ef um tímabundinn lasleika er að ræða. Einnig ef viðkomandi er einmana og sorgmæddur og hefur brýna þörf fyrir að komast innan um fólk í nokkra daga. Á meðan á hvíld- ardvöl stendur er boðið er upp á hjúkrun, iðju- og sjúkraþjálfun. Andleg og líkam- leg aðhlynning tryggir að viðkomandi fari heim í betra ásigkomulagi en við komuna. Hámarksdvöl er 14 sólarhringar, en fólkið ákveður sjálft hvenær það vill fara heim. í blöðum og bæklingum, sem ég viðaði að mér, má m.a. lesa að í öldrunarsetrunum eru starfandi notenda- og aðstandendaráð sem virðast vera lögbundin í Danmörku. Ef marka má fundargerðir í fréttabréfum öldrunarsetranna, eru þessi ráð að ein- hverju leyti með puttana í rekstri setranna, eru eins konar húsfélagsstjórnir. Góð hug- mynd, sem heldur öldruðum virkum og áhugasömum um setrið sitt. Skoða þarf betur hvort slík ráð gætu hentað okkur. Sveitarfélögin í Danmörku bjóða eldri borgurum upp á fría endurhæfingu, sjúkra- þjálfún og aðra þjálfun - til að auka lífs- gæði, hjálpa fólki til að halda lífsgleði og sjálfsvirðingu og heilsu. Einnig í sparnað- arskyni fyrir félagsþjónustuna. Hraust og lífsglatt fólk þarf síður félagslega aðstoð, en þeir sem verr eru á sig komnir. Guðrúti Jóhannsdóttir, formaður FEBA Gengið á milli hlýlegra raðhúsa. ferðir, t.d. á veitingahús, í lautartúra, í heimsóknir á aðrar félagsmiðstöðvar, í einhvern stórmarkað og verslunarhverfi eða annað sem fólk hefur áhuga á - og aðrar félagsmiðstöðvar heimsóttar. Staðið er fýrir „opnu húsi“, basar og jólamark- aði. Ágóðinn rennur svo öldrunarseturs- ins, sem kallast HÚSIÐ OKKAR. Ýmsir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.