Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.03.2015, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 20.03.2015, Blaðsíða 72
Kristian Guttesen. Kristian Guttesen fagnar 20 ára skáldaafmæli á þessu ári en fyrsta bókin hans, Afturgöngur, kom út árið 1995. Af því tilefni er fyrirhugað að gefa út úrval ljóða skáldsins, sem skarta muni handfylli ljóða úr sérhverri bók af ferlinum. Til að standa straum af framleiðslu bókarinnar hefur Kristian hafið fjármögnun á Kar- olinaFund. Þar er hægt að kaupa í forsölu bókina: „Eilífðir - úrval ljóða 1995 - 2015“ og með því að leggja til andvirði 30 evra fæst bókin árituð og heimsend. Frá því Kristian var tvítugur hafa birst ljóð og sögur í tímarit- um og dagblöðum á Norðurlönd- um og hafa verk eftir hann verið þýdd á albönsku, dönsku, ensku, frönsku, indversku, norsku og spænsku. Hann með MA gráðu í ritlist og er að ljúka meistara- gráðu í heimspeki. Kristian er búsettur á Fljótsdalshéraði þar sem hann kennir ritun og siðfræði við Menntaskólann á Egilsstöð- um. - eh  LjóðList Kristian Guttesen Gerir upp feriLinn Eilífðir á skáldaafmæli  LeiKList sKáLmöLd í Landnámssetrinu É g er samantektarmaður. Vil bara helstið úr fréttum og stiklur af þessu helsta í þjóðfélaginu síað í gegnum Facebook. Þess vegna náði Einar Kárason mér gjörsamlega með hnitmið- uðum Skálmaldarbálki sínum. Því ég gat ekki, þrátt fyrir töluverðan áhuga, sett mig í stellingar og kynnt mér fornsögurn- ar okkar almennilega. Til þess eru þær bara of flóknar og þurfa yfirleitt yfirferð á námskeiði hjá Endurmenntunarstofnun. Það er ekki fyrir mig, í það minnsta ekki hérna mín megin við sextugt. Hef því frekar lesið um Sturlungu óbeint í gegnum hugarheim og rannsóknarvinnu Einars og nú bíð ég bara eftir myndunum – spenntur. En þangað til þær koma hef ég nú í tvígang lagt leið mína upp í Borgarnes og hlýtt á Einar gera efni bóka sinna skil á fjölum Landnámssetursins þar í bæ. Því þar er skautað jafnvel enn hraðar yfir sögu en í bókunum. Á dögunum var einmitt frumsýnd þar sýning byggð á lokakaflanum í bókaflokkn- um. Þó frekar mætti kalla hann upphafið þar sem Skálmöld fjallar um atburðina sem leiddu til Örlygsstaðabardaga og upphafs Sturlungaaldarinnar. Þetta ekki í fyrsta skiptið sem Einar stígur á stokk þarna í Borgarnesinu. Hann gerði Skáldi líka góð skil með hálfgerðum einleik. Nú er hann mættur aftur á fjal- irnar en að þessu sinni er ekki um einleik að ræða því Einar spilar út tvisti að þessu sinni. Nú býður okkar maður upp á kvöld- stund í Landnámssetrinu ásamt Júlíu Mar- gréti, dóttur sinni, þar sem þau kasta sög- unni á milli sín og skiptast á að segja frá í fyrstu persónu. Það verður að viðurkennast að ég var ögn stressaður fyrir viðbótinni. Að þarna væri verið að rugga bátnum og jafnvel raska því sem gekk vel upp síðast og var vel ferðarinnar virði. Það er skemmst frá því að segja að áhyggjur mínar voru óþarf- ar. Eplið hefur ekki fallið mjög langt frá eikinni að þessu sinni því hún Júlía stóð sig með stakri prýði. Sögumaður frá nátt- úrunnar hendi, eins og hún á kyn til. Sér- staklega var það fyrir hlé sem hún gerði kvenkyninu góð skil. Tókst að ljá kven- peningnum þarna á þrettándu öld sérlega skemmtilegan blæ. Sér í lagi þeim yngri. Unglingaveikir Sturlungar eru ekki endi- lega eitthvað sem Einari sjálfum hefði tek- ist að framkalla með góðu móti. Einar Kára, augljóslega stoltur af dóttur sinni og hennar þætti, var líka ljómandi góður sem fyrr. Enda sögumaður frá nátt- úrunnar hendi og það skín í gegn þarna á þröngu loftinu. Náði taki á salnum við fyrstu setningu og sleppti ekki fyrr en kvöldið var úti. Frumsýningin var mátulega heimilisleg og þar af leiðandi svo þægileg að allir litlir hnökrar sem óhjákvæmilega verða hjá til- tölulega óleiklærðu fólki skipta engu máli. Gera upplifunina bara betri. Það er skaut- að yfir efni bókarinnar á miklum spretti og feðginin kasta á milli sín persónum og atburðum. Sýningin er sterkari fyrir hlé. Máski vegna þess að uppbyggingin fyrir óhjákvæmilegan lokabardagann er skemmtilegri en niðurstaðan sjálf eða ein- faldlega að persónurnar eru betri í fyrrihlut- anum, einfaldlega úr meira efni að moða. Þegar á heildina