Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.04.2015, Síða 16

Fréttatíminn - 02.04.2015, Síða 16
dóttir og Margrét Helga Erlings- dóttir sem starfa innan lista- og hugsjónahópsins Barnings sem síðustu ár hefur unnið að velferðar- og jafnréttismálum, en þær til að mynda stofnuðu Facebook-hópinn „Kynlegar athugasemdir“ þar sem kynjamisrétti í samfélaginu var rætt opinskátt. Sá sem áreitti fékk fría pulsu „Ljóst er að kynferðislegt áreiti í garð starfskvenna í þjónustugeiran- um er landlægt vandamál sem þarf að taka á,“ segir Elín. „Það er hvorki viðunandi að fjöldi sagna sé virtur að vettugi né að hver saga sé af- greidd sem hending. Vandamálið er stórt og það er kerfisbundið,“ segir hún. Þær stofnuðu hópinn „Kyn- legar athugasemdir“ fyrir tæpu ári þegar Elín hafði verið að vinna á kaffihúsi og ofbauð sú áreitni sem hún varð fyrir í starfi sínu. „Fyrst hafði ég sagt vinkonum mínum frá þessu og þá kom í ljós að þær höfðu allar svipaða sögu að segja. Það virðist vera sama hvar ber niður, ef um er að ræða unga stúlku þá hef- ur hún reynslusögu um kynferðis- lega áreitni,“ segir Elín. Þótt ekki hafi verið lagt sérstaklega upp með það safnaðist mikill fjöldi af slíkum reynslusög- um saman í Kyn- leg um athuga - semdum. Þær Elín og Margrét munu vitna í þessar sögur í erindi sínu og brot af þeim er að finna hér þessari blaðsíðu. „Vinir mínir, strákar, hafa komið til mín eftir að þess- ar sögur fóru að birtast og sögu að þeir hefðu hrein- lega bara ekki áttað sig á því hvað ójafnréttið birtist víða,“ segir hún. Elín rifjar upp sögu af stúlku sem vann á bensín- stöð og neitaði að afgreiða fasta- kúnna eftir að hann hafði ítrekað áreitt hana. „Viðbrögð yfirmannsins voru þau að segja að hún gæti ekki valið sér viðskiptavini, og gaf mann- inum síðan fría pulsu og kók því stelpan vildi ekki afgreiða hann,“ segir Elín. Fréttatíminn sagði frá því í síð- ustu viku að árlega bærust að með- altali fimm tilkynningar til stærsta stéttarfélags landsins, VR, vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustað. Elín segir greinilegt að stúlkur og konur veigri sér við að fara áfram með þessi mál. „Þegar stelpur reyna að segja frá áreitni er þeim gjarnan sagt að taka þessu bara sem hrósi. Áreiti er aldrei hrós. Áreiti er alltaf áreiti,“ segir hún. Í lögum um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum er ekki minnst einu orði á kynferðis- lega áreitni. Þar er heldur ekki sagt til um hvernig bregðast skuli við þegar upp koma atvik þar sem kúnni sýnir af sér lítillækkandi hegðun í garð starfsfólks. Í núver- andi reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað eru engin úrræði sem snúa að samskiptum við við- skiptavini, aðeins er fjallað um sam- skipti starfsmanna á milli. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Starfsfólk í þjónustustörfum mikið áreitt kynferðislega Fyrsta íslenska rannsóknin á kynferðislegri áreitni á vinnustað stendur yfir en niðurstöður hennar verða kynntar á samnorrænni ráðstefnu sem haldin verður á Íslandi í sumar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ungt og reynslulítið fólk á vinnumarkaði berskjaldaðra fyrir áreitni. Í lögum um öryggi á vinnustöðum er hvergi minnst á kynferðislega áreitni. Ungum stúlkum er jafnvel sagt að taka því sem hrósi þegar þær eru áreittar kynferðislega. V ið þurfum að setja spurn-ingamerki við möntruna um að „kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér“ þegar viðskiptavinir eru farnir að áreita kynferðislega starfs- fólk í