Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 22

Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 22
 É ' María og Haukur. Hugmyndarík áhugaleikkona María Guðmundsdóttir er hjúkrunarfræðingur með 44ra ára starf á sjúkrahúsum að baki — en fór á flug í leiklistinni eftir að hún hætti í hjúkrun Hjúkrunarkonan frá Reykjalundi býr yfir mörgum svip- brigðum sem hafa komið skemmtilega í Ijós - í kvik- myndum, sjónvarpsþáttum og auglýsingum, en oftast á sviðinu hjá Leikfélagi Mosfellsbæjar. „Skemmtilegasta æviskeiðið er oft eftir, ef fólk hættir að vinna áður en starfið fer að koma niður á heilsunni. Áhugaleikhúsin eru ffábær vettvangur fyrir eldra fólk til að bregða sér í glens og gaman. Margir taka sjálfan sig alltof hátíð- lega,“ segir María. Hún hefur stutt að mörgum skemmtilegum uppákomum í félagslífi Mosfellsbæjar. Nú er hún sest í stjórn FEB í Mosfellsbæ og eru miklar vonir bundar við reynslu hennar og hugmyndaauðgi - að hún hjálpi til að koma ein- hverju áhugaverðu af stað í félaginu. Skjólsæll unaðsreitur opnast, þegar hjónin María og Haukur Þórðarson, áður yfirlæknir á Reykjalundi, eru heimsótt. Húsið þeirra stendur við götuna Amsturdam í kvosinni niður af Reykjalundi, áður vinnustað Maríu og Hauks. Þau eiga heiðurinn af hyggingu hússins sem tengir frábærlega vel setustofu og garð - gluggar eftir endilangri stofunni opna útsýni yfir gróður og garð. Götuheitið er sérkennilegt, enda segir María að fólk hvái alltaf þegar hún segist eiga heima í „Amsturdam". Gatan heitir eftir býli og hver er stóð rétt hjá þar sem Reykjalundur stendur nú. Á býlinu bjó Hollendingur sem nefndi bæinn sinn Amsterdam, en nafnið breyttist í meðförum í gegnum tíðina í Amsturdam. María er Akureyringur, en yfirgaf æskuslóðirnar átján ára. „Ég tel mig miklu meiri Mosfelling en Akureyring. Undarlegt er samt hvað staðarskynið býr lengi í manni. Hér er ég búin að eiga heima nær helmingi lengur en á Akureyri. Samt er ég ekki alveg klár á áttunum. Eyjafjörður lá í norður og suður. Hérna er ég ennþá áttavillt!“ Fjórtán ára fór María að vinna við ræstingar á sjúkrahúsi á Akureyri. Síðan hefur hún unnið samfellt á sjúkrahúsum. Með hjúkrunarstarfinu er hún búin að vinna í sjúkrageiranum í 44 ár. „Ég skildi það mjög vel, þegar hún hætti að vinna á Reykjalundi 1995 - og sagðist alveg vera búin að fá nóg,“ segir Haukur. „Hjúkrun er lýjandi starf. Maður á að hætta á þokkalegum aldri, áður en starfið fer að koma niður á manni. Fólk á að vera i fullu fjöri þegar það hættir. Eftir starfslok er oft skemmtilegasta ævi- skeiðið eftir," segir María. Vandið valið á áhugamálinu eftir starfslok, ef vel tekst til er skemmtilegasta æviskeiðið eftir! „Ég byrjaði í Leikfélagi Mosfellssveitar 1994, var komin í stjórnina og gjaldkerastólinn, þegar ég hætti að vinna 1995. I Leikfélaginu eru um 70-80 manns, ekki endilega allir virkir. Félagsmenn koma og fara, en fasti kjarninn er nokkuð stór og góður hópur sem kemur saman til æfinga og leiks. Leiklistin hefur gefið mér geysilega mikið. Ég hef lært að hlusta, ekki bara á töluð orð, heldur líka að ráða í líkamstján- ingu fólks. Ég er ekki handavinnukona og maður getur ekki lesið endalaust. Ég reyndi að einbeita mér að lestri góðra bóka, þegar Haukur var að vinna á Kristnesi í þrjú ár. Þá las ég þar til flæddi út úr eyrunum á mér. Á endanum settist ég niður og fór að þýða leikrit. Leiklistin heldur manni gangandi. Maður lærir texta og hreyfir sig mikið. Eldra fólk á hiklaust að fara í þetta til að hitta aðra og leika sér, læra að hætta að taka sig of hátíðlega. Fólk tekur sjálft sig alltof hátíðlega. Leikfélagið Snúður og Snælda er til fyrirmyndar. Þar er mjög duglegt fólk! Á leiksviðinu lærir maður að hlusta, ráða í líkamstjáningu - hættir að taka sig of hátíðlega! Regnhlífarsamtök áhugaleikfélaga, Bandalag íslenskra leikfélaga, rekur leiklistarskóla á sumrin á Húsabakka í Svarfaðardal. í júní eru þar tíu daga námskeið. Þar kynntist ég Sigrúnu Pétursdóttur, aldursforsetanum í Snúði og Snældu. Við vorum langelstar í hópnum, en alls engir eftirbátar þeirra sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.