Fréttatíminn - 02.04.2015, Side 41
EITT ER VÍST: ALNO
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is
Sófinn Azul er hannaður af Kristínu
Sigurðardóttur innanhúshönnuði
fyrir Hönnunarmars. Hann breytist í
svefnsófa þegar púðarnir eru teknir frá.
Sófaborðið er hannað í stíl.
Framsækið alíslenskt hönnunarfyrirtæki
H önnunarhúsið Prologus er hugarfóstur Guðmundar Einarssonar sem var lærð-
ur iðnhönnuður frá Mílanó. Eftir að
Guðmundur féll frá tók eiginkona
hans, Fríða Björk Einarsdóttir, við
rekstrinum. Til að byrja með sinnti
hún fyrirtækinu á kvöldin og um
helgar en fyrir tveimur árum lét hún
af störfum í fjármálaráðuneytinu og
tók alfarið við rekstri Prologus.
Prologus hefur sérhæft sig á sviði
húsgagna- og innanhúshönnunar,
vöruþróunar og framleiðslu á hús-
gögnum og fylgihlutum fyrir fyrir-
tæki, stofnanir og heimili í 18 ár. „Í
dag bjóðum við upp á fjölbreytt úr-
val húsgagna og fylgihluta, meðal
annars stóla, sófa, ræðupúlt, úti-
húsgögn, bæklingastanda og skrif-
stofuhúsgögn auk þess að bjóða upp
á sérhannaðar lausnir,“ segir Fríða
Björk. Meðal verkefna sem Prologus
hefur tekið að sér má nefna veitinga-
staðinn Smurstöðina í Hörpunni og
menningarhúsið Hof á Akureyri.
Fríða Björk segir að kjöraðstæð-
ur séu á Íslandi fyrir hönnunarfyr-
irtæki vegna staðsetningar sinnar,
fjölda góðra handverksmanna, ná-
lægðar milli manna og trausts og
vilja til að vinna saman. „Við fram-
leiðum allar okkar vörur innanlands
og yfirleitt koma fjórir til fimm aðilar
að því að framleiða hvern hlut sem
er hannaður. Við leitumst eftir því
að fá hvern fagaðila sem bestur er á
sínu sviði til að sjá um hvert stykki.“
Prologus hefur einnig tekið þátt í
ýmsum skemmtilegum hönnunar-
viðburðum og sýndu til að mynda á
Hönnunarmars 2014 ásamt íslensk-
um húsgagnaframleiðendum sem
tóku sig saman og sýndu húsgögn.
heimili & hönnunHelgin 11.-13. október 2013 41
Leður og
marmari
Breska hönnunarfyrirtækið Noble
& Wood hanna blaðagrindina
Hnakkur eða Saddle. Fyrirtækið
leggur mikið upp úr handverki,
sígildu útliti og hágæða efnivið.
Noble & Wood vildu hanna falleg-
an hlut þar sem leður og marmari
fengu að njóta sín saman, en grind-
in er úr leðri, marmara og valhnetu.
Mikið var lagt upp úr því að ekki
sæist í neinar festingar og því var
útkoman sú að handsaumaður leð-
urpoki með vösum er lagður yfir
marmarakubb, eins og hnakkur.
Falleg íslensk hönnun
Fallegu Thermo bollarnir frá Svein-
björgu eru fullkomnir fyrir kaffi eða te.
Tveir bollar saman í kassa, halda vel
heitu og hitna ekki í gegn.
Fást í hönnunarverslunum um land allt,
m.a. hjá Dúku, Kraum, Epal, Eymunds-
son á Laugavegi, Akureyri og Flugstöð
Leifs Eiríkssonar og Garðheimum.
Sjá nánar sölustaði, heildarvöruúrval og
vefverslun á www.sveinbjorg.is
aGROOVE - tímalaus
dönsk hönnun sem
hljómar vel
Fallegur og nettur hátalari með frá-
bærum hljómi sem hægt er að nota
hvar sem er
Gæddur nýjustu gerð af rafhlöðu sem
endist 24 tíma
Tímalaus dönsk hönnun í bestu fáan-
legum gæðum
Bluetooth 3.0 og EDR + CSR
Fakó verzlun
Laugavegi 37
S: 568 0707
fako.is