Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 2

Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 2
Staákilyrði Meiizkra bifreiððverkstæða RANNSÓKN NORSKS SÉRFRÆÐINGS Vélvæðingin og þróun umferðar á þjóðvegunum hefur verið mjög hrað- fara á Islandi. Það gefur glögga mynd af þróuninni, að árið 1939 voru 2048 bifreiðir í landinu, en árið 1945 hafði talan hækkað í 4005 og var í ársbyrj- un 1959 18807, svo að aukningin nemur 818,3% á 20 árum. Þessi bif- reiðaeign skiptist í um 130 mismun- andi tegundir (merki), og innan þess- ara tegunda eru margar mismunandi gerðir, eftir árgöngum, allt frá árinu 1923. Það er ástæða til að ætla, að hér sé um heimsmet að ræða í fjöl- breytni bifreiðategunda í einu landi. íslenzkir þjóðvegir (og skortur þjóð- vega) reyna mjög á styrkleika bif- reiðanna, og loftslagið er svo óheppi- legt sem verða má, þar sem hið raka sjávarloft og stöðugar sveiflur milli hita og kulda valda mun meiri skemmdum á yfirbyggingum bifreiða en gengur og gerist í öðrum löndum. Afkastageta bifreiðaverkstæðanna Afleiðingar þessara skilyrða eru þær, að þörfin fyrir bifreiðaviðgerð- ir hefur aukizt mjög ört, og þeirri þörf hefur ekki verið fylgt eftir með samsvarandi uppbyggingu bifreiða- verkstæða. Svipuð vandamál hafa skotið upp kollinum meðal annarra þjóða, en á íslandi hefur ýmislegt orðið til að auka vandann, svo sem sérstök höft og skortur á fræðslu- starfsemi. Sérstök rannsókn Af þessum ástæðum leitaði Félag bifreiðaverkstæðiseigenda til Iðnað- armálastofnunar íslands með ósk um aðstoð til að framkvæma kerfis- bundna athugun á því, hvaða ráðstaf- anir væru nauðsynlegar og heppileg- ar, til þess að bifreiðaverkstæðin gætu aukið afköst sín og starfsgetu, svo að hvorttveggja væri í samræmi við þarfirnar og hina tæknilegu þró- un. Iðnaðarmálastofnunin taldi rétt að verða við þessari ósk, en hún hef- ur — vegna samstarfs síns við Fram- leiðniráð Evrópu (EPA) og Alþjóða- samvinnustofnunina bandarísku (ICA) — allgóð tök á að útvega sér- fræðinga á ýmsum sviðum, og að at- huguðu máli komst hún að þeirri niðurstöðu, að æskilegt væri að fá norskan sérfræðing til að annast at- hugun þessa, m. a. vegna h'kra stað- hátta í Noregi og á íslandi. Til að framkvæma áðurnefndar athuganir á íslenzkum bifreiðaverkstæðum var því valinn norski verkfræðingurinn Johan Meyer, en hann hefur nýlega lokið víðtækum rannsóknum fyrir norsku bifreiðaverkstæðin og notið til þess stuðnings frá EPA. IMSÍ tókst að tryggja stuðning ICA til að fram- kvæma tveggja mánaða áætlun (pro- ject) á þessu sviði, og nú hefur Johan Meyer verkfræðingur dvalið á Islandi síðan 1. nóvember s.l. Starfi hans er því ekki lokið, þegar þetta er ritað, en svo langt er það þó komið, að hægt er að gefa bráðabirgðayfirlit um það ástand, sem athuganir hans hafa leitt í ljós, og þær ráðstafanir, sem nauð- synlegar virðast. Fyrri hluti áætlunarinnar var í því fólginn, að framkvæmd var kerfis- bundin rannsókn á bifreiðaverkstæð- um, er valin voru í þessu skyni, og var m. a. tekin til athugunar menntun og starfsreynsla forstöðumanna og við- gerðarmanna, fjárhagsgrundvöllur og húsakynni verkstæðanna og út- búnaður. Þessi hluti starfsins leiddi í ljós, að nauðsynlegt er að bæta kennsluna í faginu og opna möguleika til framhaldsnáms. Enn fremur verð- ur að efla fjárhag verkstæðanna og gera þeim kleift með aukinni fjárfest- ingu að bæta skipulag sitt, afla sér nauðsynlegra tækja og koma sér upp þeim húsakynnum, sem þörf krefur. Nómskeið fyrir starfsmenn og stjórnendur í framhaldi af þessu starfi var haldið námskeið fyrir viðgerðarmenn í samvinnu við Félag bifvélavirkja, og einnig voru haldin námskeið fyrir verkstjóra og verkstæðaeigendur í samvinnu við Félag bifreiðaverk- stæðaeigenda. Þar var m. a. vakin at- hygli á þeim ráðstöfunum, sem unnt er að gera til hagræðingar á rekstrin- um án frekari fjárfestingar, svo sem Framh. á 111. bls. 94 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.