Fréttatíminn - 20.03.2015, Blaðsíða 44
44 ferðalög Helgin 20.-22. mars 2015
Kristján
Sigurjónsson
kristjan@turisti.is
Framboð á ferðum til Spánar hefur aukist töluvert í ár og af fréttum að dæma þá
eru margir að velta fyrir sér ferðalagi þangað næstu misseri. Ljósmynd/NordicPhotos/
Getty
Margir að spá í Spán
Af fréttum að dæma þá fara
vinsældir Spánar meðal ís-
lenskra túrista ekki þverrandi.
Framboð á ferðum þangað
hefur ólíklega verið meira en
það er í ár.
Í lok þessa mánaðar hefjast sum-aráætlanir flugfélaganna og þá bjóðast á ný reglulegar áætlun-
arferðir til meginlands Spánar. Flug
WOW air og Primera Air til Alic-
ante hefst fyrir páska og lýkur ekki
fyrr en í október og það nýta ferða-
skrifstofurnar Heimsferðir, Úrval-
Útsýn og Vita sér til að bjóða upp á
alls kyns pakkaferðir til svæðanna
í kringum Alicante. Flugumferð
milli Íslands og Kanaríeyja eykst
svo þó nokkuð frá og með páskum
því þá verður flogið þrisvar í viku til
Tenerife. Auk þess er líka flogið til
Las Palmas. Í heildina verður því
pláss fyrir mörg hundruð farþega í
hverri viku í vélunum sem fljúga til
Kanaríeyja frá og með vorinu. Þetta
er mun meira framboð á sætum en
á sama tíma fyrra.
Barcelona fyrr en áður
Höfuðstaður Katalóníu er ein vinsæl-
asta ferðamannaborg heims en þrátt
fyrir það hefur framboð á flugferðum
þangað frá Keflavíkurflugvelli nær
alltaf einskorðast við sumarið. Í ár
byrjar spænska lággjaldaflugfélagið
Vueling hins vegar vertíð sína hér á
landi strax í byrjun maí og WOW air
um miðjan þann mánuð. Bæði fyrir-
tækin gera ráð fyrir að fljúga þangað
fram í lok október og yfir sumarið
blanda Icelandair og Primera Air sér
í samkeppnina um farþega á þessari
leið. Í ár verður því úr miklu fleiri
ferðum til Barcelona að velja en síð-
ustu ár. Hins vegar er Madrídarflug
Icelandair ennþá í föstum skorðum
og úr fáum ferðum að velja yfir há-
sumarið. Til Malaga verður hægt að
fljúga beint með Primera Air nokkr-
um sinnum í mánuði í sumar og út
september.
Mallorca á boðstólum á ný
Um langt skeið streymdu íslenskar
fjölskyldur í frí til Mallorca. Sólareyj-
an varð hins vegar of dýr áfangastað-
ur fyrir íslenska ferðalanga árin eftir
hrun en í sumar verður á ný boðið
upp á fjölda ferða þangað. Ferðaskrif-
stofurnar Vita og Úrval-Útsýn eru
báðar með Mallorca á boðstólum og
Íslendingar verða því aftur sýnilegir
í strandbæjunum Santa Ponsa, Sa
Coma og Alcudia líkt og á árum áður.
Þeir sem vilja heldur fara um eyjuna
á eigin vegum geta keypt flugmiða
án gistingar hjá ferðaskrifstofunum.
Eins og sjá má þá hefur bæst veru-
lega við úrvalið af Spánarferðum í
sumar og áhugavert að sjá hvort þessi
þróun haldi áfram á næsta ári. Margir
myndu líklega fagna því að geta flog-
ið reglulega til Andalúsíu og jafnvel
Baskalands yfir sumarið. En áætl-
unarflug til þessara svæða og vetrar-
flug til Barcelona gengur sennilega
ekki upp nema að Spánverjar sjálfir
nýti sér það í miklum mæli. Vélarnar
sem fljúga til Alicante og Kanarí eru
til að mynda nær eingöngu skipaðar
íslenskum farþegum.
Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is
SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP
Breyttu sjónvarpinu í SmartTV og
vafraðu á netinu, kíktu á Facebook
eða tölvupóstinn, spilaðu kvikmyndir
og tónlist af heimaneti, interneti eða
YouTube, þúsundir forrita og leikja.14.900
ANDROIDSMARTTV
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
5
-0
6
0
8
Stuðningur við
fatlaða og stríðs-
hrjáða í Afganistan
Fimmtudaginn 26. mars mun Alberto Cairo
yfirmaður sjúkrahúsa og stoðtækjaverkstæða
Alþjóða Rauða krossins fyrir fatlaða í
Afganistan segja fá mögnuðu starfi sínu í 23 ár.
Alberto hefur haldið hjálparstarfinu gangandi
þó að allt í kring hafi geisað átök og styrjaldar-
hörmungar. Saga hans, og ekki síður
skjólstæðinga hans, er áhrifarík og heillandi.
Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 8.30 í húsi
Rauða krossins, Efstaleiti 9. Allir velkomnir.
Skráning á raudikrossinn.is
Hátíska og hámenning í Mílanó
M ílanó er nyrsta stórborg Ít-alíu og sú nútímalegasta. Borgin er fjármálamiðstöð
Ítalíu og ein af þremur helstu tísku-
borgum heims svo þar er heldur bet-
ur hægt að kaupa hátískufatnað frá
frægum ítölskum tískuhúsum eins
og Gucci, Prada og Dolce & Gabb-
ana. Í Mílanó mætast tíska, hönnun
og myndlist á heimsmælikvarða.
Hið sögufræga verk, Síðasta
kvöldmáltíðin eftir Leonardo da
Vinci, má sjá í kirkjunni Santa
Maria delle Grazie en margar
dularfullar sögur ganga um þetta
mikilfenglega listaverk. Í Mílanó
má einni finna hina sögufrægu og
gríðarstóru dómkirkju Duomo di
Milano sem tók tæpar sex aldir að
byggja. Kirkjan er akkúrat í miðju
borgarinnar og svo virðist sem Míl-
anó breiði úr sér í hring í kringum
kirkjuna. Mörg skemmtileg versl-
unarsvæði eru í Mílanó og skammt
frá Duomo er eitt hið þekktasta
sem kallast Tískuþríhyrningurinn,
en þar er elsta verslunarmiðstöð í
heimi, glerhvelfingin Gallerie Vitt-
orio Emanuele II. Hún opnaði árið
1867 og var sú fyrsta sinnar tegund-
ar í heiminum. Þeir sem eru með
ofnæmi fyrir dýrum merkjavörum
ættu að skella sér í búðirnar á Corso
di Porta Ticinese, Brera, Corso Ver-
celli eða á Isola svæðið fyrir aftan
Garibaldi lestarstöðina. Þar er hægt
að versla í minni búðum sem ekki
létta pyngjuna jafn mikið.
Ef ítalskt stórborgarlíf og mögnuð
endurreisnarlist heilla ekki er vert
að minna á skammt norðan Mílanó
eru hin fögru vötn Maggiore, Como
og Lugano og ítölsk sveitaróman-
tík eins og hún gerist best. Fyrir þá
sem þurfa mikla spennu og hraða
í sumarfríið er upplagt að kíkja til
Monza sem er enn styttra frá og taka
hring með ökumanni á hinni frægu
kappaksturbraut. Þeir sem vilja sjá
alvöru formúlukappakstur ættu að
bóka flug í kringum 6. september.
Fljúgðu með WOW air til Mílanó.
Kíktu í búðir, njóttu apertivo í sól-
inni og hins ljúfa lífs. Við hlökkum
til að sjá þig! Verð frá 14.999 kr.
Unnið í samstarfi við
WOW air
Ljósmynd: Thinkstockphotos.com