Fréttatíminn - 20.03.2015, Blaðsíða 78
„Ég er alls ekki FH-ingur,“ segir Kristinn Óli Haraldsson, leikari og Haukamaður. Ljósmynd/Hari
Leikhús 15 ára hafnfirðingur Leikur í ÞjóðLeikhúsinu
Þjóðleikhúsið frumsýnir í næstu viku leikritið Fjalla-Eyvind og Höllu í leikstjórn Stefan Metz.
Einn af leikurunum er 15 ára Hafnfirðingur, Kristinn Óli Haraldsson. Kristinn segir það alger
forréttindi að standa á sviði með mörgum af þekktustu leikurum þjóðarinnar. Hann er mjög
áhugasamur um leiklistina og segist alveg geta hugsað sér að gera hana að ævistarfinu, en
segir sjálfur að það séu einhver ár í það að hann þurfi að taka ákvörðun um það.
Þ etta hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ segir Krist-inn Óli Haraldsson um
reynsluna af því að taka þátt í
Fjalla-Eyvindi og Höllu í Þjóðleik-
húsinu. „Ég leik hlutverk smalans
og það er nógu stórt hlutverk fyrir
mig,“ segir Kristinn þegar hann
er spurður um stærð hlutverksins.
„Það eru gríðarleg forréttindi að
standa með þessum goðsögnum á
sviði og mikil reynsla,“ segir Krist-
inn.
Hann er ekki alveg óreyndur
í leiklistinni. Hann lék í Óvitum
á síðasta ári í Þjóðleikhúsinu og
hefur tekið þátt í fjölmörgum upp-
ákomum í Sönglist, sem er leik-
listarskóli fyrir ungt fólk. Einnig
lék hann í kvikmyndinni Bjarn-
freðarson. „Ég lék Georg Bjarn-
freðarson þegar hann var ungur,“
segir Kristinn.
Kristinn er Hafnfirðingur og er
í tíunda bekk Hraunvallaskóla í
Hafnarfirði. „Ég er Gaflari í gegn,“
segir Kristinn. „Krakkarnir í skól-
anum eru ekkert að pæla í því sem
ég er að gera. Ég þarf svolítið frí og
hef fengið alveg ótrúlegan stuðn-
ing frá umsjónarkennaranum
mínum og öllum í kringum mig,
foreldrum mínum, ömmu og afa
og kærustunni,“ segir Kristinn
sem er kominn á fast. Hann klár-
ar grunnskólann í haust og hefur
ákveðna skoðun á því í hvaða skóla
hann fer. „Mig langar í Versló, þar
er listabraut og ég held að það sé
gaman að taka þátt í félagslífinu
þar. Það er spennandi og væri
draumur í dós að komast í þann
skóla,“ segir Kristinn. „Annars
kemur það bara í ljós. Ég er líka
að æfa fótbolta með þriðja flokki
Hauka og reyni að mæta á allar æf-
ingar þrátt fyrir stíft prógramm í
Þjóðleikhúsinu. Við erum að fara í
keppnisferð til Spánar í sumar og
ég ætla að reyna að komast með,“
segir Kristinn, sem var fljótur að
svara hvort hann væri FH-ingur.
„Ég er alls ekki FH-ingur,“ segir
Kristinn Óli Haraldsson, leikari og
Haukamaður.
Fjalla Eyvindur er frumsýndur
í Þjóðleikhúsinu í næstu viku og
allar upplýsingar um miðasölu
má finna á heimasíðu leikhússins,
www.leikhusid.is
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Fær góðan stuðning frá
fjölskyldunni og kærustunni
Björk á
tónleikum
í New York
í vikunni.
Ljósmynd/
NordicPhotos/
Getty
TónLisT fLeiri LisTamenn bæTasT í hópinn
Björk á Airwaves
Skipuleggjendur Iceland
Airwaves tilkynntu í vikunni
um fleiri listamenn sem koma
fram á hátíðinni í ár, en alls
verða þeir um 200. Stóru frétt-
irnar eru þær að Björk mun
halda tónleika í Eldborgarsal
Hörpu laugardaginn 7. nóvem-
ber á hátíðinni. Miðum á
tónleika Bjarkar verður dreift
til miðahafa Iceland Airwaves
án endurgjalds föstudaginn 6.
nóvember kl. 12 í Hörpu eftir
„fyrstur kemur, fyrstur fær“
reglunni. Eitt armband gildir
sem einn miði á Björk.
Einnig mun Bubbi
Morthens koma fram ásamt
hljómsveitinni Dimmu, en
þetta er í fyrsta sinn sem
Bubbi kemur fram á Airwaves.
