Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.04.2015, Page 8

Fréttatíminn - 02.04.2015, Page 8
V ið hjá lögreglunni á höfuð-borgarsvæðinu höfum úthlutað tveimur neyð- arhnöppum til þolenda heimlisof- beldis. Þegar ég var hjá lögreglunni á Suðurnesjum höfðum við úthlut- að þremur neyðarhnöppum,“ seg- ir Alda Hrönn Jóhannesdóttir, að- stoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Alda sér um innleiðingu á nýjum verklags- reglum um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála sem tóku gildi í lok síðasta árs hjá ríkislögreglu- stjóra. Hún var yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suður- nesjum til nóvember 2014 en hún tók við sem aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu í október og starfaði því tímabundið hjá báðum embættum. Alda starfaði því á Suð- urnesjum þegar átak gegn heimil- isofbeldi hófst þar í ársbyrjun 2013 og hefur síðan orðið þar gríðarleg fjölgun sakfellinga hjá Héraðsdómi Reykjaness í heimilisofbeldismál- um. Þá hefur fjöldi heimilisofbeldis- mála hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu tvöfaldast eftir að sérstakt átak hófst þar gegn heimilisofbeldi. Alda telur af og frá að þetta bendi til þess að heimilisofbeldi sé að aukast heldur séu málin betur skráð hjá lögreglu og fleiri mál sem eru til- kynnt til lögreglu. Þyngsti dómurinn 2 ár Alda segir að einn mælikvarði á það hvernig tekist hefur til í átaki gegn heimilisofbeldi sé fjöldi sak- fellinga. Þegar litið er til Suður- nesja sést gríðarlegur munur á því hvernig dómarnir hafa þróast þar síðustu ár. Þrjú heimilisofbeldismál komu til kasta dómstóla árið 2011 og aftur 2012, og er einn sýknudóm- ur á hvoru ári. Enginn sýknudómur hefur hins vegar fallið í heimilisof- beldismáli á Suðurnesjum síðan en málafjöldi hefur margfaldast hjá héraðsdómi Reykjaness eins og sést í meðfylgjandi töflu. Þyngsti dómur- inn er 2 ára fangelsi en algengast er að um nokkurra mánaða skilorðs- bundna dóma sé að ræða. Fyrsti neyðarhnappurinn var tek- inn í notkun á Suðurnesjum sum- arið 2014. Lögregla getur látið þolanda heimilisofbeldis fá slíkan hnapp ef það er metið svo að „þol- andi sé í mjög viðkvæmri stöðu gagnvart geranda,“ eins og segir í verklagsreglum. Þá er málið metið mjög alvarlegt, nálgunarbanni hef- ur verið beitt, geranda vísað brott af heimilinu og/eða brot eru ítrekuð. Neyðarhnappurinn er tengdur ör- yggismiðstöð og er Neyðarlínunni og Fjarskiptamiðstöð ríkislögregl- stjóra gert viðvart ef ýtt er á hnapp- inn. „Það þarf að vera mikil hætta til staðar og að við metum sem svo að öryggi viðkomandi sé ógnað en við getum ekki tryggt það með vægari hætti. Að hluta til er þetta íþyngjandi fyrir þolanda því stað- setning hans er alltaf skráð í gegn um GPS-tækni þannig að brotaþoli þarf að vilja þetta sjálfur. Þetta er tæki sem kostar sitt og það þarf að hlaða hann þannig að það eru að- eins ábyrgir aðilar sem geta fengið hann,“ segir Alda. Enn með neyðarhnappinn Sá lögreglumaður sem er ábyrgur fyrir hverju heimilisofbeldismáli vinnur áhættumat málsins með því að fylla út áhættumatseyðublað fyr- ir ofbeldi í nánum samböndum sem kallast B-SAFER. Slíkt mat er nauð- synlegt að hafa til að meta hættu á ítrekun og gott að hafa til hliðsjónar áður en tekin er ákvörðun um inn- grip. Hættumat er síðan í sífelldri endurskoðun eftir því sem mál þró- ast. Í síðustu viku var hér á landi einn helsti sérfræðingur Noregs í heimilisofbeldismálum, Camilla Grimsæth aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í Noregi, sem þjálfaði íslenska lögreglumenn í notkun áhættu- matsins. „Hún benti á að þegar manndráp er framið þá er allt lagt í að rannsaka það, sama hvað rann- sóknaraðferðin kostar. Það sem lög- reglan þarf að gera er að leggja allt í að rannsaka þau heimilisofbeldis- mál sem fá hátt hættumat áður en manndráp er framið,“ segir hún en töluverð fylgni er milli manndráps- mála og ofbeldis í nánum sambönd- um bæði á Íslandi og hinum Norður- löndunum. . Tveir af þeim þremur neyðar- hnöppum sem var úthlutað á Suður- nesjum hafa verið teknir til baka, annar þeirra var í notkun í 8 mánuði en hinn í 5 mánuði. Sá þriðji er enn í notkun, sem og þeir tveir sem lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu hefur úthlutað. „Við höfum heyrt að þess- ir hnappar veiti