Listin að lifa - 01.06.2006, Síða 43
urliðun ekki átt sér stað eins og allir sjá og vita. Nú á síðari árum
hafa þó verið skilgreind viss verkefnaskipti í endurhæfingu (t.d.
milli LSH og Reykjalundar) sem vissulega er af hinu góða.
Mér vitanlega hefur aldursmark ekki verið sett á Reykjalundi
hvorki upp á við í aldursskala eða niður á við. Eg minnist þess
að þar voru ungabörn (í fylgd móður) og háaldraðir. E.t.v. voru
þetta leifar þess sem tíðkaðist á berklatímanum, samanber að á
Reykjalundi var sú regla viðhöfð að leyfa berklasjúklingum að
dvelja þar á meðan þeir lifðu ef þeir svo kusu sjálfir. A síðari
árum hefur því miður orðið nokkur breyting á þessu og aldurs-
takmarkanir settar á vissum endurhæfingarsviðum, m.a. vegna
fjölda umsækjenda.
Ur því að hér er minnst á eldri borgara, kemur stundum fram
spurningin um, hvaða erindi þeir geti átt í endurhæfingu.
Svarið er afdráttarlaust. Bæði er þörf þeirra oft viðblasandi
eftir slys og eftir sum veikindi. Stundum er endurhæfingarvist
þeirra ákvörðuð í samvinnu við öldrunarlækna. Spurning kann
að vera hvort rétt sé að blanda saman í endurhæfingu öldruðum
og yngra fólki. Stundum gengur það ágætlega, stundum ekki og
fer það gjarnan eftir þjálfunarinnihaldi hópanna.
Nú er að eldast það fólk sem fyrst hér á landi fór að heyra
um endurhæfingu, innihald hennar og tilgang, fyrir um 30-40
árum. Það eru þeir sem einkum spyrja nánar um endurhæfingu
nú, í hverju hún sé fólgin o.s.frv. Ekki eru fyrirliggjandi, mér vit-
anlega, rannsóknir á hvort endurhæfing lengi líf aldraðra, en það
hefur margsinnis sýnt sig og þarfnast tæplega sérstakrar rann-
sóknar að endurhæfing getur bætt innihald tilveru aldraðra,
aukið almennan líkamsstyrk þeirra, göngufærni o.fl. Þetta sá ég
gerast aftur og aftur á sérdeild fyrir endurhæfingu aldraðra á
Reykjalundur, fyrsta endurhæfingarsjúkrahús á íslandi, sem íslenskir
berklasjúklingar reistu.
sjúkrahúsi í New York á sínum tíma. Þetta hef ég líka séð gerast
á Reykjalundi.
Ennþá er vissulega talsverður skortur á endurhæfingarrými
hér á landi og e.t.v. lenda aldraðir þar í afgangshópi. Það er
miður. Styrkur í hreyfingum, aukin almenn framkvæmdafærni,
göngugeta o.fl. eru dýrmætir þættir öldruðum í flestum daglegum
athöfnum. Mér sýnist ljóst að í framtíðinni verði þessi atriði
hærra metin en nú og standi öldruðum meira til boða eftir því
sem við getur átt.
Haukur Þórðarson,fyrrverandiyfirlxknir á Reykjalundi
Falleg og vönduð sófasett frá BRUNSTAD
MIKIÐ ÚRVAL - SENDUM MYNDALISTA
VIOL
Klassískt sófasett
með fallega unnu tréverki.
Takið eflir stcerðinni
— tekur ekki mikið pláss
Hátt oggott sæti
sem auðvelt er að
standa upp úr.
Sýnt hér í áklæði og með Rose borði.
Stærð: 3ja sceta B 179, H 84, D 77cm.
2ja sæta B 127cm. Stóll B 75cm.
Heimilisprýði
Við Hallarmúla 108 Reykjavík Sími: 553-8177 og 553-1400 Fax: 533-8485 e-mail: hallmuli@islandia.is
43