Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 25

Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 25
hefur verið smíðað sérlega hentugt áhald til að ráða bót á þessu. Er hér um að ræða lítinn hreinsara, sem settur er í samband við venjulega verkstæðisryksugu. Hreinsarinn er festur við sogslöngu ryksugunnar, og er honum síðan haldið yfir hlutunum í kassanum. Hlutirnir sogast inn í hreinsarann og hreyfast þar hægt, meðan óhreinindin sogast burt. Með því að þrýsta með þumalfingrinum á fjöður er sogið stöðvað, og hreins- uðu hlutirnir eru aftur látnir falla niður í kassann eða á hilluna. Framleiðandi: Martindale Electric Co. Ltd., Westmorland Road, London, N.W. 9, Englandi. — Frnmheimild: Engineering, April 1959. Tunnulyftir Þessi sjálfvirki tunnulyftir gerir einum manni, aðstoðarlausum, fært að hlaða flutningsvagn 40—50 gall- ona tunnum (hámarksþungi 355,6 kg), og geta afköstin orðið allt að 250 tunnur á klukkustund. Starfsmaðurinn veltir tunnunni í lyftistólinn. Þar hallast hún upp að örmum, sem á sjálfvirkan hátt laga sig eftir hæð vagnsins, og er henni lyft upp með veltiútbúnaði. er gengur á kúlulegum. Þegar tunnunni hefur verið lyft í nægilega hæð, veltur hún niður úr lyftistólnum eftir hallandi grind, og er hallinn nægilega mikill til þess, að hún veltur alla leið fram eftir palli flutningavagnsins. Jafn- skjótt og lyftistóllinn hefur losað sig við tunnuna, færist hann sjálfkrafa niður til að taka við þeirri næstu. Nota má annaðhvort rafmótor (lþ^ hestafl) eða benzínmótor til að knýja lyftitækið. Það vegur 216 kg, og þar sem það er útbúið með tveim hjólum í öðrum enda og stýrisstöng í hinum, getur einn maður hæglega flutt það til. Framleiðandi: Industrial Machine & Equipment Co., 41 Murray Road, London, S.W. 19, Englandi. — Heimildarrit: Me- chanical Ilandling, sept. 1958. Málning með rafeindum Ný rafeinda-handsprauta gerir kleift að mála málmhluti með aðferð, sem líkist mjög venjulegri málningar- sprautun, en er þó hagkvæmari í veigamiklum atriðum. Hluturinn, sem mála skal, er látinn hanga á jarðtengdu færibandi eða annarri jarðbundinni grind, og úðari sprautunnar er stilltur á 90 þúsund volta jafnstraum. Rafeindasviðið, er Málning járnstóla tekur nœstum jjórum sinnum skemmri tíma með rafeindasprautu heldur en meS vanalegri málningasprautu. Spennan, 90 þús. volt, er fengin úr 220 volta úttaki (80 vött) gegnum spennubreytiáhald, en sérstakur ör- yggisútbúnaður verndar starfsmann- inn fyrir straumi og hindrar af- myndast milli sprautunnar og „skot- marksins“, sem henni er beint að, veldur sterkum aðdráttarstraumi, sem sogar málninguna að hlutnum, er mála skal. Málning, sem lendir framhjá hlutnum, sogast að bakhluta hans og „umvefur“ hann gjörsam- lega. Auðveldar þetta mjög málningu þeirra hluta, sem hafa margbrotið form. Vegna hins sterka aðdráttar- straums að hlutnum, er mála skal, fer engin málning til spillis. Nýting máln- ingarinnar er því 100%, og marg- brotinn sprautunarútbúnaður spar- ast. lileðslu, sem reynzt gæti hættuleg í andrúmslofti mettuðu upplausnarefn- um. Málningin er leidd út í sprautuna með hjálp þrýstidælu, en ekkert þrýstiloft er notað til að sundra máln- ingunni, heldur sérstakur útbúnaður á rafeindasviðinu. Enga sérkunnáttu þarf við notkun tækisins. Framleiðandi: Henry W. Peabody, Ltd., 17 Great Suffolk Street, London, S.E. 1, Englandi. — Heimildarrit: DSIR Technical Digest No. 1031/Aug. 1959. IÐNAÐARMÁL 117

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.