Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.04.2015, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 02.04.2015, Blaðsíða 60
M argrét Alice Birgisdóttir heilsumarkþjálfi mælir alltaf með því við við- skiptavini sína í upphafi þjálfunar að þeir hafi meltinguna í góðu lagi. „Meltingarstarfsemi er mitt hjart- ans mál og mér finnst sérstaklega mikilvægt að meltingarfærin starfi eins og þau eiga að gera. Ef bakt- eríuflóra líkamans er í ójafnvægi starfar líkaminn ekki eins og hann á að gera. Upptaka næringar, niður- brot fæðu og stór hluti ónæmiskerf- is okkar eru háð því að við viðhöld- um þessum aðstoðarher baktería. Bio Kult hefur reynst afar vel til að bæta starfsemi meltingarinnar.“ Laus við sjúkdómseinkenni Sjálf greindist Margrét með Colitis Ulcerosa eða sáraristilbólgu fyrir fjórtán árum. „Í dag er ég lyfja- og einkennalaus og hef verið það að mestu til margra ára. Ég er sann- færð um að bakteríurnar sem ég hef tekið í gegnum tíðina samhliða jákvæðum breytingum á lífsstíl hafi sitt að segja varðandi það hversu vel mér gengur.“ Bio-Kult Candéa og Bio-Kult Original Ef litið er til matarvenja þá hafa flest lönd ákveðna rétti sem inn- halda gerjaðan mat eða eru til þess fallnir að viðhalda náttúrlegri bakt- eríuflóru líkamans. „Fyrir þá sem ekki borða slíkan mat eru bakterí- ur í hylkjum það sem kemur næst. Ég mæli heilshugar með Bio-Kult, bæði Candéa með hvítlauk og greip fræjum til að halda einkenn- um niðri, og með Bio-Kult Orig- inal til að viðhalda batanum. Báð- ar tegundir hafa reynst mér vel.“ Bio-Kult Candéa-hylkin geta virk- að sem öflug vörn gegn candida- sveppasýkingu en hún getur komið fram með ólíkum hætti hjá fólki, til dæmis sem munnangur, fæðuóþol, pirringur og skapsveiflur, þreyta, brjóstsviði, verkir í liðum, mígreni eða ýmis húðvandamál. Bio-Kult fyrir alla Innihald Bio-Kult Candéa-hylkj- anna er öflug blanda af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og Grape Seed Extract. Bio-Kult Original er einnig öflug blanda af vinveittum gerlum sem styrkja þarmaflór- una. Bio-Kult Candéa og Bio-Kult Original henta vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólk- andi mæður, sem og börn. Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota vörurnar. Mælt er með Bio-Kult í Mælir heilshugar með Bio-Kult Bio-Kult er öflug blanda vinveittra gerla sem styrkja þarmaflóruna Bio-Kult Original og Bio-Kult Candéa: n Mikilvægt er að viðhalda réttri bakteríuflóru líkamans. n Bio-Kult reynist vel til að bæta meltinguna. n Hægt er að fá bakteríur úr fæðu en þeir sem borða ekki slíkan mat geta tekið bakteríur í hylkjum. n Margrét Alice mælir bæði með Bio- Kult Candéa og Bio-Kult Original. Margrét Alice Birgisdóttir heilsumark- þjálfi segir að mikilvægt sé að hafa meltinguna í góðu lagi. Hún mælir heilshugar með meltingargerlunum frá Bio-Kult. bókinni Meltingarvegurinn og geð- heilsa eftir Dr. Natasha Campbell- McBride. Unnið í samstarfi við Icecare  Í takt við tÍMann Eyþór Úlfar þórisson Geng eiginlega bara í fötum úr H&M Eyþór Úlfar Þórisson er 21 árs tónlistarmaður í dúettinum September auk þess sem hann spilar í þætti Svala og Svavars á Skjá einum. Eyþór Úlfar hefur áhuga á fótbolta, á ekki tölvu en syngur mikið í sturtunni. Staðalbúnaður Fatastíllinn minn samanstendur nánast eingöngu af fötum úr H&M en það læðast með nokkrar flíkur úr öðrum búðum eins og Suit RVK, Jack & Jones og fleirum. En alls gríns þá er örugglega 70% af fötunum mínum úr H&M. Svo er ég mikill Calvin Klein maður. Hugbúnaður Ég er að vinna á Skjánum í Skipholtinu sem hljóðmaður og kem fram í þætti Svala og Svavars. Svo erum við Birgir Steinn stórvinur minn saman í dúett- inum September og höfum við verið að spila svolítið í kringum það. Ég hef lítinn áhuga á einhverju hörku djammi en þykir voða fínt að kíkja með félögunum að horfa á enska boltann og fá sér 1-2 bjóra með. Ég hef einmitt mjög gaman af fótbolta þrátt fyrir nokkra vankunnáttu og reyni að kíkja með strákunum í bumbubolta tvisvar í viku. Bestu bíómyndir allra tíma eru Lord of the Rings-myndirnar en Breaking Bad og Friends deila saman efsta sætinu yfir bestu sjónvarpsþættina. Vélbúnaður Ótrúlegt en satt þá á ég hvorki fartölvu né borðtölvu en það er á dagskrá að fá sér eina slíka. Ég er í „Team Apple“ og læt iPhone 6+ duga mér fyrir allt sem ég þarf að gera á netinu. Svo er ég með eina PS4 sem ég nota til að horfa á þætti, myndir og fyrir leiki. Call of Duty, Fifa og GTA eru mínir leikir. Aukabúnaður Stjúpmamma mín gerir alveg sjúklega klúbbsamloku sem ég held mikið upp á. Svo gerir mamma líka alveg geðsjúkan pastarétt og þessir tveir réttir eru í mjög miklu uppáhaldi. Þegar ég fer út að borða þá finnst mér Fabrikkan þægilegur og góður staður en ef maður ætlar að taka út að borða á næsta stig þá finnst mér Apótek restaurant frábær. Af áhugamál- um mínum get ég nefnt tónlist, fótbolta, ferðalög og svo finnst mér alveg sjúklegt í snóker. Svo syng ég alveg svakalega mikið í sturtu! Ljósmynd/Hari Hljómsveitin Apparat Organ Quartet heldur tón- leika á KEX Hostel, fimmtudagskvöldið 9. apríl. Sveitin er að undirbúa ferðalag til Vesturheims, þar sem mun hún spila á tvennum tónleikum. Annars vegar í Toronto þar sem hún mun leika á Drake Hotel og hins vegar á NOW hátíðinni á Ís- lendingaslóðum í Winnipeg. Það ríkir mikil eftir- vænting í hópnum að skemmta á slóðum Vestur- Íslendinga. Apparat Organ Quartet hefur undanfarna mánuði verið að semja efni fyrir nýja plötu sem kemur væntanlega út síðar á árinu, og það verða nokkur splunkuný lög á dagskránni á KEX Hostel í næstu viku. Apparat hefur ekki komið mikið fram að undanförnu. Síðast lék sveitin á Karlsvöku sem haldin var í Eldborgarsal Hörpu í september á síðasta ári, og þar áður á Iceland Airwaves árið 2013. Það eru margir sem bíða með eftirvæntingu eftir næstu plötu kvartettsins en síðasta plata þeirra, Pólýfónía, kom út árið 2010. Tónleikarnir á KEX Hostel á fimmtudag hefjast klukkan 21. -hf  tónlEikar apparat á kEX Apparat til Kanada Apparat á Airwaves 2013. ... það verða nokkur splunkuný lög á dag- skránni á KEX Hos- tel í næstu viku. 60 dægurmál Helgin 2.-5. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.