Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 3

Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 3
( > *Gfm Starfskilyrði íslenzkra bifreiða- verkstæða ................... 94 Sjálfskaparvíti, forustugrein .. 95 Joh. Meyer: Starfsemi norskra bifreiðaverkstæða............ 96 Hjálmar R. Bárðarson: Skipa- smíðar ...................... 99 Er þörf fyrir iðnsálfræðinga? . 101 Trésmíðaiðnaður ............... 105 19 leiðir til aukinnar framleiðni 16. gTein: Skipulagsbundið viðhald..................... 109 Hvað er hæfilegt verksmiðju- gólfrými?................... 110 Loftræsing .................... 112 Hvað kostar stofnun og rekstur verksmiðjunnar? ............ 113 Nytsamar nýjungar ............. 116 Forsíðumynd: Þrjátíu og fjögra ára lerkitré fellt í Hallormsstaðaskógi 1957. Tréð var þá yfir 12 metra hátt og um 30 cm í þvermál. Ljós- mynd: Gunnar Rúnar. Heftinu fylgir efnisyfirlit 6. árgangs. Endurprentun háð leyfi útgefanda. Ritstjórn: Guðm. H. Garðarsson, Loftur Loftsson, Sveinn Björnsson (ábyrgðarm.). Utgefandi: Iðnaðarmálastofnun Islands, Iðnskólahúsinu, Skólavörðutorgi, Reykjavík. Pósthólf 160. Sími 19833—4. Áskriftarverð kr. 100,00 árg. PRF.NTSMIÐ.JAN HOLAR H-F V______________________________________/ lONAOARMAL 6. ÁRG. 1959 • 6. HEFTI Sjfílfifíflpfimti Verðlagseítirlit tnun vera hugsað sem tæki til að sporna gegn verðbólgu og vernda neytendur gegn óhóflegri álagningu á vörur og þjónustu. íslendingar virðast hafa haft tröllatrú á þessu tæki, enda þótt vitað sé, að aðrar þjóðir líti á beitingu þess sem neyðarráðstöfun, þegar lögmál eðlilegrar samkeppni rask- ast vegna vöruskorts eða af öðrum ástæðum. Nú má ef til vill segja, að skilyrði til eðlilegrar samkeppni og verðmynd- unar, að því er varðar innfluttar vörur, hafi ekki verið fyrir hendi á Islandi um nokkurt árabil vegna gjaldeyrisskorts, og því sé verðlagseftirlit réttmætt. En sé þetta svo, vaknar vissulega önnur spurning. Hvers vegna höldum við í verðlagseftirlit, þegar um er að ræða alinnlenda starfsemi, svo sem bifreiða- viðgerðir, þar sem öll skilyrði eru til frjálsrar samkeppni? Oss hefur verið skýrt frá því af norskum sérfræðingi í rekstri bifreiða- verkstæða, að samkvæmt víðtækri athugun, sem náði til fjölmargra landa, hafi komið í ljós, að ísland og Suður-Afríka séu einu löndin, sem viðhalda verð- lagseftirliti á bifreiðaviðgerðum. Sömuleiðis hefur hann greint frá því, að samkvæmt sömu alþjóðlegu rannsókn reynist rekstrarkostnaður bifreiðaverk- stæða, annar en vinnulaun, vera frá 90—250% miðað við vinnulaun. Samkvæmt þessu ættu íslenzk bifreiðaverkstæði, sem er heimilað um 40% álag á greidd vinnulaun, þar með talinn ágóðahlutur, að standa hinum erlendu verkstæðum langt framar í rekstrarhagkvæmni og væntanlega þá í allri þjón- ustu. Gleðilegt væri, ef þetta væri í raun og veru svo og vér værum þess um- komnir að kenna öðrum þjóðum í þessum efnum. Umbúðalaus sannleikurinn er hins vegar allt annar. í stað þess að eignast stór verkstæði vel útbúin að tækjum og fær um að veita örugga, fljóta og ódýra þjónustu til viðhalds þeim hundruð milljóna verðmæta erlends gjald- eyris, sem liggja í bifreiðaeign landsmanna, hefur þróunin orðið sú, að við höfum eignazt fjölda af frumstæðum viðgerðarskúrum, sem eru óháðir þeim kröfum, sem gerðar eru til formlegra fyrirtækja í skatta- og öryggismálum. Jafnvel þótt um færa fagmenn sé að ræða, getur þjónusta, sem veitt er við slik skilyrði, yfirleitt vart orðið annað en tímafrekt hálfkák og ekki verðug þeirra verðmæta, sem bifreiðar landsmanna eru. Þessi er leiðin, sem hefur verið farin til að lækka rekstrarkostnaðinn til móts við verðlagsákvæðin. Onnur atriði, sem hamla ódýrri og öruggri þjónustu, svo sem óhóflegur fjöldi bifreiðategunda (130), varahlutaskortur, ófullkomin menntunarskilvrði bifvélavirkja o. fl., verða ekki rakin hér. Iðnaðarmál telja sér skylt að vekja athygli á því ófremdarástandi, sem ríkir í bifreiðaviðgerðarmálum og hér hefur lítillega verið lýst. Höft á athafnafrelsi kunna að vera óhjákvæmileg við ákveðnar aðstæður, en það ber að hafa í huga, að sé þeim beitt að ástæðuliusu til langframa, geta þau kyrkt eða afskræmt atvinnulíf, sem þjóðfélaginu er mikils virði. S. B. IÐNAÐARMÁL 95

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.