þjónustustörfum,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfs- greinasambandsins. „Oft er þetta ungt starfsfólk sem er reynslulítið á vinnumarkaði og er því berskjald- aðra gagnvart þessu áreiti,“ segir hún. Fyrsta íslenska rannsóknin Starfsgreinasambandið, í samstarfi við starfsgreinasamtök frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, standa fyrir samnorrænni ráðstefnu sem haldin verður á Íslandi þann 8. júní um kynferðislega áreitni í garð starfsfólks í framleiðslu- og þjón- ustustörfum. Ráðstefnan er fjár- mögnuð af NIKK, Norræna upplýs- ingasetrinu um kynjafræði, og fékk Starfsgreinasambandið 3,5 milljóna króna styrk þaðan til að halda ráð- stefnuna. Nú stendur yfir fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi á kynferð- islegri áreitni á vinnustöðum en hún er á höndum Félagsvísindastofn- unar og Rannsóknastofnun í jafn- réttisfræðum við Háskóla Íslands og verða niðurstöður hennar kynntar á ráðstefnunni, auk annarra nor- rænna rannsókna. Eygló Harðardóttir félagsmála- ráðherra setur ráðstefnuna en þar verða fjöldi fyrirlesara. Þeirra á meðal eru þær Elín Inga Braga- niðurhal einfalt ótakmarkað 6.990 ljósleiðari ljósnet vortex.is 525 2400 Reynslusögur úr íslenskum veruleika sem birtust upphaflega á Kynlegum athugasemdum Margrét Helga Steindórsdóttir Ég lenti í því að það kom rígfull- orðinn maður í sjoppuna þar sem ég var að vinna og bað um sjeik. Hann borgar sjeikinn og ég þarf að snúa mér við til að hræra hann. Þegar hann er tilbúinn sný ég mér við brosandi og ætla að rétta honum sjeikinn þegar hann segir: „Ég keypti þennan sjeik bara svo ég gæti horft á rassinn á þér“ og blikkar mig. Katrín Þöll Ingólfsdóttir Gallo „Já, þú mátt setja kortið hér í bara.“ Glott. „Hvar má ég stinga því/ honum inn segirðu?“ Vinnandi í þjónustustarfi á kvöldin er ég hreinlega löngu búin að missa tölu á því hversu oft ég fæ þetta svar þegar kemur að því að nota posann, karlar úr flest öllum stigum samfélagsins. Einn þeirra fór þá leið að setja það í og úr posanum til skiptis með tilheyrandi stunum.“ María Kristjánsdóttir „Taktu nú símann þinn úr rassvas- anum, rassinn þinn er ekki flottur ef þú ert með síma í vasanum ... og snúðu þér svo í hring.“ K.k. við- skiptavinur við mig þegar ég var að vinna á bar í vetur. Hertha Maria Richardt Úlfarsdóttir Ég vann á kaffihúsi/bar þar sem eigendurnir voru tveir. Annar þeirra var giftur en gat samt séð sér færi á því að áreita mig, til dæmis með því að læðast upp að mér þegar ég var við barinn og þrýsta sér upp að mér og hálf riðlast á mér. Nína Hjálmarsdóttir Síðasta sumar var ég að vinna á hóteli úti á landi og oft héngu rútubílstjórar á barnum þegar ég var að loka honum. Eitt sinn var ég óþreyjufull að klára svo ég segi einum að honum sé velkomið að taka bjórinn með sér upp á her- bergi. Hann: „Get ég ekki pantað þig líka með mér upp á herbergi, svona sæta og girnilega?“ Drífa Snædal, framkvæmda- stjóri Starfsgreinasam- bandsins, segir mikla umræðu hafa átt sér stað um innan verkalýðshreyfinga á Norðurlöndum um öryggi starfsfólks í þjónustustörfum eftir að Dominic Strass-Kahn var handtekinn eftir að hafa nauðgað herbergisþernu á hóteli. Mynd/Hari Merki ráðstefnunnar sem haldin verður 8. júní í Reykjavík. Elín Inga Bragadóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir stofnuðu Kynlegar athuga- semdir á sínum tíma og verða með erindi um öryggi kvenna í þjónustustörfum á ráðstefnunni í sumar. 16 fréttaskýring Helgin 2.-5. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.