Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 43

Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 43
urliðun ekki átt sér stað eins og allir sjá og vita. Nú á síðari árum hafa þó verið skilgreind viss verkefnaskipti í endurhæfingu (t.d. milli LSH og Reykjalundar) sem vissulega er af hinu góða. Mér vitanlega hefur aldursmark ekki verið sett á Reykjalundi hvorki upp á við í aldursskala eða niður á við. Eg minnist þess að þar voru ungabörn (í fylgd móður) og háaldraðir. E.t.v. voru þetta leifar þess sem tíðkaðist á berklatímanum, samanber að á Reykjalundi var sú regla viðhöfð að leyfa berklasjúklingum að dvelja þar á meðan þeir lifðu ef þeir svo kusu sjálfir. A síðari árum hefur því miður orðið nokkur breyting á þessu og aldurs- takmarkanir settar á vissum endurhæfingarsviðum, m.a. vegna fjölda umsækjenda. Ur því að hér er minnst á eldri borgara, kemur stundum fram spurningin um, hvaða erindi þeir geti átt í endurhæfingu. Svarið er afdráttarlaust. Bæði er þörf þeirra oft viðblasandi eftir slys og eftir sum veikindi. Stundum er endurhæfingarvist þeirra ákvörðuð í samvinnu við öldrunarlækna. Spurning kann að vera hvort rétt sé að blanda saman í endurhæfingu öldruðum og yngra fólki. Stundum gengur það ágætlega, stundum ekki og fer það gjarnan eftir þjálfunarinnihaldi hópanna. Nú er að eldast það fólk sem fyrst hér á landi fór að heyra um endurhæfingu, innihald hennar og tilgang, fyrir um 30-40 árum. Það eru þeir sem einkum spyrja nánar um endurhæfingu nú, í hverju hún sé fólgin o.s.frv. Ekki eru fyrirliggjandi, mér vit- anlega, rannsóknir á hvort endurhæfing lengi líf aldraðra, en það hefur margsinnis sýnt sig og þarfnast tæplega sérstakrar rann- sóknar að endurhæfing getur bætt innihald tilveru aldraðra, aukið almennan líkamsstyrk þeirra, göngufærni o.fl. Þetta sá ég gerast aftur og aftur á sérdeild fyrir endurhæfingu aldraðra á Reykjalundur, fyrsta endurhæfingarsjúkrahús á íslandi, sem íslenskir berklasjúklingar reistu. sjúkrahúsi í New York á sínum tíma. Þetta hef ég líka séð gerast á Reykjalundi. Ennþá er vissulega talsverður skortur á endurhæfingarrými hér á landi og e.t.v. lenda aldraðir þar í afgangshópi. Það er miður. Styrkur í hreyfingum, aukin almenn framkvæmdafærni, göngugeta o.fl. eru dýrmætir þættir öldruðum í flestum daglegum athöfnum. Mér sýnist ljóst að í framtíðinni verði þessi atriði hærra metin en nú og standi öldruðum meira til boða eftir því sem við getur átt. Haukur Þórðarson,fyrrverandiyfirlxknir á Reykjalundi Falleg og vönduð sófasett frá BRUNSTAD MIKIÐ ÚRVAL - SENDUM MYNDALISTA VIOL Klassískt sófasett með fallega unnu tréverki. Takið eflir stcerðinni — tekur ekki mikið pláss Hátt oggott sæti sem auðvelt er að standa upp úr. Sýnt hér í áklæði og með Rose borði. Stærð: 3ja sceta B 179, H 84, D 77cm. 2ja sæta B 127cm. Stóll B 75cm. Heimilisprýði Við Hallarmúla 108 Reykjavík Sími: 553-8177 og 553-1400 Fax: 533-8485 e-mail: hallmuli@islandia.is 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.