Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.04.2015, Síða 31

Fréttatíminn - 02.04.2015, Síða 31
DAGSKRÁ OG SKRÁNING Á VEF SA FIMMTUDAGINN 16. APRÍL Í HÖRPU, SILFURBERGI, KL. 14-16 Sérstakur gestur fundarins er Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. 2015ÁRSFUNDUR ATVINNULÍFSINSGERUM BETUR Frægur baguettedrengur. með osti ofan á lauksúpu. Brauðið er ekki bara ómiss- andi hluti máltíða í Frakklandi heldur hluti af kjarnanum í franska búrinu. Sá sem á brauð, smjör, egg, hvítlauk, salt og pipar inn í skáp kemst langt með að elda franskan mat — eins og ólivíuolía, pasta, hvítlaukur, ansjósur, tómatur, salt og pipar gætu fleytt fólki langt inn í ítalska eldhúsið. Brauð er ekki alltaf brauð Það er óþarfi fyrir lang flest fólk að óttast gott brauð. Ef verksmiðju- brauð fer illa í fólk er það vegna þess að hveitið hefur ekki fengið að gerjast og deigið farið of þurrt inn í ofninn. Hveitið er því bæði óverkað og óeldað. Þess vegna fær fólk í magann. Með hefðbundum súr- deigsbakstri eða langri hefun með geri ummyndast hveitið. Það gerist hins vegar ekki við þriggja mín- útna hefun með efnafræðilegum aðferðum í verksmiðjunum. Það er líka grundvallaratriði að deigið sé nógu rakt til að hveitið nái að eldast í ofninum en ekki aðeins þorna. Verksmiðjubrauð er því allt önnur afurð en hefðbundið brauð. Og það er sorglegt hversu margt fólk neitar sér um að borða gott brauð af því það hefur vonda reynslu af vondu brauði. Það er álíka vitlaus ákvörð- un og að vilja ekki lesa ljóð vegna þess að símaskráin er leiðinleg. Endurreisn hefðbundins bakst- urs í frönskum brauðhúsum er því mikilsvert lýðheilsuátak. Það skiptir miklu máli að fólk borði almennt gott brauð – sérstaklega þjóð sem borðar eins mikið af því og Frakkar. Ef undirstaða mál- tíðanna brestur þá fellur náttúrlega allt annað með. Bæjarins besti bakari En áhugi á Frakka á baguettunni er ekki næringarfræðilegur. Hann er miklu fremur sögulegur og listrænn. Áherslan er á endurreisn gamalla aðferða og endurvakningu týndrar þekkingar annars vegar og hins vegar á hæfileika og listfengi bakarans. Parísarborg og bakarafélagið halda árlega keppni um hver sé bæjarins besti baguettubakari. Dómnefnd metur bragð, áferð, skorpu, ilm og bakstur á baguett- um frá um 150 bakaríum innan tutt- ugu hverfa Parísar. Sigurvegarinn fær smá peningaverðlaun en fyrst og fremst heiðurinn; auk þess sem hann bakar brauð fyrir forsetann í Élyséehöll í eitt ár. Bakarinn okkar upp á rue des Abbesses, Djibril Bodian í Le Gre- nier à pain, vann keppnina í síðustu viku og varð þar með fyrstur bak- ara til að sigra tvisvar. Hann vann líka 2010, þá aðeins 25 ára gamall. Bodian er því stjarna í París, korn- ungur innflytjandi frá Senegal sem er orðinn konungur baguettunnar, því franskasta af öllu frönsku. Hann varð númer þrjú í síðustu keppni um besta croissantið í París (ég mun segja ykkur seinna frá þeirri keppni og því brauði) og ætlar sér að ná enn lengra í ár. Hámark þróunar Þótt keppt sé í baguette tradition, það er hefðbundnum bakstri úr steinmöluðu hveiti með hægri gerjun og hefun; þá má enn fá hand- verksunnið gerbrauð úr alhvítu hveiti sumstaðar. Kosturinn við þau brauð er að skorpan verður þynnri, dekkri og stökkari en þegar hveitið er grófara og gerjunin hægari. Stundum freistast ég til að kaupa svona brauð því það er á vissan hátt ein af skárri niðurstöðum iðnbylt- ingarinnar – fyrir utan að vera glettilega gott. Þetta brauð er af- sprengi bæði efnafræðilegra fram- fara nítjándu aldar og vélvæðingar. Það var Louis Pasteur sem gerði þessa miklu lyftingu brauðsins og mýkt mögulega þegar hann upp- götvaði að það voru gerlar sem hef- uðu brauð, eins og það voru gerlar sem gerðu vín áfengt. Þetta leiddi til þess að ræktaðir voru upp gerlar sem hefuðu brauðið sem mest. Og baguettan er eiginlega hámark þeirrar þróunar; lengra varð ekki gengið í gerbakstri. Hvíta hveitið er afrakstur tækniþróunar nítjándu aldar í að skilja korn svo ekkert sitji eftir nema hvítan; bæði kímið og klíðið eru tekin frá. Skorpan er síð- an afrakstur vélvæðingar iðnbylt- ingarinnar. Það er ekki hægt að ná skorpunni svona þunnri og stökkri í eldofni heldur þarf að útbúa ofn sem úðar á skorpuna gufu á meðan brauðið bakast. Það seinkar því að skorpan myndast svo brauðið geti hefast sem mest og þegar ofninn hættir að úða síðustu mínúturnar verður til þessi dökka, þunna og stökka skorpa. En þótt þessar baguettur úr hvíta hveitinu, gerbakstrinum og úr ofn- unum með gufunum séu merki- legar og kostulega skemmtilegar þá er bragðið af þeim of eintóna til að þær keppi við bakstur sem byggir á hefðum sem ná aftur fyrir iðnbylt- ingu og Louis Pasteur; til þess tíma þegar fólk hefaði og bakaði sam- kvæmt arfleið sögunnar. Það hafði fullkomin tök á bakstrinum og gat kennt öðrum að gera eins en það gat ekki útskýrt hvað nákvæmlega fór fram í deiginu meðan það hefað- ist eða bakaðist. Það vissi hvernig en ekki hvers vegna. Svo þegar fólk áttaði sig á hvers vegna leiddi sú þekking fólk frá mikilvægustu kunnáttunni. En það er svo sem saga okkar tíma. matartíminn 31 Helgin 2.-5. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.