Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.04.2015, Qupperneq 62

Fréttatíminn - 02.04.2015, Qupperneq 62
Magni borðar heima eftir páskana en um helgina kemur hann fram í Reykjavík, á Akureyri og á Siglufirði. Ljósmynd/Hari  TónlisT 7 Tónleikar á 4 dögum hjá magna ásgeirssyni Söngvarinn Magni Ásgeirsson segir páskana vera vertíð fyrir marga tónlistarmenn. Að minnsta kosti hefur hann undan- farin 16 ár unnið alla dagana og yfirleitt ekki séð fjölskylduna fyrr en seint á öðrum degi páska. Í ár syngur hann í Jesus Christ Superstar og í kóversveitinni Killer Queen. s ennilega hef ég eytt páskum síðast heima hjá mér þegar ég var 16 ára,“ segir Magni Ásgeirsson tónlistar- maður. „Ég var byrjaður að spila á böll- um í menntaskóla, en síðan 1999 hef ég ekki borðað með konunni minni um páska,“ segir Magni. „Þetta er bara vertíð í vinnunni minni. Við getum bara borðað páskamatinn saman á þriðjudag- inn,“ segir Magni. „Í gamla daga þegar maður var í rútuferðunum þá var maður ekkert viðræðuhæfur fyrr en á fimmtudeginum eftir páska. Bú- inn að búa í rútu í 5 eða 6 daga og spila jafnmörg böll. Þetta er að- eins öðruvísi í dag,“ segir Magni sem kemur fram á sjö tónleikum á fjórum dögum um páskana. Á skírdag er hann í uppfærslu á Jesus Christ Superstar sem verður flutt tvisvar í Eldborgarsal Hörpu, sem og í Hofi á Akureyri á föstudeginum langa. Á laugar- daginn fer hann með Queen sveit- ina sína Killer Queen og heldur tónleika á Rauðku á Siglufirði, og endar svo helgina með tvennum tónleikum á Græna hattinum með sömu sveit. „Við í Killer Queen spilum svona tvisvar á ári á Hatt- inum og það er alltaf fullt og mik- il stemning,“ segir Magni sem stofnaði sveitina ásamt félögum sínum fyrir sjö árum. „Þetta er svona spari saumaklúbbur.“ Hljómsveitin Á móti sól sem Magni hefur leitt í fjöldamörg ár hefur alltaf farið mikinn um páska, en ákváðu að taka frí í ár og þá myndaðist rými fyrir annað hjá Magna. „Þetta er bara vinnan mín og hún er alla daga ársins, líka um páska. Þess á milli er ég heimilisfaðir og svo rek ég tónlistarskólann Tónræktina á Akureyri ásamt öðrum,“ segir Magni. „Þetta passar allt saman mjög vel saman. Það er allavega nóg að gera fram á sumar en ég ætla samt að reyna að vera heima á Borgarfirði í júlí,“ segir Magni sem ásamt fjölskyldu sinni heldur utan um Bræðsluna á Borgarfirði eystri á hverju ári. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Hef ekki borðað heima um páskana í sextán ár Unnur Sara Eldjárn hefur sent frá sér sína fyrstu plötu. Hún heldur tónleika á Rósenberg síðar í mánuðinum. Ljósmynd/Hari  TónlisT unnur sara eldjárn sendir frá sér fyrsTu plöTu sína Engin pressa sem fylgir eftirnafninu Þ egar ég var 17 ára fannst mér eðlilegt markmið að gefa út mína fyrstu plötu 22 ára og það gekk eftir,“ segir Unnur Sara Eldjárn sem sendi frá sér sína fyrstu plötu á dögunum. „Platan átti að vera bara með sex lögum en vinn- an við hana gekk svo vel að í janúar ákvað ég að gera bara alvöru plötu,“ segir Unnur. Unnur Sara hefur, þrátt fyrir ungan aldur, haldið fjölda tónleika og tekið þátt í alls konar tónlistar- verkefnum. Hún hefur vakið athygli fyrir góða túlkun á lögum franska tónlistarmannsins Serge Gainsbo- urg en sú tónleikadagskrá var fyrst flutt á Þjóðlagahátíð á Siglufirði 2014. Gerð þessarar plötu var aðal- verkefni Unnar í vetur ásamt undir- búningi á burtfarartónleikum úr söngnámi við Tónlistarskóla FÍH sem hún lauk í mars. „Ég ætla að halda tónleika með Gainsbourg efninu á Rósenberg 14. apríl og svo aðra þann 23. með mínu eigin efni, líka á Rósenberg,“ segir Unnur. „Ég byrjaði að taka upp í ágúst á síðasta ári og hef svo unnið þetta hægt og rólega í samstarfi við Halldór Eld- járn, föðurbróður minn.