Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 19

Iðnaðarmál - 01.06.1959, Blaðsíða 19
Msskilyrði íslenzkra Iiireiflaverksiii'fla Framh. af 94. bls. kerfisbundinni starfsáætlun, innri sérhæfingu og heppilegu vali og góðri staðsetningu véla og verkfæra, auk margs annars, sem rætt var. VerSlagsákvæðin koma í veg iyrir mikilvægar endurbætur En flestar og árangursríkastar ráð- stafanir til hagræðingar krefjast all- mikillar fjárfestingar. Verðlags- ákvæði þau, sem nú eru í gildi, veita því miður ekki færi á slíkri fjárfest- ingu, því að samkvæmt rannsókn heimila þau ekki fulla greiðslu á raunverulegum rekstrarkostnaði, og hið leyfilega verðlag á vinnustundum er ákveðið án tillits til gæðaflokks hvers verkstæðis. Þetta sést greinilega á því, að verð vinnustunda má í mesta lagi vera 40% hærra en tímakaup viðgerðarmanna, þó að kerfisbundn- ar reikningsrannsóknir í mörgum löndum sýni, að rekstrarkostnaður sé frá 90—250% af vinnulaunum. Is- lenzku bifreiðaverkstæðin hafa því orðið að draga svo mjög úr rekstrar- kostnaði sínum, að það hlýtur að koma fram í minni verkgæðum og lengri viðgerðartíma. Afnám verð- lagsákvæða á vinnustundum, eða verðákvörðun eftir gæðaflokki verk- stæðanna, myndi vafalaust geta haft í för með sér fljótari og betri viðgerð- ir, án þess að verðlag á viðgerðum hækkaði. Slík verðflokkun var fram- kvæmd í Noregi, þar til verðlags- ákvæðin voru numin úr gildi árið 1954. Rannsókn, er framkvæmd var i þeim löndum, sem eru aðilar að International Office of Motor Trade and Repair, leiddi í ljós, að auk ís- lands er það aðeins Suður-Afríka, sem enn heldur uppi verðlagseftirliti með bifreiðaviðgerðum. Opinber löggilding bifreiðaverkstæða Núgildandi verðlagsákvæði hafa, ásamt skattaálagningu, svipt hin venjulegu bifreiðaverkstæði miklu af iðnlærðum starfskröftum og dreift viðgerðarmönnunum á mikinn fjölda af litlum og að sumu leyti mjög frum- stæðum verkstæðum. Þessi þróun er mjög ískyggileg með tilliti til um- ferðaröryggis og sómasamlegs við- halds á jafnverðmætum tækjum og bifreiðum. Rannsóknir benda til, að rétt væri að krefjast lagasetningar um opinbera löggildingu þeirra bifreiða- verkstæða, sem framkvæma viðgerðir gegn greiðslu. Slíka löggildingu ættu bifreiðasérfræðingar hins opinbera aö veita gegn ákveðnum skilyrðum. I Noregi voru slík lög sett hinn 17. október 1947, og hafa þau átt ríkan þátt í að hefja bifreiðaverkstæðin til meiri fullkomnunar. Varahlutir, útbúnaður og húsakostur Skortur varahluta er mjög til hindrunar þeirri viðleitni að stytta viðgerðartímann og lækka verðið. Þetta stafar að verulegu leyti af hin- um mikla fjölda bifreiðategunda, en ástandið myndi batna til muna, ef innflytjendur mættu reikna sér að fullu þann verzlunarkostnað, sem miklar birgðir varahluta hafa í för með sér. Innflutningshöft á vélum og verk- færum draga einnig stórum úr mögu- leikum bifreiðaverkstæðanna til end- urskipulagningar. Meðan innflutn- ingur er takmarkaður, ættu ])ó venju- leg verkstæði að fá þarfir sínar upp- fylltar á þann hátt, að verkstæðisút- búnaður sé staðsettur þannig, að hann komi að sem beztum notum. Jafnframt ætti að tryggja þeim bif- reiðaverkstæðum, sem starfandi eru, nægileg byggingaleyfi, með það fyrir augum, að sem hagkvæmust nýting geti orðið á hverjum stað. Iðnfræðslan Starfsárangur bifreiðaverkstæð- anna byggist að miklu leyti á hæfni viðgerðarmannanna, og rannsóknir sýna, að allmiklir möguleikar til end- urbóta eru fólgnir í endurskipulagn- ingu iðnfræðslunnar. Nemar í þessari iðngrein eiga að fá sína undirstöðu- „Var allt brjálaS á bílaverkstœðinu í dag?“ kennslu í fræðilegum og verklegum námsgreinum í iðnskólum, áður en þeir liefja nám í bifreiðaverkstæðum, þar sem námstíminn styttist að sama skapi. I Noregi var þessu skipulagi komið á með náinni samvinnu milli sambands verkstæðiseigenda, sam- taka bifvélavirkja og skólayfirvald- anna. Nú þegar er hafið samstarf milli sambanda íslenzkra bifreiða- verkstæðiseigenda og samtaka bif- vélavirkja, í því skyni að vinna á virkan hátt að því, að iðnskólarnir taki upp þetta fyrirkomulag. Þá er einnig mjög mikilvægt, að sú upp- bygging iðnskólanna, sem vonandi á sér stað, geti komið að gagni við framhaldsnám iðnlærðra manna á námskeiðum. Samvinna um áætlunina Samtök hinna íslenzku bifvéla- virkja hafa sýnt fullan skilning á framkvæmd þessarar rannsóknaráætl- unar, og má geta þess, að Félag bif- vélavirkja og Félag bifreiðaverk- stæðaeigenda hafa sett á laggirnar tvær samstarfsnefndir, sem munu vinna að bættri bifreiðaviðgerðar- þjónustu hér á landi. Takmarkið er að ná til allra þeirra, sem áhuga hafa á viðhaldi bifreiða — ekki sízt yfir- valdanna og almennings — svo að allir aðilar geti, hver á sínu sviði, stuðlað að öruggri bifreiðaviðgerða- þjónustu, er uppfylli kröfur nútím- ans. IÐNAÐARMAL 111

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.