Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.03.2015, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 20.03.2015, Blaðsíða 12
„Við erum í raun að upplifa algjör umskipti í trausti. Við erum farin frá því að geta ekki treyst fólki úti á þjóðvegi því þar eru allir axar- morðingar yfir í það að bjóða ókunnugum útlendingum að sofa á sóf- anum.“  Deilihagkerfi Nýtt búsetuform Nýtt búsetuform sem byggir á trausti Hæg breytileg átt er þverfaglegt samstarfsverkefni gert til að móta hugmyndir um nýja og framsækna búsetukosti í þétt- býli. Andri Snær Magnason, og félagar hans í einum af þeim fjórum hópum sem skipaðir voru, hugsuðu upp nýtt búsetuform í hverfi sem hann segir vera í harðri samkeppni við Skeifuna um ljótleika, Múlana. Þar sér hópurinn fyrir sér blandað hverfi atvinnuhúsnæðis og íbúða sem spretta úr hugmyndafræði sem byggir á trausti og sem nýtur sífellt meiri vinsælda erlendis, deilihagkerfinu. h æg breytileg átt er þverfaglegt samstarfsverkefni Hönnunar-sjóðs Auroru, Reykjavíkurborgar og fjölda fleiri aðila, gert til að vinna að mótun hugmynda um nýja búsetukosti í þéttbýli. Valdir voru fjórir hópar sem unnu í fjóra mánuði við uppbyggingu svæða sem nýtast illa í borgarrýminu. „Við völd- um Múlana sem er svæði sem mörgum þykir vera í harðri samkeppni við Skeifuna um ljótleika,“ segir Andri Snær Magna- son rithöfundur en hann var einn meðlima hópsins Lókal Glóbal sem tók þátt í rann- sóknarverkefninu. „Á milli Síðumúla og Ármúla er bakóreiða þar sem hægt væri hægt að koma fyrir heilum Laugaveg ásamt húsunum sem við hann standa en í dag eru aðallega illa nýtt bílastæði á svæð- inu. Svo við rannsökuðum hvort hægt væri að brjóta svæðið upp og draga gróðurfar Laugardalsins yfir Suðurlandsbrautina og upp á Háaleiti.“ Að byggja á trausti Auk þess að finna svæði í órækt þar sem borgin getur vaxið inn á við var hlutverk hópsins einnig að finna framsæknar leiðir í búsetuformi. Lókal Glóbal ákvað að hanna búsetu- form sem hentar nútímafjölskyldum sem þurfa misstór rými á misjöfnum tímum en annar stór þáttur í verkefni hópsins er hugmyndin um að deila rýmum og hann- aði hópurinn app sem nýtist til að raða íbúðinni upp eftir hentugleika hvers og eins. „Deilihagkerfi er hagkerfi þar sem fólki finnst það ekki skipta sjálfsmynd- ina höfuðmáli hvort það eigi bílinn sem er á bílastæðinu, því mestu máli skiptir að komast á milli staða. Deilihagkerfi er orðið „megatrend“ erlendis og það er mikið til komið vegna farsímatækninnar sem hjálpar okkur að deila hlutum. Við erum í raun að upplifa algjör umskipti í trausti. Við erum farin frá því að geta ekki treyst fólki úti á þjóðvegi því þar eru allir axarmorðingar yfir í það að bjóða ókunn- ugum útlendingum að sofa á sófanum,“ segir Andri Snær en hann telur okkur geta deilt mun meira af rýmum, hvort sem það er geymsla, hjólageymsla, þvottahús, vinnuaðstaða eða eldhús. „Til dæmis væri hægt að hafa garð fyrir alla utan við húsið en ef það hentar þér ekki að nota hann eitt sumarið þá er hann settur á boðstólinn fyrir restina af sameigninni.