Fréttatíminn - 20.03.2015, Blaðsíða 19
segir hún.
Sársauki en líka húmor
Hystory er átakanlegt verk en þar
er einnig nóg af húmor. „Það þarf að
hafa húmorinn með. Það er margt
mjög fyndið en það er líka mikill
sársauki. Við tökum fyrir sársauka-
full samskipti kvenna. Þær þurfa að
horfast saman í augu við erfiða hluti
og eru ekki góðar hver við aðra. Ég
held að flestir kannist við það þeg-
ar maður hittir gamla vini frá ung-
lingsárunum, til dæmis á „reunion,“
og það koma upp gamlar tilfinn-
ingar, við förum í sama samskipta-
mynstrið og sömu hlutverkin,“ segir
Arndís.
Þær eru allar sammála um að
það skorti gjarnan bitastæð kven-
hlutverk í íslensku leikhúsunum
og því hafi þær í raun tekið málin
í eigin hendur í þetta skiptið. „Mér
finnst ég heldur ekki oft hafa séð
verk um konur sem eru að gera
upp unglingsárin,“ segir Arndís.
Og Birgitta leggur áherslu á að þó
ekki megi upplýsa hvert leyndarmál
kvennanna þriggja er fyrr en á leik-
sýningunni sjálfri sé leyndarmálið
sem slíkt ekki aðalatriðið heldur
hvernig þessar konur vinna úr for-
tíðinni, hvernig þeim hefur reitt af
og hvað það hafði mikil áhrif á líf
þeirra að eiga ekki sterkt bakland
sem unglingar. „Á sínum tíma voru
fá haldreipi og ef börn lentu í erfið-
leikum var ekkert net til að taka
á móti þeim. En við vitum aldrei
hvað er í gangi inni á heimilum og
þess vegna dæmum við stundum
unglinga án þess að þekkja sögu
þeirra. Það eiga allir leyndarmál.
Það er ekki allt sem sýnist,“ segir
Elma Lísa.
Frumskógur á skiptistöðinni í
Kópavogi
Allar eiga leikkonurnar það sameig-
inlegt að eiga ungar dætur og innan
tíðar blasa unglingsárin við þeim.
„Sem foreldri getur maður bara stýrt
ákveðnum hlutum. Maður getur til
dæmis ekki stýrt því í hvaða vina-
hópi þær lenda og hvernig þær mót-
ast af vinum sínum,“ segir Birgitta.
„Unglingsárin eru erfið. Þau voru
það allavega á skiptistöðinni í Kópa-
vogi. Þar þurfti maður að berjast til
að halda stöðu sinni. Þetta var frum-
skógur og ég get nýtt mér þann heim
vel í þessu verki,“ segir Arndís.
Bróðir Arndísar, Högni Egilsson
sem gjarnan er kenndur við Hjalta-
lín, sér um tónlistina í verkinu og
leikstjórinn er Ólafur Egill Egils-
son en þetta er í fyrsta sinn sem
hann leikstýrir í atvinnuleikhúsi.
„Það hefur verið virkilega gaman
að vinna með Ólafi og hann er líka
svo auðmjúkur gagnvart þessu við-
fangsefni, tilfinningum kvenna,“
segir Birgitta. „Við erum mjög ber-
skjaldaðar á sviðinu með þessar
konur. Það verður spennandi og
mjög fróðlegt að sjá hvernig þetta
leggst í fólk,“ segir hún.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
V ið erum mjög spenntar að sýna þetta en við erum líka hræddar,“ segir leikkonan
Elma Lísa Gunnarsdóttir en hún
leikur í verkinu Hystory sem frum-
sýnt verður í Borgarleikshúsinu
föstudaginn 27. mars. Verkið fjallar
um þrjár konur um fertugt sem hitt-
ast eina kvöldstund og gera upp
skelfilegt leyndarmál úr fortíðinni.
en þó á kómískan hátt. Með önnur
hlutverk fara þær Arndís Egilsdóttir
og Birgitta Birgisdóttir. „Þetta eru
reiðar konur og það hefur alltaf verið
svolítið tabú. Það þykir ekki fínt að
vera reið kona eða reið stelpa, og það
þykir ekki kvenlegt að vera reiður.
