Fréttatíminn - 20.03.2015, Blaðsíða 30
Steinþór Helgi tekur á móti
nokkur þúsund tölvuleikja-
aðdáendum um helgina.
Ljósmynd/Hari
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP sem framleiðir tölvuleikinn EVE Online, stendur fyrir
svkölluðu Fanfest um helgina í Hörpu og er þetta í 12. sinn sem hátíðin er haldin. Í
tilefni af þessu koma til landsins hátt í 2000 spilarar, blaðamenn og starfs-
menn CCP frá öllum heimshornum. Hátíðin hefur vaxið og dafnað
með hverju árinu og í ár dugar ekkert minna en Harpa eins og
hún leggur sig til þess að hýsa alla þá viðburði sem í boði eru.
Verkefnastjóri hátíðarinnar, Steinþór Helgi Arnsteinsson, segir
þetta hálfgerða árshátíð allra sem koma að EVE Online.
Þ etta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin og það má segja að þetta
sé nokkurs konar árshátíð
þeirra sem spila leikinn,“
segir Steinþór Helgi Arn-
steinsson, verkefnastjóri
EVE Fanfest. „Þetta er
mjög mikilvægt fyrir
samfélagið innan leiks-
ins, sem er mjög sterkt
og hefur undið upp
á sig á öllum þessum
tíma. Þetta byrjaði
sem eitthvað partý fyr-
ir 30 manns og er orðið
mörg hundruð þúsund
manna samfélag. Eins
er þetta árshátíð fyrir
fyrirtækið sjálft,“ segir
Steinþór sem vinnur hjá
CCP. „Við bjóðum ýmsum
samstarfsaðilum frá stóru
tölvuframleiðendunum og
svo blaðamönnunum, því þetta
er líka markaðstengd hátíð fyrir
það sem CCP er að gera. Fyrst og
fremst erum við að gera vel við spil-
arana okkar.“
Starfstöðvar um allan heim
CCP er með höfuðstöðvar sínar
í Reykjavík, en einnig eru starfs-
stöðvar fyrirtækisins í Newcastle
í Englandi, Shanghai í Kína og Atl-
anta í Bandaríkjunum og margir af
starfsmönnum frá þessum löndum
koma til Íslands á hátíðina. Á há-
tíðinni sýnir CCP prufur af öllu
því sem fyrirtækið er að vinna að,
bæði í EVE Online leiknum og
mörgu öðru. „Það er margt spenn-
andi í gangi,“ segir Steinþór.
„Þar á meðal eru nokkur VR
verkefni, eða Virtual Reality. M.a
þróun á þrívíddargleraugum sem
unnin eru í samstarfi við Oculus
Rift, Samsung og Sony meðal
annarra. Gott dæmi um þróunina
innan fyrirtækisins er að fyrir
nokkrum árum var hugmynd sem
nokkrir gaurar á skrifstofunni
voru að leika sér með, sem í dag er
leikurinn Valkyrie sem kemur út á
næstu misserum,“ segir Steinþór.
„Gestirnir sem koma hingað
koma ekki bara til þess að fá að sjá
hvað CCP er að gera nýtt, heldur
líka því nýjasta sem er að gerast í
leiknum EVE Online. Við kynn-
um alltaf breytingar sem þessir
gestir fá fyrstir að sjá. Annars er
CCP ekki í neinu aðalhlutverki því
við viljum að gestirnir hitti hvern
annan, kynnist og geri sína eig-
in dagskrá,“ segir Steinþór. „Það
endurspeglar leikinn þar sem við
gefum bara verkfæri en þátttak-
endur verða að skapa sinn heim.“
Viðburðir um alla borg
Hátíðin byrjaði formlega í gær,
fimmtudag og stendur fram á
sunnudag. Það eru viðburðir um
alla borgina en aðalvettvangur
hátíðarinnar er í Hörpu, þar sem
EVE Fanfest er með Hörpuna alla
til umráða.
„Þetta er hátt í 3000 manns
sem koma á hátíðina,“ segir Stein-
þór. „1500 manns koma hingað
eingöngu vegna þess að þeir eru
EVE spilarar, aðrir eru starfs-
menn, blaðamenn og samstarfs-
aðilar. Við erum með alla Hörp-
una og það er starfsemi í öllum
rýmum hússins þannig að þetta
er flókið í skipulagningu og gríð-
arlega tæknilegt,“ segir Steinþór.
„Við erum að fá hingað byltinga-
kennd skjákort sem eru ekki einu
sinni komin á markað, og verðum
með fyrstu opinberu aðilunum í
heiminum til þess að nota þau.
Við fáum 75 risatölvur beint frá
Intel, sem kosta hver um sig um
hálfa milljón í búð og fleira í þeim
dúr. Skipulagsteymið er í rauninni
bara ég,“ segir Steinþór. „Ég er sá
eini hjá CCP sem er í viðburðaum-
sjón, en það eru allir starfsmenn
fyrirtækisins sem koma að þessu
á einn eða annan hátt,“ segir Stein-
þór sem er að vinna í annað sinn
að EVE Fanfest. „Í fyrra voru alls-
konar hlutir sem ég hreinlega
skildi ekki, sökum tæknilegrar
vanþekkingar,“ segir Steinþór.
„Reyndi bara að skilja og henti
mér bara í djúpu laugina sem var
lærdómsríkt. Ég er að reyna að
setja minn brag á þetta og það eru
alltaf einhverjar áherslubreyting-
ar á milli ára. CCP stendur svo fyr-
ir fleiri viðburðum um allan heim,
eins og til dæmis í Las Vegas þar
sem okkar markaður er stærstur í
Bandaríkjunum. Einnig í London,
Nottingham og Amsterdam og
það er það sem við viljum gera,“
segir Steinþór, „halda hátíðir um
allan heim því notendurnir eru um
allan heim. Við erum að fá gesti
hingað frá löndum eins og Nýja
Sjálandi, Malasíu og Kongó sem er
mjög skemmtilegt. Við erum með
allskonar viðburði fyrir gestina,
bæði hér innandyra í Hörpu sem
og utan. Við förum með hópinn
Gullna hringinn og sýnum þeim
landið á milli þess sem þeir eru
innilokaðir í Hörpu.“
Steinþór er þó ekki sjálfur á kafi
í EVE Online, en hefur þó prufað.
„Ég hef náð að halda mig innan
siðferðismarka,“ segir Steinþór
Helgi Arnsteinsson verkefnastjóri
EVE Fanfest 2015
Allar upplýsingar um hátíðina
má nálgast á heimasíðunni fanfest.
eveonline.com
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
3000 manns,
75 risatölvur og
almennt stuð
30 viðtal Helgin 20.-22. mars 2015
Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
SIFFON-TOPPUR
Stærðir 14-26
verð: 3.990 kr
TÚNIKA
Stærðir 16-28
verð: 4.990 kr
BÓMULLAR-TOPPUR
Stærðir 16-28
verð: 2.990 kr
SIFFON-TOPPUR
Stærðir 14-28
verð: 3.990 kr
PEYSA
Stærðir 14-20
verð: 5.990 kr
FRÁBÆR VORTILBOÐ!