“ Óþörf og dýr rými íþyngja okkur „Fjölskyldumynstur eru mjög breytt frá því sem áður var og ein fjölskylda getur þurft eitt svefnherbergi eina vikuna en þrjú aðra vikuna. Svo við lékum okkur að því að hanna íbúð sem er sveigjanleg, þar sem veggirnir eru þannig gerðir að hún getur stundum verið tveggja herbergja og stundum fimm herbergja,“ segir Andri en annar mikilvægur þáttur að mati hóps- ins er að kostnaður við nýjar byggingar sé gegnsær. „Fólk ætti að geta valið og hafnað ákveðnum valmöguleikum, eins og bílastæði og þvottahúsi. Ef við skoð- um kostnað við byggingu fjölbýlishúsa þá kemur í ljós að herbergið fyrir bílinn er það dýrasta í húsinu. Þannig að í stað þess að borga það gæti þú látið öðrum eftir bílastæðið. Það eru líka svo mörg rými óþörf. Nýjar byggingareglugerðir krefjast þess til dæmis að það sé byggt sér herbergi í kringum þvottavélina. Þú þarft ekki annað en að kíkja í næsta IKEA bækling til að sjá hversu algengt það er að þvottavélin sé í eldhúsinu eða á baðherberginu, en samt er verið að neyða fók til að byggja sérstök rými fyrir þessar vélar. Það bara íþyngir lífi okkar að neyða okkur til að fjárfesta í einhverju sem við þurfum ekki.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Fjórir hópar þverfaglega verkefnisins „Hæg breyti- leg átt“ kynntu nýlega hugmyndir sínar um nýjar tegundir búsetu í Reykjavík. Einn hópurinn setti fram tillögur að íbúabyggð í Skeifunni og annar við Héðins- húsið á meðan sá þriðji setti fram tillögu sem sneri að því að byggja stúdíóíbúðir á illa nýttum bílastæðum borgarinnar en í dag þekja bílastæði stærri flöt en öll húsþök borgarinnar samanlögð. Fjórði hópurinn Lókal Glóbal, sem Andri Snær var hluti af, setti fram framsækna tillögu um íbúabyggð í Múlunum. Ljósmynd/Hari Hæg breytileg átt „Hæg breytileg átt“ er samstarfsverkefni Hönnunarsjóðs Auroru, Búseta, Félagsbústaða, Félags- stofnunar stúdenta, Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Listaháskóla Íslands, Samtaka iðnaðarins, Upp- hafs fasteignafélags, Velferðarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Skipulagsfræðingar, verkfræðingar, arkitektar, sálfræðingar, þjóðfræðingar og viðskiptafræðingar eru meðal þeirra fjölmörgu fagmanna sem tóku þátt en valdir voru fjórir hópar sem unnu að til- lögum að illa nýttum svæðum í borginni. Kolvetnis rannsóknarsjóður - auglýsir eftir styrkumsóknum Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2015 Kolvetnisrannsóknarsjóður er mennta- og rannsóknasjóður í tengslum við kolvetnisstarfsemi á Íslandi. Yfirumsjón með sjóðnum er í höndum iðnaðar - og viðskiptaráðherra, en Orkustofnun annast daglega umsýslu hans. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að því að efla rannsóknir og vísindalega þekkingu á kolvetnisauðlindum á landgrunni Íslands og á skilyrðum til myndunar þeirra, ásamt rannsóknum á tækni sem beita má við þær aðstæður er þar ríkja. Áherslur við úthlutun 2015: Rannsóknir á setlögum frá því fyrir opnun Norður-Atlants- hafsins á Jan Mayen hryggnum. Ýmsar aðferðir á sviði setlagafræði, jarðefnafræði, jarðeðlis- fræði og jarðfræði má nota við rannsóknirnar. Við skipulag rannsókna ber að hafa í huga opnunarsögu Norður-Atlantshafsins og áhrif hennar á jarðfræði rannsóknarsvæðisins. Umsókn skal senda rafrænt í gegnum vef Orkustofnunar www.os.is Fararstjóri: Þórður Höskuldsson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Í þessari frábæru ferð verður hjólað um eitt af vinsælustu ferðamannasvæðum Suður-Evrópu, um ólívulundi og vínakra, upp fjallshlíðar, um gróin svæði og furuskóga. Á leiðinni njótum við stórbrotins útsýnis yfir sægrænt Gardavatnið og glæsileg fjöllin í kring. Verð: 224.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . 24. júní - 1. júlí Hjólað við Gardavatn 12 fréttir Helgin 20.-22. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.