Fréttatíminn - 20.03.2015, Blaðsíða 66
66 matur & vín Helgin 20.-22. mars 2015
17. júní í Reykjavík 2015
Dagskráratriði óskast
Auglýst er eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir þjóðhátíðarskemmtun í
Reykjavík. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna- og fjölskylduskemmtunum á
sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum.
Í tilefni af afmæli kosningaréttar kvenna eru konur sérstaklega hvattar til að
sækja um.
Hægt er að sækja um flutning atriða, uppákomur og viðburði á vefnum
17juni.is en umsóknum má einnig skila í Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5,
101 Reykjavík á eyðublöðum sem þar fást.
Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 8. maí
Upplýsingar í síma 411 5502 eða á 17juni@reykjavik.is
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Bragðgóð
ofurfæða
Quinoa fræ eða kínva fræ eru
sannkölluð ofurfæða, sem er
heiti yfir mat sem inniheldur
óvenju mikið af næringar-
efnum en ekki svo mikið af
fitu og hitaeiningum.
Þ ótt þetta séu fræ er þau borð-uð eins og korn eða grjón, þar sem þau eru mjúk við suðu.
Rannsóknir á kínva hafa sýnt að
það inniheldur óvenju hátt magn af
próteini, steinefnum og andoxunar-
efnum og rannsóknir hafa bent til
þess að með reglulegri neyslu þá geti
það dregið úr matarlyst og lækkað
blóðþrýstinginn. Vinsældir kínva
hafa farið vaxandi en það er fyrst
og fremst vegna þess hversu nær-
ingarríkt það er og hversu auðvelt
það er að elda það, og það er hægt
að borða að með hvaða mat sem er.
Auk þess sem það er glúten-frítt og
afar trefjaríkt. Það er einfalt og fljót-
legt að sjóða kínva og jafnvel hægt
að sjóða stóran skammt fyrir alla
vikuna því oftast er það borðað kalt.
Steiktur kjúklingur með kínva og sveppum
Hráefni:
1 steiktur eða grillaður heill kjúklingur
1 sítróna
250 g af sveppum
1 bolli kínva
Klettasalat
krydd
Aðferð:
Kryddið kjúklinginn eftir smekk og
steikið í ofni í klukkustund, ásamt 1
sítrónu. Ágætt er að stinga nokkur göt
með gaffli í sítrónuna og stinga henni
inn í kjúklinginn ásamt fersku kryddi,
eins og rósmarín.
Sjóðið kínva í potti í 20 mínútur á lágum
hita.
Steikið sveppi á pönnu í smjöri, eða í
olíu.
Takið kjúklinginn út úr ofninum og skerið
í fjóra bita. Sneiðið sítrónuna í báta.
Blandið kínva og sveppum saman og
saltið og piprið eftir smekk. Setjið á
stóran flatan disk og leggið kjúklinga-
bitana og sítrónubátana ofan á. Skreytið
með klettasalati.
Kalt kínva salat með
appelsínum og avókadó
Hráefni:
2 msk ólívuolía
2 msk balsamik edik
1 appelsína, afhýdd og losuð í sundur
2 msk appelsínusafi
2 ½ bolli soðið kínva, kælt
2 ½ bolli klettasalat
1 avókadó, skorið í bita
2 msk saxaðar heslihnetur, (má sleppa)
Maldon salt
Aðferð:
Hrærið saman ólífuolíu, ediki, appelsínu-
safa og salti í stórri skal. Bættu kínva og
appelsínubitunum út í skálina og hrærðu
öllu saman. Blandaðu klettsalati og avó-
kadó varlega saman við svo það verði
ekki að klessu. Borið fram með söxuðum
heslihnetum.
Kínva með tómötum og
sveppum
Kínva er sett í pott með vatni og suðan
er látin koma upp. Setjið þá lok á pottinn
og stillið á lágan hita og látið malla í 20
mínútur.
Steikið sveppi á pönnu og leggið til hliðar.
Skerið græna papriku í bita og steikið a
pönnu, ekki of lengi.
Skrerið kirsuberjatómata í tvennt og gul-
rætur í strimla og saxið rauðlauk.
Blandið öllu vel saman og kryddið með
salti og pipar eftir smekk.
Hægt að borða heitt eða kalt.
Uppskrift fyrir 4
Innihald
2 msk ólívuolía
1 stk lítill laukur, saxaður
1 stk hvítlauksrif, saxað
10 stk sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
• rauðar chillíflögur á hnífsoddi
2 tsk ferskt tímían
3 msk tómatamauk
5 dl vatn
1 stk grænmetisteningur
1 ds niðursoðnir tómatar
1 stk lárviðarlauf
1½ dl matreiðslurjómi
• safi af 1 appelsínu
• sjávarsalt og svartur pipar
1 ds cannellinibaunir
• parmesanostur
mjólkurfroða
2 dl léttmjólk
Aðferð:
1. Steikið lauka í potti. Setjið sólþurrkaða
tómata, chillíflögur og tímían saman
við. Hrærið. Bætið tómatamauki, vatni,
grænmetisteningi, lárviðarlaufi og niður-
soðnum tómötum saman við. Hrærið.
Látið sjóða undir loki í 15 mínútur.
2. Fleygið lárviðarlaufinu og maukið
súpuna með töfrasprota eða í blandara.
Setjið aftur í pottinn ef notaður er
blandari. Setjið matreiðslurjóma saman
við og smakkið til með appelsínusafa,
salti og pipar.
3. Skolið baunirnar og látið renna vel af
þeim. Setjið út í heita súpuna. Ausið súpu
í bolla eða í litlar skálar.
4. Hitið mjólkina að suðu og hrærið frísk-
lega í með píski, þangað til hún verður að
froðu. Setjið mjólkurfroðuna varlega ofan
á súpuna með teskeið. Raspið loks smá
parmeseanosti yfir. Berið strax fram.
Uppskrift fengin af Gott í matinn
Höfundur Erna Sverrisdóttir
Tómatsúpa í bolla með hvítum
baunum og mjólkurfroðu