Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 48

Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 48
Hugmyndafræði á dönskum öldrunarsetrum Fulltrúar frá Eir og sveitarfélaginu Álftanesi fóru að kynna sér öldrun- arsetur í Danmörku í október í íyrra. Guðrún Jóhannsdóttir, formaður FEBÁ, var með í för og greinir frá hug- myndafræðinni að baki dönsku öldrunar- setrunum. Frá Eir: Birna Svavarsdóttir, hjúkrunar- forstjóri, Sigurður H. Guðmundsson, for- stjóri Eirar, Bjarni Frímannsson, tækni- legur ráðunautur frá Hjúkrunarheimilinu Eir, og Halldór Guðmundsson arkitekt. Frá Álftanesi: Ásta Kr. Benediktsdóttir félagsmálastjóri, Gréta Konráðsdóttir djákni, Guðmundur G. Gunnarsson bæjar- stjóri, Sigríður Rósa Magnúsdóttir, forseti bæjarráðs og formaður félagsmálanefndar, og undirrituð, Guðrún Jóhannsdóttir for- maður FEBÁ. Bjarne Webb Sörensen, forstöðumaður Lundehaven Ældrecenter, sótti okkur á morgnana í lítilli rútu og ók með okkur á milli staðanna. Skoðuð voru 4 öldrunar- setur: Kildegárden í Gladsaxe Kommune; Lundehaven í Ballerup Kommune sem Setustofa með hljóðfæri. Bjarne stýrir með miklum myndar- brag; Lillevang í Farum Kommune og Rosengárden í Odense. Margt fróðlegt bar fyrir augu og eyru, en upp úr stendur það sem þessum stöðum er sameiginlegt, hugmyndafræðin um hvernig beri að búa að öldruðum. - Að öldrunarsetur séu fyrst og fremst að vera heimili, ekki stofnanir. - Að aldraðir missi í engu persónuffelsi sitt við að flytja á öldrunarsetur. - Að þeim skuli ávallt sýnd full virð- ing. - Að ævikvöldið sé skemmtilegt, hlý- legt og notalegt. Eg geri ekki sérstaka grein fyrir hverju setri fyrir sig, enda var fyrst og fremst verið að skoða hugmyndir Dana, hvernig búa beri að öldruðum, hvorki byggingar- stíl né skipulag. Fólkið býr ýmist á stórum einbýlum með sérbaðherbergi, litlum íbúðum eða tveggja herbergja raðhúsum. Á Lillevang í Farum Kommune, sem Sigurður H. Guðmundsson hafði hönd í bagga með, mynda fimm hús setrið. Eitt af þeim er þjónustu- og félagsmiðstöð, en hin fjögur húsin með átta 2ja herbergja íbúðir í hverju húsi, sameiginlegt eldhús og setu- stofu í miðju. Hugmyndin er að heimilis- fólk eldi sameiginlega og borði saman. íbúðirnar eru þannig innréttaðar að hægt er með færanlegum skilrúmum að ráða hve mikið er opið á milli stofu og svefhherbergis, hvort íbúðin sé 1 eða 2 herbergi. Lítið kaffieldhús er í hverri íbúð. Hver íbúi hefur eigin „þjónustufull- trúa“ sem aðstoðar viðkomandi við skipu- lag daglegs lífs innan heimilisins með til- liti til venja, óska og þarfa. Tekið er tillit til hvers einstaklings eins og framast er unnt. Til dæmis ræður hver og einn hvenær hann mætir í morgunmat og fær þannig að halda venjum sínum. Það sem vakti þó mesta athygli mína á öllum setrunum var hve setkrókar voru hafðir heimilislegir, með fallegum húsgögnum, jafnvel útskornum, margvís- legum listaverkum, fallegum ljósakrónum og smekklegum gardínum. Engir tveir set- krókar voru eins, en líktust hver fýrir sig setustofum á venjulegum heimilum. Víða voru hljóðfæri, sums staðar skrautfiskabúr og alls staðar mikið af lifandi blómum. Ennfremur var, a.m.k. á Kildegárden, sérstök gestastofa til afnota fyrir íbúana. Þar var hægt að fá framreiddar veitingar væri þess óskað. Á flestum, ef ekki á öllum setrunum, eru lítil kaffihús með veitingar á sérstöku „eldri borgara verði“ fyrir fbúana og gesti þeirra. Haldið er upp á afmæli og brúðkaupsafmæli heimilisfólks- ins, svo og alla hátíðisdaga rétt eins og á venjulegu heimili. Þegar nýr íbúi flytur inn er haldin veisla til að bjóða nýja heim- ilismanninn velkominn og hún eða hann kynnt(ur) fyrir heimilisfólki og starfsfólki. Á milli bygginganna eru skjólgóðir garðar, sem eru skreyttir hátt og lágt fýrir jól, páska og aðra hátíðisdaga. Þar eru úti- setkrókar með grillaðstöðu og haldnar grillveislur þegar vel viðrar. Einnig mátti sjá útiaðstöðu til ýmis konar líkamsræktar, allt í góðu skjóli, og á einum stað stóð yfir leikfimikennsla utandyra. Rosengárden býður upp á smáskika til matjurta- og ávaxtaræktunar fyrir þá sem vilja. Á sama stað er sérlega skemmti- legt anddyri með fallegum gosbrunni, sem reyndar gýs ekki, heldur rennur vatnið niður ávalan stein og myndar skemmtilegt hljóð. í borðsal eru fallegir dúkar, blóm og kerta- ljós á hverju borði, rétt eins og á vinalegu veitingahúsi. Öðru hverju er boðið upp á hátiðarkvöldverð með forrétt, aðalrétt og eft- irrétt á fyrirffam ákveðnu verði. Fólk getur þá keypt sér vínglas eða bjór með matnum, efþaðvill. Þetta kalla Danir „notalega sam- verustund" sem fellur undir félagslífið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.