Fréttatíminn - 20.03.2015, Blaðsíða 46
46 fjölskyldan Helgin 20.-22. mars 2015
Raunveruleg foreldragæði eru fólgin í sannleika af öllu tagi
Þ að blæs ekki byrlega fyrir barnafjölskyldum á Íslandi um þessar mundir. Við vinnum mun lengur á degi hverjum en nágrannar okkar á hinum Norðurlönd-unum en afköstin eru því miður um 20% minni heldur en tímalengdin segir
til um. Svo eru báðir foreldrar útivinnandi, fjöldi barna er meiri hérlendis hjá hverri
fjölskyldu en hjá nágrönnum okkar sem og fjöldi einstæðra foreldra. Niðurstaðan er
að foreldrar ungra barna á Íslandi búa við meira álag og streitu heldur en nágrannar
okkar og það eru börn og barnaheimili sem gjalda fyrir þessa samfélagsskekkju.
Þetta vita foreldrar og samfélagið allt – en ekkert gerist. Við ræðum þetta ekki einu
sinni því að það er orðið hallærislegt að hafa sektarkennd, þessa erfiðu óttatilfinningu um
að vera ekki nógu góð eða góður. Þvert á móti hreykjum við okkur af álaginu og berum
streituna með stolti eins og lárviðarsveig sjálfrar velgengninnar. Endalaust annríki,
síminn límdur á eyrað, hlaup milli funda, langir dagar - og bein útsending á okkur
sjálfum á samfélagsmiðlum sem staðfestir að við erum vinsæl, eftirsótt og umfram
allt; ofboðslega upptekin, stressuð og hress. Hvað getur klikkað?
Við þessar aðstæður óttumst við að ígrunda hvort við séum nógu góðir foreldrar
eða hreinlega hvort við erum nógu góð fyrir okkur sjálf. Ótti, sami ótti og í reynd
orsakar alla streituna okkar; óttinn við að ná ekki árangri, fá ekki nógu há laun,
standa sig ekki eins vel og aðrir, ráða ekki við verkefnin, tapa í samkeppni eða missa
vinsældir. Óttinn við að allt hið þekkta geti farið úrskeiðis og svo líka óttinn við hið
óþekkta. Við afneitum óttanum, dulbúum hann sem streitu og spennu, hlaupum
áfram sem hamstrar í hjóli og teljum okkur hafa allt undir traustri stjórn.
Síðan brettum við upp ermar og viljum líka halda börnunum okkar frá ótta og kvíða
og sorg og sársauka – af tómri ást til þeirra. Verðum nánast „of góðir“ foreldrar í við-
leitni okkar til að vernda börn frá lífinu sjálfu. Við gefum þeim tæki og tól til að þau
þurfi aldrei að láta sér ekki leiðast, eins hollt og það nú er. Við margtyggjum í þau að
það verði ekkert vont að fara til tannlæknisins jafnvel þótt okkur sé fullkunnugt um
annað. Við skömmum kennarana og skólana og vinina og foreldra vinanna ef barnið
okkar lendir í mótlæti, þessu andstreymi sem á að fylgja lífinu og þau verða að læra
að höndla. Við verndum og ofverndum barnið okkar frá sársauka og hlaupum til með
plástur og verkjapillur út af minnsta smáræði.
Svo koma stóru stundirnar þeg-
ar sársauki fjölskyldunnar er slík-
ur að illa gengur að breiða yfir og
halda börnum frá verkefnum lífsins.
Spurningar eins og „hvernig segi ég
barninu mínu að við hjónin séum
að skilja“, „á ég að segja barninu
mínu frá því að Sigga systir sé með
alvarlegt krabbamein“ eða „á barnið
mitt að fá að sjá afa sinn við kistu-
lagninguna“, eru algengari en ætla
mætti en ég svara alltaf á sama hátt:
„Segið barninu ykkar einfaldlega
sannleikann“. Þau hafa meiri skiln-
ing en við nokkru sinni höldum og
oftast vita þau líka meira en okkur
órar fyrir. Með réttu tungutaki,
tíma og ást má fara saman í gegn-
um sársaukann, börn mega sjá full-
orðna gráta og dauðinn á ekki að
vera feimnismál.
Raunveruleg foreldragæði eru
nefnilega ekki fólgin í feluleikjum,
heldur sannleika af öllu tagi – þess-
um sannleika sem ku einn geta gert
okkur öll frjáls og þar á meðal frjáls
frá ótta, afneitun og streitu.
Spurningar eins og „hvernig segi ég barninu mínu
að við hjónin séum að skilja“, „á ég að segja barninu
mínu frá því að Sigga systir sé með alvarlegt krabba-
mein“ eða „á barnið mitt að fá að sjá afa sinn við
kistulagninguna“, eru algengari en ætla mætti en ég
svara alltaf á sama hátt: „Segið barninu ykkar einfald-
lega sannleikann“.
Ertu „of gott“ foreldri?
Margrét
Pála
Ólafsdóttir
ritstjorn@
frettatiminn.is
heimur barna
Hvar býr Drakúla og hvernig
páfagaukar eru í Brasilíu?
Hvað finnst eyjaskeggjum á Fiji-
eyjum best að borða og hvar búa
snæuglur? Hversu stór er eigin-
lega Ástralía og hvað er hægt
finna margar tegundir af kengúr-
um þar? Hvaðan er Drakúla greifi
og hvaða tungumál eru töluð á
Indlandi? Þessum og mörgum
fleirum spurningum svarar bókin
KORT, myndskreytt ferðalag um
náttúru og menningu jarðar, sem
nýlega kom út hjá Forlaginu. Bók-
in samanstendur af fallega hand-
teiknuðum kortum af heimsálfun-
um og fjörutíu og tveimur löndum
og þau eru full af allskyns fróð-
leik og furðulegheitum. Þau sýna
ekki bara landamæri, borgir, ár
og hæstu tinda heldur líka sögu-
og menningarlega áhugaverða
staði, frægar persónur, helstu
dýr, plöntur, þjóðarrétti svo fátt
eitt sé nefnt. Það tók höfundana,
Pólverjana Alexöndru og Daniel
Mizielinscy, þrjú ár að klára þessa
skemmtilegu bók sem auk þess
að vera hafsjór að fallega mynd-
skreyttum fróðleik fyrir alla með-
limi fjölskyldunnar er tilvalin til
að sameina fjölskylduna í nota-
lega bókastund.
Mynd af Íslandi úr bókinni KORT,
myndskreytt ferðalag um náttúru
og menningu jarðar. Höfundar eru
Alexandra og Daniel Mizielinscy og í
henni er að finna 51 fallega mynd-
skreytt kort sem allir í fjölskyldunni
ættu að hafa gaman af.
36
53
-F
R
E
–
V
E
R
T.
IS