er litið verður að segja að það er frábær kvöldstund að skella sér í pylsu og kók í einni af vegasjoppunum, nóg af þeim þarna uppfrá. Kíkja svo í Land- námssetrið, hlusta og horfa á þau feðginin spóla sig í gegn um aðdragandann að Ör- lygsstaðabardaga. Gestir keyra svo glaðir heim með blóðugan bardagann ferskan í minninu. Sýningin er ljómandi skemmtun. Í fyrsta lagi fyrir þá sem vilja kynna sér innganginn að Sturlungasögu á kvöld- parti og þá sem kunna söguna og vilja kynnast persónunum hennar nánar en sýningin er ekki síst fyrir þá sem vilja bara hlusta á Einar Kárason og Júlíu dótt- ur hans segja skemmtilega frá söguarf- inum okkar. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Skálmaldarfeðgin á fjölunum  skálmöld Einar Kárason og Júlía Margrét Einarsdóttir. Sýnt í Landnámssetrinu í Borgarnesi. leikhusid.is Konan við 1000° – HHHH „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Lau 21/3 kl. 19:30 28.sýn Sun 29/3 kl. 19:30 Lokas. Síðustu sýningar Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið) Fim 26/3 kl. 19:30 Frums. Fös 10/4 kl. 19:30 5.sýn Lau 18/4 kl. 19:30 9.sýn Fös 27/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 11/4 kl. 19:30 6.sýn Fös 24/4 kl. 19:30 10.sýn Mið 1/4 kl. 19:30 3.sýn Fim 16/4 kl. 19:30 7.sýn Fim 9/4 kl. 19:30 4.sýn Fös 17/4 kl. 19:30 8.sýn Eitt magnaðasta verk íslenskra leikbókmennta í uppsetningu Stefan Metz. Segulsvið (Kassinn) Sun 22/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 27/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 11/4 kl. 19:30 8.sýn Fim 26/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 10/4 kl. 19:30 7.sýn Nýtt leikverk eftir Sigurð Pálsson Konan við 1000° (Stóra sviðið) Fös 20/3 kl. 19:30 52.sýn Lau 28/3 kl. 19:30 Lokas. Aukasýningar á Stóra sviðinu. Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Sun 22/3 kl. 13:30 Sun 29/3 kl. 13:30 Sun 22/3 kl. 15:00 Sun 29/3 kl. 15:00 Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn! Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 21/3 kl. 14:00 Lau 28/3 kl. 14:00 Lau 21/3 kl. 16:00 Lau 28/3 kl. 16:00 Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fös 8/5 kl. 19:00 Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Mið 22/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Fös 24/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Sun 26/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Mið 29/4 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Fim 30/4 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Sun 3/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Þri 5/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Mið 6/5 kl. 19:00 Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Fim 7/5 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 21/3 kl. 13:00 Lau 11/4 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fös 20/3 kl. 20:00 Frums. Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Sun 22/3 kl. 20:00 2.k Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Þri 24/3 kl. 20:00 aukas. Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Mið 25/3 kl. 20:00 aukas. Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fim 26/3 kl. 20:00 3.k. Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Fös 27/3 kl. 20:00 4.k. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Sun 29/3 kl. 20:00 aukas. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Mið 8/4 kl. 20:00 5.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Fim 9/4 kl. 20:00 6.k. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Sun 17/5 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 21/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Þri 24/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 21/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Billy Elliot – HHHHH , S.J. Fbl. Nánari upplýsingar a www.hannesarholt.is Miðasala á midi.is Jazztónleikar 22.mars Anna Gréta Sigurðardóttir og félagar Tónleikar 24.mars Margrét Pálmadóttir og Kvennakórinn Cantabile Bókaspjall 25.mars Vilborg Davíðsdóttir Ástin, drekinn og dauðinn Dagskrá Hannesarholts 72 menning Helgin 20.-22. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.