Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.03.2015, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 20.03.2015, Blaðsíða 44
44 ferðalög Helgin 20.-22. mars 2015 Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is Framboð á ferðum til Spánar hefur aukist töluvert í ár og af fréttum að dæma þá eru margir að velta fyrir sér ferðalagi þangað næstu misseri. Ljósmynd/NordicPhotos/ Getty Margir að spá í Spán Af fréttum að dæma þá fara vinsældir Spánar meðal ís- lenskra túrista ekki þverrandi. Framboð á ferðum þangað hefur ólíklega verið meira en það er í ár. Í lok þessa mánaðar hefjast sum-aráætlanir flugfélaganna og þá bjóðast á ný reglulegar áætlun- arferðir til meginlands Spánar. Flug WOW air og Primera Air til Alic- ante hefst fyrir páska og lýkur ekki fyrr en í október og það nýta ferða- skrifstofurnar Heimsferðir, Úrval- Útsýn og Vita sér til að bjóða upp á alls kyns pakkaferðir til svæðanna í kringum Alicante. Flugumferð milli Íslands og Kanaríeyja eykst svo þó nokkuð frá og með páskum því þá verður flogið þrisvar í viku til Tenerife. Auk þess er líka flogið til Las Palmas. Í heildina verður því pláss fyrir mörg hundruð farþega í hverri viku í vélunum sem fljúga til Kanaríeyja frá og með vorinu. Þetta er mun meira framboð á sætum en á sama tíma fyrra. Barcelona fyrr en áður Höfuðstaður Katalóníu er ein vinsæl- asta ferðamannaborg heims en þrátt fyrir það hefur framboð á flugferðum þangað frá Keflavíkurflugvelli nær alltaf einskorðast við sumarið. Í ár byrjar spænska lággjaldaflugfélagið Vueling hins vegar vertíð sína hér á landi strax í byrjun maí og WOW air um miðjan þann mánuð. Bæði fyrir- tækin gera ráð fyrir að fljúga þangað fram í lok október og yfir sumarið blanda Icelandair og Primera Air sér í samkeppnina um farþega á þessari leið. Í ár verður því úr miklu fleiri ferðum til Barcelona að velja en síð- ustu ár. Hins vegar er Madrídarflug Icelandair ennþá í föstum skorðum og úr fáum ferðum að velja yfir há- sumarið. Til Malaga verður hægt að fljúga beint með Primera Air nokkr- um sinnum í mánuði í sumar og út september. Mallorca á boðstólum á ný Um langt skeið streymdu íslenskar fjölskyldur í frí til Mallorca. Sólareyj- an varð hins vegar of dýr áfangastað- ur fyrir íslenska ferðalanga árin eftir hrun en í sumar verður á ný boðið upp á fjölda ferða þangað. Ferðaskrif- stofurnar Vita og Úrval-Útsýn eru báðar með Mallorca á boðstólum og Íslendingar verða því aftur sýnilegir í strandbæjunum Santa Ponsa, Sa Coma og Alcudia líkt og á árum áður. Þeir sem vilja heldur fara um eyjuna á eigin vegum geta keypt flugmiða án gistingar hjá ferðaskrifstofunum. Eins og sjá má þá hefur bæst veru- lega við úrvalið af Spánarferðum í sumar og áhugavert að sjá hvort þessi þróun haldi áfram á næsta ári. Margir myndu líklega fagna því að geta flog- ið reglulega til Andalúsíu og jafnvel Baskalands yfir sumarið. En áætl- unarflug til þessara svæða og vetrar- flug til Barcelona gengur sennilega ekki upp nema að Spánverjar sjálfir nýti sér það í miklum mæli. Vélarnar sem fljúga til Alicante og Kanarí eru til að mynda nær eingöngu skipaðar íslenskum farþegum. Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP Breyttu sjónvarpinu í SmartTV og vafraðu á netinu, kíktu á Facebook eða tölvupóstinn, spilaðu kvikmyndir og tónlist af heimaneti, interneti eða YouTube, þúsundir forrita og leikja.14.900 ANDROIDSMARTTV H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5 -0 6 0 8 Stuðningur við fatlaða og stríðs- hrjáða í Afganistan Fimmtudaginn 26. mars mun Alberto Cairo yfirmaður sjúkrahúsa og stoðtækjaverkstæða Alþjóða Rauða krossins fyrir fatlaða í Afganistan segja fá mögnuðu starfi sínu í 23 ár. Alberto hefur haldið hjálparstarfinu gangandi þó að allt í kring hafi geisað átök og styrjaldar- hörmungar. Saga hans, og ekki síður skjólstæðinga hans, er áhrifarík og heillandi. Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 8.30 í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9. Allir velkomnir. Skráning á raudikrossinn.is Hátíska og hámenning í Mílanó M ílanó er nyrsta stórborg Ít-alíu og sú nútímalegasta. Borgin er fjármálamiðstöð Ítalíu og ein af þremur helstu tísku- borgum heims svo þar er heldur bet- ur hægt að kaupa hátískufatnað frá frægum ítölskum tískuhúsum eins og Gucci, Prada og Dolce & Gabb- ana. Í Mílanó mætast tíska, hönnun og myndlist á heimsmælikvarða. Hið sögufræga verk, Síðasta kvöldmáltíðin eftir Leonardo da Vinci, má sjá í kirkjunni Santa Maria delle Grazie en margar dularfullar sögur ganga um þetta mikilfenglega listaverk. Í Mílanó má einni finna hina sögufrægu og gríðarstóru dómkirkju Duomo di Milano sem tók tæpar sex aldir að byggja. Kirkjan er akkúrat í miðju borgarinnar og svo virðist sem Míl- anó breiði úr sér í hring í kringum kirkjuna. Mörg skemmtileg versl- unarsvæði eru í Mílanó og skammt frá Duomo er eitt hið þekktasta sem kallast Tískuþríhyrningurinn, en þar er elsta verslunarmiðstöð í heimi, glerhvelfingin Gallerie Vitt- orio Emanuele II. Hún opnaði árið 1867 og var sú fyrsta sinnar tegund- ar í heiminum. Þeir sem eru með ofnæmi fyrir dýrum merkjavörum ættu að skella sér í búðirnar á Corso di Porta Ticinese, Brera, Corso Ver- celli eða á Isola svæðið fyrir aftan Garibaldi lestarstöðina. Þar er hægt að versla í minni búðum sem ekki létta pyngjuna jafn mikið. Ef ítalskt stórborgarlíf og mögnuð endurreisnarlist heilla ekki er vert að minna á skammt norðan Mílanó eru hin fögru vötn Maggiore, Como og Lugano og ítölsk sveitaróman- tík eins og hún gerist best. Fyrir þá sem þurfa mikla spennu og hraða í sumarfríið er upplagt að kíkja til Monza sem er enn styttra frá og taka hring með ökumanni á hinni frægu kappaksturbraut. Þeir sem vilja sjá alvöru formúlukappakstur ættu að bóka flug í kringum 6. september. Fljúgðu með WOW air til Mílanó. Kíktu í búðir, njóttu apertivo í sól- inni og hins ljúfa lífs. Við hlökkum til að sjá þig! Verð frá 14.999 kr. Unnið í samstarfi við WOW air Ljósmynd: Thinkstockphotos.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.