John Grant mun einnig halda
tónleika ásamt Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands svo hátíðina mun
ekki skorta stóru nöfnin í ár.
Meðal annarra listamanna
sem kynntir voru til sögunnar
í vikunni eru Father John
Misty frá Bandaríkjunum, The
Pop Group frá Bretlandi, Norð-
mennirnir í Sea Change ásamt
íslensku sveitunum AmabA-
dama, Vök, Ylju, Mammút og
Agent Fresco.
Iceland Airwaves-hátíðin
verður haldin í sautjánda sinn
í ár, dagana 4. til 8. nóvember
og er undirbúningur í fullum
gangi. Miðasalan er hafin á
heimasíðu Iceland Airwaves
og hvetja skipuleggjendur
áhugasama um hafa hraðar
hendur en undanfarin ár hefur
selst upp á hátíðina í byrjun
september. -hf
Spíraðir hafrar
Glúteinlausir
Enginn viðbætur sykur
Hrein hráefni
www.rudehealth.is
Matreiðslumaðurinn Árni Ólafur
Jónsson vakti mikla athygli í sjón-
varpsþáttunum Hið blómlega bú
sem sýndir voru á Stöð 2 sumarið
2013. Í þáttunum hafði Árni gefið
starf sitt sem matreiðslumaður í
New York upp á bátinn og komið
sér fyrir í Árdal í Borgarfirði. Þar
lagði hann sig fram um að njóta
þess sem landið hafði upp á að
bjóða, ræktaði eigið grænmeti
og fleira í þeim dúr. Í kjölfarið var
svo gerð önnur þáttaröð þar sem
Árni dvaldist í Árdal að vetri til.
Árni er um þessar mundir búsett-
ur í Amsterdam ásamt kærustu
sinni. Þar eldar hann á stað
sem heitir Scandinavian
Embassy. „Þetta er kaffihús
þar sem boðið er upp á besta
kaffið í Amsterdam ásamt sí-
breytilegum skandinavískum
matseðli,“ segir Árni. Þrátt fyrir
að búa í Amsterdam vinnur
Árni ásamt samstarfsfólki
sínu að þriðju þáttaröðinni af
Hinu blómlega búi. Þau voru
fimm mánuði í tökum síðasta
sumar og nú er unnið að
eftirvinnslu þáttanna. Stefnt
er að því þáttaröðin verði
sýnd í vor.
Of Monsters and
Men í ræktinni
Meðlimir Of Monsters And Men
undirbúa um þessar mundir
tónleikaferð um allan heim
sem mun fylgja á eftir nýjasta
lagi þeirra Chrystals sem kom
út í vikunni. Nýjasta plata
sveitarinnar kemur út í sumar.
Greinilegt er að meðlimirnir
ætla að vera í góðu formi á
ferðalaginu því söngkonan
Nanna Bryndís hefur sést taka
á því í World Class Laugum
ásamt öðrum meðlimum
undanfarna daga. Tónleika-
ferðir eru örugglega líkamlegt
púl og ætlar OMAM greinilega
að vera tilbúin í ferðalagið.
Rökkurró á Húrra
Hljómsveitin Rökkurró sem vakti athygli fyrir plötuna
Innra um jólin, heldur útgáfutónleika
á Húrra í kvöld, föstudagskvöld.
Söngkona sveitarinnar Hildur Kristín
Stefánsdóttir vakti einnig mikla at-
hygli fyrir lagið Fjaðrir sem hún flutti
í Söngvakeppni sjónvarpsins
fyrr í vetur. Rökkurró mun
einnig halda aðra útgáfu-
tónleika á Græna hattinum
á Akureyri um næstu helgi.
Tónleikarnir á Húrra í
kvöld hefjast kl. 21.
Rick Astley í Hörpu?
Mjög háværar raddir hafa verið uppi þess efnis að
hjartaknúsarinn og látúnsbarkinn Rick Astley haldi
tónleika í Hörpu í maí. Þetta hefur ekki enn fengist
staðfest en talið er að tónleikarnir verði þann 1. maí.
Frægðarsól Astley skein skærast á níunda áratugnum
þegar smellirnir Never Gonna Give
You Up og Together Forever voru
vinsælustu lög um heim allan. Á
heimasíðu kappans segir að hann
sé á miklu tónleikaferðalagi um Bret-
land í sumar og talið er að hann ætli
að hita upp fyrir túrinn með tón-
leikum á Íslandi. Ef satt reynist
er þetta hvalreki fyrir íslenska
stuðbolta.
Árni fluttur til Amsterdam
78 dægurmál Helgin 20.-22. mars 2015