Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 39

Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 39
hafa dregist mjög aftur úr miðað við þróun verðlags og launa, og ef tekið er mið af upphafsári staðgreiðslunnar ættu skattleysis- mörk að vera nú 105 þús. kr. í stað þeirra 79 þús. kr. sem gildandi eru. Ríkisskattstjóri hefur réttilega sagt að annar meginþáttur hvað skattbyrði einstaklinga varðar sé einmitt hversu persónu- afsláttur og skattleysismörk hafa þróast. Skjótvirkasta og um leið árangursríkasta leið skattayfirvalda til að hækka tekjur þeirra sem minnst bera úr býtum er því að hækka skattleysismörk. Það er sannngirniskrafa að svo verði gjört. Þriðja áskorun til ríkisstjórnar! Lífeyrir eldri borgara frá Tryggingastofnun ríkisins hækki þannig að hann verði að raungildi sá sami og árið 1995, að viðbættum sambærilegum hækkunum sem orðið hafa á lágmarks- launum verkafólks. Ef þessi tengsl milli lífeyris eldri borgara og lágmarkslauna verkafólks hefðu haldist væri lifeyrir eldri borg- ara frá almannatryggingum 17.000 kr. hærri á mánuði en hann er nú. Greinargerð: Þegar sjálfvirku tengslin milli lífeyris eldri borgara og lágmarkslauna verkafólks voru rofin fyrir meira en áratug, lýstu stjórnvöld því yfir að breyting þessi mundi ekki verða til þess að rýra kjör eldri borgara. Þetta hefur farið á verri veg. Lífeyrir eldri borgara hefur rýrnað í samanburði við þróun lágmarkslauna verkafólks á þessu tímabili. Samkvæmt nýlegum útreikningum þarf lífeyrir eldri borgara frá Tryggingastofnun að hækka um 17 þús. kr. á mánuði til þess að ná því marki að vera að raungildi eins og hann var 1995, að viðbættum jafhmiklum hækkunum og láglaunafólk á almennum vinnumarkaði hefur fengið á þessu tímabili. Fjórða áskorun til ríkisstjórnar Að láta fara fram stjórnsýsluúttekt á starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins. Sérstaklega verði skoðað hvernig unnt sé að bæta upp- lýsingar og þjónustu og gera starfsemina skilvirkari. Greinargerð: Á undanförnum árum hafa eldri borgarar í æ rik- ari mæli leitað til skrifstofu Félags eldri borgara vegna erinda sem snúa að lífeyrismálum, ofgreiðslum, tekjuskerðingum, trygg- ingabótum og öðru sem tengist TR. Allt eru þetta mál, sem eðli- legt væri að fengju viðunandi úrlausn hjá TR, en svo virðist ekki vera raunin. Því miður hafa miklar kvartanir borist til félags- ins varðandi afgreiðslu og samskipti við TR. Þar sem hér er um fjölda fólks að ræða telur FEB að nauðsynlegt sé að koma starf- semi TR í skilvirkari farveg og tryggja betri samskipti við við- skiptavini sína. Ályktun til ríkisstjórnar! Aðalfundurinn mótmælir harðlega, hvað ríkistjórnin hefur dregið á langinn viðræður við fulltrúa eldri borgara um hækkun lífeyris þeim til handa. Fullar upplýsingar liggja fýrir um stöðu þeirra lakast settu, og kröfur eru gerðar til þess að kjör þeirra verði bætt nú þegar. Greinargerð: Á fundi ráðherra með fulltrúum eldri borgara í svo- kallaðri samráðsnefnd sem haldinn var 11. mars 2005, eða fýrir hartnær einu ári, var ákveðið að skipa starfshóp aðila til þess að koma með tillögur um úrbætur í mörgum hagsmunamálum aldraðra, þar með taldar lífeyrisgreiðslur. Dregið var fram á mitt ár að skipa fulltrúa ríkisvaldsins, og fyrst átti aðeins að skoða Anna Jónsdóttir og Brynhildur Olgeirsdóttir glaðar á góðri stund. efndir samkomulags frá nóvember 2002. Eftir mánaðaþref var samþykkt að fara einnig yfir útreikninga LEB á auknum skatt- greiðslum lífeyrisþega. Þessi nefnd lauk störfum um miðjan nóv- ember 2005. Þann 21. desember sl. boðaði ríkistjórnin til sérstaks fundar með fulltrúum eldri borgara í samráðsnefndinni og þá var útspil ráðherranna að skipa nýjan starfshóp. Skipað var í við- ræðuhópinn um miðjan janúar 2006 og í erindisbréfi starfshóps- ins er honum ætlað að skila tillögum á haustmánuðum! Því er augljóst að ætlunin er að draga málin enn á langinn og gera ekkert í kjaramálum eldri borgara á þessu ári. Slíkum vinnu- brögðum er harðlega mótmælt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.