fólki mikla öryggis- tilfinningu,“ segir Alda en um er að ræða fimm konur sem hafa fengið hnappana. Ekki er nauðsynlegt að sakamál sé í gangi fyrir dómstólum til að hnappi sé úthlutað, hættumat lögreglu nægir. Í því máli á Suðurnesjum sem hnappur er enn í notkun er Heimilisofbeldismál hjá héraðsdómi Reykjaness eftir árum 2011 30 daga skilorðsbundið fangelsi, Ákvörðun refsingar frestað í 2 ár Sýknudómur 2012 Sýknudómur 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi 2013 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi 2 ára fangelsi og bótagreiðsla. Dómur staðfestur í Hæstarétti 4 mánaða skilorðsbundi fangelsi 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi 12 mánaða fangelsi + bótagreiðsla. Áfrýjað til Hæstaréttar 2014 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi + bótagreiðsla 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi 4 mánaða fangelsi, þar af 3 mánuðir skilorðsbundnir + bótagreiðsla 30 daga skilorðsbundið fangelsi Fimm fengið neyðarhnapp vegna heimilisofbeldis Yfir 100 heimilisofbeldismál hafa verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því sérstakt átak hófst í ársbyrjun. Tveimur neyðarhnöppum til þolenda heimilisofbeldis hefur verið úthlutað á höfuðborgarsvæðinu en áður hafði lögreglan á Suðurnesjum úthlutað þremur slíkum hnöppum. Frá árinu 2011 hafa 17 sakfellingardómar fallið í heimilisofbeldismálum, átta af þeim eru vegna mála sem komu til kasta Héraðsdóms Reykja- ness á síðasta ári. um að ræða konu sem enn hefur hnappinn eftir að ofbeldismaður- inn var dæmdur í fangelsi en bíður þess að hefja afplánun. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á fjölda mála hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu eftir að þar hófst átak gegn heimilisofbeldi í árs- byrjun í samstarfi við velferðar- svið Reykjavíkurborgar og Barna- vernd. Alda segir að eitt af því sem bætt hefur verið í verklagi lögreglu sé betri skráning heimilisofbeldis- mála. Verið er að ljúka nákvæmri samantekt á fjölda mála sem tilkynnt voru til lögreglu frá 12. janúar til 12. mars en Alda segir að þau séu yfir eitt hundrað. Áður hafi að meðaltali um 20 heimilisofbeldismál verið tilkynnt í hverjum mánuði. „Þessi aukni fjöldi tilkynninga er vonandi merki um að fleiri treysti sér til að leita til lögreglu,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Lögreglan þarf að leggja allt í að rannsaka þau heimilisofbeldismál sem fá hátt hættumat áður en manndráp er framið Alda Hrönn Jóhannes- dóttir, aðstoðar- lögreglustjóri lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, segir gríðarlega aukningu á fjölda heimilisofbeldis- mála sem tilkynnt eru til lögreglu vonandi vera til marks um að þolendur treysti því nú betur að lögreglan komi til bjargar. Ljós- mynd/Hari 8 fréttaúttekt Helgin 2.-5. apríl 2015 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 67 62 8 Barcelona 1. maí í 4 nætur Frá kr. 82.900 Hotel Atiram Frábært verð Frá kr. 99.900 Netverð á mann frá kr. 99.900 m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. Abba Balmoral Frábært verð Frá kr. 94.900 Netverð á mann frá kr. 94.900 m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. Hotel Derby Frábært verð Frá kr. 84.900 Netverð á mann frá kr. 84.900 m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. Hotel Salles Pere Frábært verð Frá kr. 82.900 Netverð á mann frá kr. 82.900 m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. Í Barcelona er auðvelt að njóta sín enda iðar þessi einstaka borg af lífi! Borgin býður bókstaflega upp á allt sem hugurinn girnist en Barcelona er stórkostleg menningarborg þar sem listasöfn Miró og Picasso ber hæst. Þá fanga byggingar borgarinnar athygl- ina á hverju götuhorni og gamli hluti borgarinnar, Barrio Gotico, þar sem fyrstu byggingarnar risu á 13. öld, er einstakur. Römbluna, með sínu lífi og fjöri, þekkja allir en finna má allskonar veitingastaði, kaffi- hús og bari eftir endilangri götunni. Ekki má heldur gleyma ströndinni og ólympíuþorpinu sem hafa líka sitt aðdráttarafl. Þá er matur og drykkur hér í hæsta gæðaflokki og tapas-menningin er einstök. Hægt er að finna verslanir og verslunarmiðstöðvar um alla borgina sem gerir hana að einstakri verslunarborg. 49.900 Flugsæti frá kr.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.