Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.04.2015, Page 64

Fréttatíminn - 02.04.2015, Page 64
HELGARBLAÐ Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Hildur Einarsdóttir  Bakhliðin Með skugga- lega góðan húmor Nafn: Hildur Einarsdóttir. Aldur: 30 ára. Maki: Gunnleifur Gunnleifsson. Börn: Signý María 14, Ester Ósk 8, Gunnleifur Orri 6, Arnar Bjarki 4. Menntun: BS í Sálfræði með áherslu á markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Starf: Auglýsinga- og markaðsstjóri tímaritsins Glamour. Fyrri störf: Markaðsfulltrúi á visir.is Áhugamál: Mitt stærsta áhugamál er fótbolti og er ég gallharður stuðnings- maður Manchester United og Breiða- bliks. Ég nýti annars allan frítíma í að vera með fjölskyldu og vinum, og hef þá sérstaklega gaman af bústaðaferðum, útiveru og góðum spilakvöldum. Stjörnumerki: Vatnsberi. Stjörnuspá: Þú vilt endilega breyta rétt svo þú þarf að skoða allar hliðar málsins. Gefðu þér tíma til þess að fara í gegnum málin og skipuleggja framgang þeirra. Hildur er jákvæð með skuggalega góðan húmor. Hún þolir alls ekki óþarfa vesen og dramatík og ofhugsar sjaldan einfalda hluti,“ segir Hanna Steina Arnarsdóttir, vin- kona Hildar. „Hún hefur reyndar ekki vott af tímaskyni og er sér- fræðingur í að misreikna hvað hlutirnir taka hana langan tíma, en henni er fyrirgefið um leið og hún mætir brosandi á svæðið.“ Í síðustu viku kom fyrsta tölublað tíma- ritsins Glamour Ísland út. Tímaritið fjallar um tísku og lífsstíl og þykir hið glæsi- legasta. Markaðsstjóri tímaritsins er Hildur Einarsdóttir. Tímaritið er eitt af vinsælustu lífsstílstímaritum fyrir konur í heiminum og verður íslenska útgáfan af Glamour sautjánda erlenda útgáfan af tímaritinu. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlegur fjölmiðill kemur út í íslenskri útgáfu. Hrósið... ... fær Eiður Smári Guðjohnsen sem sneri aftur í íslenska landsliðið með stæl þegar hann skoraði og lék firnavel gegn Kasakstan. Flott fermingargjöf Laugavegur 45 Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is Verð 39.900,-

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.