Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.04.2015, Síða 42

Fréttatíminn - 02.04.2015, Síða 42
42 bílar Helgin 2.-5. apríl 2015  ReynsluakstuR BMW X5 Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Verð í tveggja manna herbergi kr. 98.900,- Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, íslensk fararstjórn og rúta til og frá flugvelli. Trans Atlantic sérhæfir sig í ferðum til Eystrasaltslanda. Upplýsingar í síma 588 8900 Úrval veitingahúsa, verslana (m.a. H&M) og kafhúsa. Næturlíf eins og það gerist best. Riga Lettlandi Stórfengleg borg Beint ug frá Keflavík og Akureyri 14.-17. maí gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn s ólin skein þegar ég sótti nýjan BMW X5 til reynsluaksturs og eftir að hafa ekið frá Sævar- höfða og niður í bæ hreinlega stóðst ég ekki freistinguna að keyra niður Laugaveginn í góða veðrinu og horfa á bílinn, og mig við stýrið, speglast í búðargluggunum. Því miður sá ég engan sem ég þekkti en þegar ég loks mætti renndi aftur í hlað fyrir utan skrifstofu Fréttatímans var þar sam- starfsmaður minn á útleið sem hafði á orði: „Þú ert eins og fín frú úr Ár- bænum.“ Hvað sem Árbænum líður þá sómdi bíllinn sér vel fyrir utan heima hjá mér í Vesturbænum um kvöldið. BMW X5 er jeppi – lúxusjeppi, það er nánast fáránlega gott að keyra hann og fann ekki fyrir því þegar ég keyrði yfir allar holurnar í malbikinu á götum borgarinnar. Satt að segja var það afar notalegt að fjaðra létt yfir holur sem dagsdaglega hafa valdið mér miklum óþægindum. Og gera nú aftur þegar ég er búin að skila BMW- inum. Þar sem ég er ekki há í loftinu kann ég alltaf sérstaklega vel að meta það þegar einfalt er að stilla ökumanns- sætið og ekki nóg með það heldur eru framsætin með minni þannig að ef ég ætti eiginmann, og þennan bíl, gætum við hjónin verið búin að festa okkar uppáhalds sætastillingar í minnið. Og ef ég ætti eiginmann yrði hann eflaust jafn þakklátur og ég fyrir sérstaklega skýra bakkmyndavél sem með litun- um grænum, gulum og rauðum gefur nálægð hluta í umhverfinu til kynna. En það er ekki nóg með það heldur færist hliðarspegillinn sjálfkrafa niður þegar maður setur í bakkgír og sér þannig sem allra best það sem fyrir aftan bílinn er. Bíllinn er auðvitað búinn hituðum framsætum, rafdrifnum afturhlera (sem ég reyndar opnaði óvart einn morguninn þegar ég var sest undir stýri), spólvörn og rafdrifinni hand- bremsu. Hægt er að velja um mismun- andi stillingar eftir því hvernig er ætl- unin að keyra – í boði er hefðbundin stilling, umhverfisvæn stilling og svo sportstilling. Eitthvað fyrir alla. Eins mikil klisja og mér finnst orðið „akstursánægja“ vera þá get ég sagt að akstursánægjan var gríðarleg hjá mér við stýrið á þessum bíl. Þetta var í fyrsta sinn sem ég ók BMW-jeppa og oft leið mér hreinlega eins og ég væri komin heim. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Fegurð og fjöðrun til fyrirmyndar BMW X5 er bíll sem er gaman að keyra, ekki bara af því það er svo þægilegt að keyra hann heldur líka því hann er svo fallegur. Þetta er rúmgóður lúxusjeppi, afar kraftmikill og öll útlitshönnun til fyrirmyndar. Nýr BMW X5 er einstaklega glæsilegur í útliti en það er ekki allt því það var hrein unun að keyra hann. Hönnunin á mælaborðinu er afar stílhrein. Í miðjunni er 6,5 tommu litaskjár þar sem meðal annar er hægt að tengja símann og tengjast stjórntölvu bílsins. ... þannig að ef ég ætti eiginmann, og þennan bíl, gætum við hjónin verið búin að festa okkar uppáhalds sætastillingar í minnið.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.