Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.03.2015, Blaðsíða 37

Fréttatíminn - 20.03.2015, Blaðsíða 37
 Hátíðarsíld. Ég tók þá skemmtilegu ákvörðun um jólin að fyrst ég væri orðin 26 ára ætti ég að byrja að borða síld. Ég keypti þessa krukku og setti mig í réttar stell- ingar með rúgbrauði og öllu en svo reyndist þetta bara ekki vera gott. Ég borða ekki síld og þessi krukka er þarna ennþá.  Sinnep. Geymist vel, eiginlega í allt of langan tíma. Allt í einu er maður kominn með alltof margar krukkur.  Lýsi. Það þarf alltaf að vera til. Við förum í búð þegar Lýsið er að verða búið. Nafn: Ylfa Helgadóttir. Starf: Einn eigenda veitinga- staðarins Kopar við höfnina og yfirkokkur þar. Er í Kokkalandsliðinu. Búseta: 101 Reykjavík. „Ég elda eiginlega aldrei heima hjá mér. Það er helst að maður geri beyglur, salöt og þess háttar hér,“ segir Ylfa Helgadóttir. „Það er bara þannig að þegar maður er í vaktavinnu er maður svo lítið heima. Ég er kannski að vinna frá níu á morgnana til 1-2 á nóttunni. Þá líða kannski 2-3 dagar án þess að ég opni ísskápinn. Þá þýðir lítið að eiga ferskan kjúkling þar. Við erum bara tvö þannig að þegar við erum heima er oft ódýrara að fara bara út að borða. En þetta breytist vonandi þegar ég eignast fjölskyldu. Mér finnst nefnilega gaman að elda, eins og gefur að skilja.“  Einstök White Ale. Þessi er í miklu uppáhaldi hjá okkur þessa dagana. Það skemmir ekki að Einstök er orðinn aðalbjórinn í Disney-garðinum, ég er mikil áhugamanneskja um Disney.  Kalkúnn. Þessi var á leið í ofninn þegar myndin var tekin. Ég er að fara til útlanda og gat kvatt fjöl- skylduna með nýelduðum mat.  Berjasaft. Við söftum alltaf og hér er stundum hálfur ísskápur af kræki- berja-, rabarbara- og rifsberjasaft. Við notum saft út á skyr á hverjum morgni.  Sultur. Við erum ægilega dugleg að gera sultur og chutney. Ég held að við höfum gert átta tegundir í fyrra. Við megum eiga það að við nýtum vel það sem er í garðinum, við erum af gamla skólanum hvað það varðar.  Egg. Þegar ég náði mér í kalkúninn hjá Reykjabúinu náði ég mér í egg í leiðinni. Maður getur verið eggjandi.  Sinnep. Þetta er heilkorna sinnep sem kemur frá vinum mínum í Innes. Þeir gáfu mér það til að prófa. Það er stundum verið að gauka að mér svona prufum.  Grænmeti og kryddjurtir. Ég rækta töluvert sjálfur af kryddjurtum og grænmeti. Ef þú hefðir talað við mig í júlí hefði ekki sést inn í skápinn. Á veturna versla ég í Bónus og hjá Banönum þegar ég er með veislur. Þá fæ ég stundum öðruvísi grænmeti en gengur og gerist. Nafn: Úlfar Finnbjörnsson. Starf: Matreiðslumeistari. Sjón- varpskokkur á ÍNN og víðar. Höfundur matreiðslubókanna Stóra bókin um villibráð og Stóru alifuglabókarinnar. Búseta: Mosfellsbær. „Ég er með þrjá ísskápa á heimilinu. Uppi, þar sem við borðum, er ég bara með hvítvín, öllara, skyr og það sem við borðum í morgunmat. Ég vinn svo niðri og er þar með flest mín tæki og tól,“ segir Úlfar Finnbjörnsson. Hann viðurkennir fúslega að það hvað sé á borðum á heimilinu mótist af því hverju hann vinnur þá stundina. „Þegar ég var að vinna Stóru alifuglabókina var sonur minn spurður hvort ekki væri alltaf æðis- legur matur hjá okkur. Hann sagði einfaldlega að heima hjá sér væri alltaf kjúklingur í matinn og yfirleitt upphitaður. Sprenglærði kokkurinn lætur sitt fólk borða upphitaða módelfugla,“ segir hann skellihlæj- andi. „En svo á ég líka stórleiki inni á milli.“ Ómissandi E N N E M M / S ÍA / N M 4 18 5 0 Hrein íslensk náttúruafurð ms.is við erum 37 Helgin 20.-22. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.