Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.03.2015, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 20.03.2015, Blaðsíða 6
 R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I SYLVESTER stóll með krómfótum, margir litir, 13.990 kr. FULL BÚÐ AF SPENNANDI SMÁVÖRU! BROSTE skemill/sessa 3 litir, 2 stærðir, verð frá 18.990 kr. BROSTE kertaluktir mikið úrval Púðar og sængurföt í miklu úrvali Skuggabankastarfsemi felur í sér miðlun lánsfjármagns fyrir tilstilli aðila eða starfsemi utan hins hefðbundna bankakerfis sam- kvæmt skilgreiningu Alþjóðlega fjármálastöðugleikaráðsins, FSB.  Hagkerfi Skortur er á gögnum til að meta Skuggabankakerfið til Hlítar Skuggabankakerfið minna á Íslandi Umsvif skuggabankastarfsemi er minni hér á landi en að meðaltali erlendis. Skuggabankastarfsemi felur í sér miðlun lánsfjármagns fyrir tilstilli aðila eða starfsemi utan hins hefðbundna bankakerfis samkvæmt skilgreiningu Alþjóðlega fjármálastöðugleikaráðsins, FSB. Fjáreignir íslenska skuggabankakerf- isins eru um 8% af heildarfjáreignum aðila á fjármálamarkaði, um 25% af bankakerfinu á Íslandi og um 40% af vergri landsframleiðsku, VLF. Til sam- anburðar eru fjáreignir skuggabanka- kerfis heimsúrtaks FSB um 25% af heildarfjáreignum aðila á fjármálamark- aði, 46% af bankakerfinu og um 120% af VLF. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu nefndar um skuggabankastarfsemi sem skipuð af fjármála- og efnahagsáðherra í apríl 2014 og er aðgengileg á vef ráðu- neytisins. Þróun skuggabankastarfsemi hér á landi er áþekk því sem gerist erlendis, þó umsvif hennar hér séu hlutfallslega minni. Stærð skuggabankakerfa fylgir gjarnan umfangi annarrar fjármálastarf- semi. Því kemur ekki á óvart að hún dróst töluvert saman hér á landi eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008 eft- ir að hafa náð hámarki sínu stuttu áður. Í skýrslunni kemur fram að starfsemi Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða bera með sér marga eiginleika skuggabanka- starfsemi en opinber lánafyrirtæki, líf- eyrissjóðir, tryggingafélög, bankakerfið og fjármálaleg hliðarstarfsemi fyrir utan aðferðafræði FSB, við mat á stærð skuggabankakerfa. Líkt og víða erlendis er skortur á nægjanlega sundurgreinanlegum gögn- um til þess að hægt sé að meta umfang skuggabankastarfsemi hér á landi og áhættu sem henni fylgir með fullnægj- andi hætti. - eh a llar tillögur um verkfallsboðun voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta,“ segir Páll Halldórsson, formaður Bandalags háskólamanna, BHM. Páll kynnti síðdegis í gær, fimmtudag, niðurstöður rafrænnar atkvæðagreiðslu um aðgerðir til að knýja á um gerð kjara- samnings milli BHM-félaga og ríkisins. „Það er ánægjulegt að menn séu tilbúnir til að fylgja eftir kröfunum og það setur á okkur mikla pressu að fylgja þessum málum vel eftir,“ segir Páll og bendir á að þessi afgerandi niðurstaða þýði aðeins eitt: „Þetta þýðir bara að menn verða að drífa sig að semja og gera samning sem er í þá veru að háskólamenntun sé metin til launa, sem ekki hefur verið raunin hér á landi.“ Páll segir að í heild hafi verið yfir 80% þátttaka í atkvæðagreiðslunni, enn meiri hjá sumum aðildarfélögum og því greini- lega mikill áhugi á komandi kjarasamn- ingum. Samningar flestra BHM-félaga við ríkið runnu út um síðustu mánaðamót. Í viðræðum við ríkið segjast fulltrúar samn- inganefnda félaganna hafa upplifað nánast endurtekningu frá síðasta vetri á fundum með samninganefnd ríkisins nema hvað að í stað 2,8% launahækkunar sé boðið upp á allt að 3,5% hækkun sem fulltrúar BHM segja allt of lítið. Ef af verkfalli verður meðal félagsmanna BHM hefjast þau eftir páska og verða verkfallsaðgerðir bæði tímabundnar og ótímabundnar. Meðal þeirra sem þá myndu leggja niður störf eru ljósmæður, starfs- fólk Matvælastofnunar, Fjársýslu ríkis- ins og lögfræðingar hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Kjaradeila BHM við ríkið er aðeins ein af fjölmörgum óleystum kjaradeilum en tugir þúsundir launamanna í fjölda stétta eru kjarasamningslausir. Þeirra á meðal eru þeir sem tilheyra aðildarfélögum Starfs- greinasambandsins en SGS kynnti verk- fallsaðgerðir sínar í vikunni og verður kosið um þær fyrir páska en ef af verður geta þau verkföll, sem meða annars eru hjá starfs- fólki í framleiðslu, ferðaþjónustu og ræst- ingum, hafist 10. apríl. Nánar er rætt við Drífu Snædal, framkvæmdastjóra Starfs- greinasambandsins, á blaðsíðu 14. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  kjaramál PreSSa á SamningSaðila að ná Samningum BHM samþykkir verkfall Allar tillögur um verkfallsboðun félagsmanna BHM voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta. Verkfallsaðgerðir gætu hafist rétt eftir páska ef ekki næst að semja fyrir þann tíma. Páll Halldórs- son, formaður BHM, segir ánægjulegt að menn séu tilbúnir til að fylgja eftir kröfum sínum. Kjaradeila BHM við ríkið er aðeins ein af fjöl- mörgum óleystum kjaradeil- um. Páll Halldórsson, formaður Bandalags háskólamanna, segir afgerandi niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar setja mikla pressu á samningsaðila að ná góðum samningum og það sem fyrst. Ljósmynd/BHM 6 fréttir Helgin 20.-22. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.