Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.03.2015, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 20.03.2015, Blaðsíða 76
 Í takt við tÍmann HólmfrÍður kristÍn Árnadóttir Borðaði fjögur Snickers á leiðinni á toppinn Hólmfríður Kristín Árnadóttir er 24 ára viðskiptafræðingur sem starfar á auglýsingastofunni Jónsson & Le’maacks. Hólmfríður er Valsari úr Hlíðunum, spilar badminton og gekk á Hvannadalshnjúk í fyrra. Staðalbúnaður Ég spái alveg í fatastílnum mínum en hef enga fordóma fyrir því hvaða merkjum ég klæðist. Mér finnst til að mynda gaman að versla í Other Stories og Cos í útlönd- um og hér heima finnst mér GK bera af með vandaða skandinavíska hönnun. Ég hef gengið með sama armbandið á hendinni í ellefu ár. Ég og vin- kona mín eigum nákvæmlega eins armbönd og ég held mest upp á það af því ég sem ég geng með. Annars er ég alltaf með tösku með allskonar dóti í og fæst af því eru nauð- synjar. Nema skósverta, maður getur ekki verið í ópússuðum skóm. Hugbúnaður Ég fæ mér oftast Aeropress- kaffi heima á morgnana en í bænum eru margir staðir með gott kaffi, til að mynda Kaffifélagið á Skólavörðu- stíg. Ég hef meiri áhuga á Happy Hour heldur en djamminu og fer stundum á Ský bar. Það er mjög næs bar og þar ertu líka með milljón dollara útsýni. Ég panta mér oftast bjór en framtíðarmarkmiðið er að drekka alltaf kampavín – án þess að fá sam- viskubit. Ég spila badminton með fremstu badmintonstjörnum landsins í badminton- klúbbnum Smass. Þetta er virtur klúbbur með stóra drauma. Ég fer líka stundum í Mjölni, bæði í Víkingaþrekið og svo er ég á kickbox-námskeiði. Besta sundlaug landsins er klárlega í laugin í Mosó. Hún er ein af fáum sem er með gamla góða saunu. Eftir að hafa horft á alla Breaking Bad- þættina er erfitt að finna nýjan þátt til að helga tíma sinn og þessa stundina er ég því bara að horfa á Comedians in a Car Getting Coffee með Jerry Seinfeld. Vélbúnaður Ég á tölvu og síma sem ég nota mjög mikið. Ég var að byrja á Twitter (@holmfridurkr) og finnst það mjög skemmtilegt. Þar er ekki bara skemmtilegt fólk heldur getur maður hannað sína eigin fréttaveitu og ráðið því hvaða upplýsingar maður fær frá helstu miðlum þessa heims. Ég var orðin ansi þreytt á dönsku auglýsingunum á Spo- tify og keypti mér því aðgang um daginn sem er algjör snilld. Aukabúnaður Mér finnst mjög gaman að elda og bjóða fólki í mat og geri það reglulega. Á virkum dögum vil ég sleppa því að fara út í búð og elda því oftast bara úr því sem til er. Þegar ég borða úti enda ég oftast á Snaps. Maður veit að hverju maður gengur þar, þar alltaf góður matur og fín stemning, ekki bara stundum. Af áhugamálum mínum get ég nefnt ferðalög, skíði, hönnun og tónlist. Og fjallgöngur. Ég fór á Hvannadalshnjúk í fyrra. Við fengum ótrúlega gott veður og þetta var alveg klikkað. Ég hef aldrei áður borðað fjögur Snickers á hálfum sólarhring og mun mögulega aldrei gera það aftur. Ég reyni að hjóla stærstan hluta ársins en það er hins vegar ómögulegt að hjóla vinnuna í stormi og vera fabulous þegar þú mætir. Það kemur sér því ágætlega að ég hef að- gang að bíl sem ég nýti mér og er þakklát fyrir. Ljósmynd/Hari d úettinn múm mun leika raf-tóna af fingrum fram við þýsku kvikmyndina Mensc- hen am Sonntag frá 1930 í tónleikarými Mengi næstkomandi miðviku- dag, 25. mars. Tónleik- arnir eru þeir fyrstu í nýrri mánaðarlegri ser- íu þeirra Örvars Smára- sonar og Gunnars Tynes þar sem þeir munu snara fram ferskum raftónum við áðurnefnda kvik- mynd með það að leiðar- ljósi að vera að lokum búnir að skapa nýja tón- list við myndina og sér- stakan hljóðheim. Tón- leikaserían verður því eins konar verk í vinnslu. Hljómsveit in múm er þekkt fyrir nýjunga- girni í nálgun sinni og f lutningi á tónlist og hefur hún komið víða við. Samstarf hennar við listamenn úr mis- munandi listakreðsum ber þess glöggt vitni, en til dæmis vann sveitin að lagi með áströlsku poppstjörnunni Kylie Minouge fyrir kvik- myndina Jack & Diane og í augnablikinu vinnur múm að nýjum verkum sem leikin verða af Sin- fóníuhljómsveit MDR í Leipzig. Á síðasta ári var nýjasta breiðskífa sveitarinnar Smi- lewound tilnefnd til Norrænu tón- listarverðlaunanna. Menschen am Sonntag er van- metið meistarastykki frá 1930. Hún var fyrsta myndin sem bræðurnir Curt og Robert Siodamak leikstýrðu og handritið skrifaði enginn annar en Billy Wilder. Kvikmyndin er ein síðasta mynd þögla tímabilsins svo- kallaða og gefur sjaldgæfa innsýn inn í líf áhyggjulausra ungmenna í borg sem stuttu seinna varð hryll- ingi einræðis að bráð. Tónleikarnir í Mengi hefjast kl 21.00 og er miðaverð 2000 krónur. -hf  tónleikar múm Í mengi Á miðvikudögum múm-bræður með tónleikaröð í MengiMelatónin Tvær bragðtegundir sítrónu og súkkulaði Streitulausir dagar - Friðsælar nætur ZenBev Vísindaleg sönnun á virkni Náttúrulegt Triptófan úr graskersfræjum w w w .z en b ev .is - U m b oð : v it ex e hf Fæst í apótekum og heilsubúðum án lyfseðils Betri og dýpri svefn Engin eftirköst eða ávanabinding 100% náttúruleg, lífræn fæða án aukaefna Triptófan verður að melatónin og seratónin í líkamanum ZenBev er einstök blanda innihaldsefna, hrein graskersfræ hafa ekki sömu áhrif Melatón ín minnkar líkur á blöðru hálskirt il skrabba meini - http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/25107635 NÝTT 76 dægurmál Helgin 20.-22. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.