Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.04.2015, Page 14

Fréttatíminn - 02.04.2015, Page 14
P Páskahelgin er fram undan, kærkomið frí fjölskyldnanna. Vetrarveðrið hefur verið óvenju erfitt og eru Íslendingar þó ýmsu vanir í þeim efnum. Hver óveðurslægðin á fætur annarri hefur rekið á fjörur okkar svo vart hefur gefist tóm til að ná áttum milli þeirra. Menn eru því orðnir langeygir eftir vori og betri tíð, nú í aprílbyrjun. Páskahelgin er fyrsta stóra ferðahelgi ársins. Fjöldi fólks sækir sumarbústaði eða frístundahús sín öllu heldur því flest þess- ara húsa eru heilsárshús og nýtast því allt árið, að minnsta kosti þegar veður og færð leyfa. Nú hefur hins vegar orðið sú breyting á að Íslendingar eru ekki einir á ferð á þjóðvegum landsins. Menn hafa gert ráð fyrir er- lendum ferðamönnum á veg- unum að sumri til, ýmist í skipulögðum hópferðum eða, í seinni tíð, í auknum mæli á eigin vegum á bílaleigubílum, utan háannar. Aukinn fjöldi þessara velkomnu gesta okkar utan sumartímans hefur verið ævintýralegur undanfarin ár. Fjöldi erlendra ferðamanna hér yfir hávetur er hinn sami nú og var yfir hásumarið fyrir aðeins örfáum árum. Sem dæmi má nefna að fjöldi bílaleigubíla yfir há- annatímann var 12.179 í fyrrasumar, miðað við 4.756 árið 2006. Í ár er áætlað að um 14 þúsund bílaleigubílar verði á ferð víðsvegar um landið. Álag hefur því aukist á þjóðvegakerfið sem er um margt vanbúið til að taka við aukinni umferð. Vegir hér eru mjóir miðað við það sem þekkist víðast hvar í nágrannalöndunum og enn er fjöldi einbreiðra brúa á hringveg- inum. Ekki þarf að hafa mörg orð um vega- kerfið á Vestfjörðum þar sem enn þarf að aka malarveg á sunnanverðum fjörðunum, meðal annars yfir erfiða fjallvegi. Heimamenn þar hafa um árabil sótt það fast að vegir verði lagðir bundnu slitlagi og byggðir á láglendi. Vegna deilna um vegstæði sér enn ekki fyrir endann á þeirri deilu. Mjög auknar tekjur sem renna til ríkisins vegna ferðamannafjöldans ættu þó að verða til þess að áhersla verði lögð á bætt vega- kerfi um land allt, auk viðbótar framlags til löggæslustarfa á vegunum og til björgunar- sveita víða um land. Til þeirra kasta kemur í auknum mæli yfir vetrartímann þegar óvanir ökumenn mæta óblíðum aðstæðum. Bætt geta ríkisins til þess að mæta útgjöld- um vegna þessa sést af því að vöxturinn í ferðaþjónustunni skýrir stóran hluta af hag- vextinum sem mælst hefur síðan hagkerfið byrjaði að taka við sér. Greining Íslands- banka áætlaði nýverið að þriðjung hagvaxt- arins frá árinu 2010 megi rekja til ferðaþjón- ustunnar. Hún hefur þannig átt stóran þátt í endurreisnarstarfi undangenginna ára. Rekja má, að því er fram kemur í skýrslu Grein- ingar Íslandsbanka, 45% af fjölgun starfa til ferðaþjónustunnar, eða sem nemur um 4.600 störfum. Til þessa verður hið opinbera að horfa. Fram til þessa hefur sjávarútvegur verið að- alatvinnuvegur þjóðarinnar og er vitaskuld enn einn af hornsteinum velferðar okkar – og verður vonandi svo um ófyrirséða framtíð. Til hans hefur því verið litið af hálfu stjórnvalda þegar kemur að tekjuöflun en jafnframt fyrir- greiðslu – ef þurfa hefur þótt í gegnum tíð- ina. Hið sama gildir nú um ferðaþjónustuna sem tekið hefur við sem sá atvinnuvegur sem aflar mestra gjaldeyristekna – og verður þá einkum að horfa til samgöngubóta og ör- yggisþáttar. Greining Íslandsbanka áætlar að í ár muni ferðaþjónustan afla sem svarar 342 milljörðum króna í gjaldeyri eða sem nemur 28,9% af áætluðum gjaldeyristekjum af útflutningi vöru og þjónustu á árinu. Til samanburðar var þessi hlutdeild 23,8% árið 2012 og 19,8% árið 2009 – svo sjá hversu mikil aukningin er. Óhjákvæmilegt er að taka tillit til slíkra breytinga – og sem betur fer gera auknar tekjur af ferðagreininni hinu opin- bera kleift að bregðast við. Njótið frídaganna, hvort heldur er heima eða heiman. Gleðilega páska. Páskahelgin – fyrsta ferðahelgi ársins – gengur í garð Bregðast verður við auknu álagi á þjóðvegum Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. AF ÖLLUM SÓFUM FJÖLMARGAR GERÐIR OG STÆRÐIR – SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á TEKK.IS 20-40 % SÓFADÖGUM LÝKUR Á LAUGARDAG HOPPER Tilboðsverð 236.000 kr. SUMMER Tilboðsverð 198.000 kr. ENZO grár Tilboðsverð 251.000 kr. LAND Tilboðsverð 220.000 kr. Opið: Skírdag 13–17 Föstudaginn langa, lokað Laugardag 11–18 Páskadagur lokað Annar í páskum lokað tekk company og habitat | kauptún 3 | sími 564 4400 | www.tekk.is www.lodur.is | 568 0000 15 stöðvar á landinu Opið alla Páskana! Kíktu til okkar á Fiskislóð 29 eða Dalvegi 22 Opið alla daga frá 08:00-19:00 Aðrar stöðvar opnar allan sólarhringinn 14 viðhorf Helgin 2.-5. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.