Reiðar konur eru óþægilegar,“ segir
Arndís.
Vanræktar unglingsstúlkur
„Þessar þjár konur voru æsku-
vinkonur. Þær voru búnar að vera
bestu vinkonur síðan þær voru 6 ára
en þegar þær voru 15 ára verður at-
burður í lífi þeirra sem verður til þess
að þær hætta að tala saman og fara
hver í sína áttina,“ segir Arndís en
konurnar þrjár eru ekki einu sinni
vinkonur á Facebook sem segir ansi
mikið í nútímasamfélagi. „Þetta voru
vanræktar unglingsstúlkur og í raun
voru þær þrjár eins konar fjölskylda,“
segir hún. „Ein af þeim, Dagný sem
ég leik, er búin að reyna að vinna í
sínum málum. Hún er í mannrækt-
arsamtökum og ákveður að bjóða
þessum gömlu vinkonum sínum
heim eitt kvöld. Verkið gerist á þessu
eina kvöldi, með innliti til fortíðar,
þar sem þessar ólíku konur hittast í
fyrsta skipti í 25 ár,“ segir Elma Lísa.
„Þær eiga það sameiginlegt að vera
allar mjög brotnar og hafa geymt
leyndarmál með sér öll þessi ár án
þessa að vinna úr því,“ segir hún, og
Arndís bætir við: „Þetta fjallar líka
um æskuna, unglingsárin og hvernig
maður getur eyðilagt líf.“
Arndís og Elma Lísa eru stofnend-
ur leikhópsins Sokkabandið sem hef-
ur frá upphafi haft það að markmiði
að stuðla að nýsköpun í íslensku leik-
húsi. Að þessu sinni fengu þær Birg-
ittu til liðs við sig og þríeykið setti
sig síðan í samband við skáldkon-
una Kristínu Eiríksdóttur og báðu
hana að skrifa handrit. „Við vorum
með ákveðna hugmynd, Kristín var
með ákveðna hugmynd og við mætt-
umst á miðri leið. Kristín byrjaði að
skrifa þetta fyrir rúmu ári þannig
að verkið hefur fengið að gerjast
vel,“ segir Birgitta en þess má geta
að Kristín var tilnefnd til íslensku
bókmenntaverðlaunanna í ár í flokki
fagurbókmennta fyrir ljóðabók sína
Kok. Elma Lísa segist lengi hafa
verið heilluð af verkum Kristínar.
„Þegar ég las skáldsöguna Hvítfeld
fannst mér henni takast einstaklega
vel til með persónusköpunina. Pers-
ónurnar hennar eru svo marglaga,“
Ég hef ekki séð þær
í 25 ár. Eða, ég sé
Lilju stundum. Við
heilsumst en ekkert
meira en það. Af
hverju tölum við
ekki saman? Við
vorum einu sinni
bestu vinkonur.
viðtal 19 Helgin 20.-22. mars 2015
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
4-
24
46
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“
á Facebook
Vetrarríkið er þitt
Mercedes-Benz GLA sportjeppinn nýtur sín ekki síður í hálku og sköflum vetrarríkisins en á auðu
og þurru malbiki. Þar kemur 4MATIC aldrifskerfið sterkt inn og skilar þér þangað sem þú ætlar.
Mercedes-Benz GLA er búinn öllum nýjasta öryggis- og akstursbúnaði sem Mercedes-Benz
hefur kynnt undanfarið auk þess sem öll hönnun bílsins er til fyrirmyndar.
Komdu og reynsluaktu GLA-Class og upplifðu íslenskt vetrarríki á nýjan hátt
Mercedes-Benz GLA-Class 4MATIC kemur þér þangað sem þú vilt
GLA 200 CDI, 4MATIC aldrifsbúnaður, 7 þrepa
sjálfskipting, 136 hö., dráttargeta 1.800 kg.
Eyðsla frá 4,9 l/100 km í blönduðum akstri.
Verð frá 6.420.000 kr.