“ Lögin á plötunni eru mjög fjöl- breytt en eitt þeirra tileinkar Unn- ur pabba sínum, gítarleikaranum Kristjáni Eldjárn, sem lést langt fyrir aldur fram. Unnur var níu ára þegar hann lést. Einnig samdi Unnur laglínu og texta yfir gítarupptöku frá honum sem hann hafði tekið upp þegar hann var við nám í Helsinki árið 1998. „Halldór fann þessa upptöku árið 2012 og við ákváðum að gera bara lag við þetta, þó upptakan standi líka alveg eins og sér,“ seg- ir Unnur. „Þetta er því samstarf okkar pabba.“ Unnur segir ekki mikla pressu fylgja eftirnafn- inu sem allir Íslend- ingar tengja við. „Nei, en ég er alltaf spurð hverra manna ég sé,“ segir Unnur. „Það er bara skemmti- legt.“ Fjöldi af hæfi- leikaríku tónlistar- fólki kom að gerð plötunnar og má þar nefna Ragnheiði Grön- dal og föðurbróður Unnar Söru, Halldór Eldjárn úr hljómsveit inni Sykur. Kjartan Kjartansson sá um upptökustjórn og hljóðblöndun. -hf Bruggarar mættu í gervi KISS Á Árskógsströnd er á ári hverju haldin rokkhátíð þar sem hljómsveitir og tónlistar- fólk úr nágrenninu kemur fram og skemmtir. Bruggverksmiðjan Kaldi, sem er á Ár- skógsströnd, er einn styrktarað- ila hátíðarinnar og er yfirleitt með eitt atriði á hátíðinni. Í ár voru það bruggararnir Sigurður Bragi Ólafsson, Þorsteinn Ingi Ragnarsson og Jón Geir Árnason sem æfðu eitt lag og komu svo fram í fullum skrúða sem hljóm- sveitin KISS. „Þetta er í þriðja sinn sem við erum með atriði og þetta verður ekki toppað held ég,“ segir Sigurður Bragi bruggari. „Við æfðum KISS-lagið God Gave Rock ń Roll To You og mættum í fullum herklæðum. Reyndar settu margir spurningarmerki við að við værum bara þrír, en ekki fjórir eins og orginallinn, en við sögðum að Ace Freihley hefði verið of fullur til þess að koma fram,“ segir Sigurður. „Við áttum salinn og við tókum þetta alla leið. það er aldrei að vita að við tökum á móti gestum í Kalda í fullum skrúða, sérstaklega ef KISS aðdáendaklúbburinn lætur sjá sig,“ segir Sigurður Bragi Ólafsson, bruggari hjá Kalda bruggverksmiðju. -hf José ósigraður Um síðustu helgi fór fram keppnin um Gull- klippurnar þar sem keppendur komu víðs vegar að og öttu kappi í rúningu sauðfjár. Meistari síðasta árs, José Gutierrez, sem er bóndi í Hvalfirði, varði titilinn og var það Englendingurinn Foulty Bush sem keppti gegn honum í úrslitum. José, sem kemur frá Uruguay, virðist því vera ósigrandi í þessari keppni. Keppnin fór vel fram og var margt um manninn á KEX Hostel. Ellen og fjölskylda á Rósenberg Tónlistarhjónin Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson halda, ásamt börnum sínum, tónleika á Cafe Rósenberg á laugar- dagskvöld. Ellen og Eyþór þarf vart að kynna en börnin þeirra fjögur hafa flest haslað sér völl í tónlist á undan- förnum árum. Systurnar Sigríður, Elísabet og Elín, starfa saman í hljómsveitinni Sísý Ey, sem hefur vakið talsverða athygli að undanförnu. Yngstur barna þeirra hjóna er Eyþór Ingi. Hann stundar nám í tónlistarskóla FÍH, leikur á ýmis hljóðfæri og semur raftónlist. Á efnisskrá tónleikanna verður tónlist úr ýmsum áttum, lög frá ferli hvers um sig og uppáhaldslög sem fjölskyldan hefur farið höndum um og gert að sínum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.30. Komdu á skauta um páskana Opnunartímar Skírdagur 17.apríl Föstudagurinn langi 18.apríl Laugardagur 19.apríl Páskadagur 20.apríl Annar í páskum 21.apríl kl.13-18 kl.13-18 kl.13-18 kl.13-18 kl.13-18 Skautahöllin í Laugardal · S.588 9705 skautahollin.is ír r 2. ríl kl. 3-18 t ri l i 3. ríl kl. 3-18 r r 4. ríl kl. 3-18 r 5. ríl kl. 3-18 r í 6. ríl kl. 3-18 62 dægurmál Helgin 2.-5. apríl 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.