Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 24

Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 24
Fræösluhorniö Gleðilegt sumar, ágætu lesendur, og takk fyrir veturinn! Nú er mikið rætt um næringarþörf og samsetningu máltíða fyrir alla aldurshópa og sitt sýnist hverjum. Mikilvægast er að tileinka sér upplýsingar frá viðurkenndum sérfræðingum, lesa vel á umbúðir og meta innihaldið, t.d. salt, sykur, krydd og aukefhi, sem sett eru í matvælin á mismunandi framleiðslustigi. Huga þarf vel að því sama þegar við kaupum hálftilbúnar og fullmatreiddar máltíðir. Hólmfríður Þorgeirsdóttir næringar- og matvælafræðingur, verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð, leggur áherslu á eftirfarandi í fæðuvali okkar aldurshóps: • Hollur og góður matur ræður miklu um líðan okkar og heilsu, ekki síst þegar komið er á efri ár. Það skiptir mestu máli að við borðum reglu- lega, að minnsta kosti þrjár aðalmáltíðir og tvo til þrjá millibita. Gætum þess líka að velja fjölbreytta fæðu, sem er ekki of þung eða fiturík, en veitir okkur öll þau næringarefni sem við þurfum til að halda heilsu og kröftum. • Stillum salt og sykurneyslu í hóf. • Fyrir sterk bein veljum við magrar mjólkurvörur, t.d. skyr, létta ab-mjólk, súrmjólkeða undanrennu ásamt lýsi eða fjölvítamíni. Gróf brauð eða kommatur em m.a. nauðsynleg fyrir meltinguna og fiskur og mag- urt kjöt veita okkur jám, vítamín og prótein. • Ekki má heldur gleyma grænmeti og ávöxtum. Úrvalið er það fjölbreytilegt að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar má nefna soðnar rófur, gulrætur og kál, eða fínt, rifið græn- meti í sýrðum rjóma eða jógúrtsósu. Niðurskornir ávextir eða ávaxtagrautur eru góðir eftirréttir og glas af ávaxtasafa er vítamínrík hressing. • Gleymum ekki vatninu bæði með mat og á milh mála. • Að síðustu: Njótum þess að borða hollan og góðan mat í hæfilegum skömmtum og gleymum því ekki að dagleg hreyfmg stuðlar að bættri heilsu. Bakaöar paprikur með kjöti og hvítum baunum 400 g hakkað nauta- eða lambakjöt 1 tsk salt 1- 2 msk matarolía 1 laukur (um 100 g), (saxaður) 2 hvítlauksrif (pressuð) 1 tsk paprika 4 msk tómatmauk 2- 3 msk chilisósa 1 msk vatn 300 g soðnar hvítar baunir eða niðursoðnar bakaðar baunir 4-5 stórar paprikur Rifinn ostur. 1. Léttsteikið kjötið og laukinn í matarolíu, bætið salti, hvít- lauk og kryddi saman við. Sjóðið í 5 mínútur. 2. Setjið eina smátt saxaða papriku, tómatmauk, chilisósu, krydd og vatni saman við. Sjóðið í 10 mínútur við vægan hita. Baununum er bætt í að lokum og suðan látin koma upp. Skerið paprikurnar i tvennt, fjarlægið fræhúsin og setjið í eldfast mót. Fyllið paprikurnar með kjötréttinum og stráið rifnum osti yfir. Bakið við 200° í um 15 mínútur. Berið grænt salat og gróft brauð með réttinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.