Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Side 28

Frjáls verslun - 01.08.2010, Side 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 Þóranna segir að við stjórnun breytinga þurfi að gæta þess að framtíðarsýnin sé skýr. Með öðrum orðum: Það þarf að vera skýrt hvert sé takmark breytinga og hvert förinni sé heitið. „Breytingar hjá fyrirtækjum eru af ýmsum toga. Sumar breytingar verða vegna þess að stjórnendur sjá tækifæri í að róa á önnur mið. Þá er mikilvægt að dregin sé skýr mynd af því hvert skuli halda þannig að starfsfólk geti lagst á árarnar og áfangastað verði náð. Aðrar breytingar eiga rætur að rekja til atburða eða áfalla sem verða í umhverfinu eða eru þess eðlis að stjórnendur fá litlu um þær ráðið. Þá er lykilatriði að leiðtogarnir sam mælist um hver sé besta, eða illskásta, leiðin út úr ógöngunum og tryggi að starfs­ mönnum sé ljóst hvert skuli stefna.“ Þóranna segir að breytingar séu sjaldan auðveldar; óvissa um hvers vegna ráðist er í breyt­ ingar og hverju þær eigi að skila geri þær enn erfiðari. „Skýr sýn um hvert sé tak mark og ávinningur breytinga eykur líkur á árangri og gerir leiðina yfirstíganlegri.“ ón Snorri Snorrason bendir á að bankarnir séu byrjaðir að selja sína hluti í fyrirtækjum sem þeir hafa yfirtekið og sé það fyrr en margir bjuggust við. „Fyrir tækin eru flest auglýst til sölu í blöðum og öllum gefinn kostur á að taka þátt og bjóða í. Alltaf má deila um tíma setninguna og hvort fjárfestar séu tilbúnir meðan enn er mikil óvissa í samfélaginu. Í auglýsingu frá Arion banka kemur fram að kjölfestuhlutur í Högum er boðinn til sölu en fyrsti hluti sölu­ ferlisins er opinn þannig að bankinn hefur fallið frá fyrri tilhögun, að leyfa fyrri eigendum eða stjórnendum að eiga forkaupsrétt. Erlendir aðilar geta líka komið að þessu og í ljósi gengis krónunnar á erlendum mörkuðum verður spennandi að sjá hvort erlendir aðilar sjá sér hag í því að nýta sér þá einstöku stöðu.“ Jón Snorri segir ánægjulegt að bankarnir skuli ekki ætla að eiga og reka þessi fyrirtæki lengur en ekki sé sopið kálið þótt í ausuna sé komið. „Það á eftir að koma í ljós hvort þessar sölur ganga eftir því bankarnir hafa lagt rekstrarfé í fyrirtækin og vilja endurheimta það ásamt stórum hluta skulda þeirra.“ ÞAU HAFA ORÐIÐ Í UPPHAFI SKYLDI ENDINN SKOÐA Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri sam skipta og viðskiptaþróunar hjá Auði Capital: BREYTINGASTJÓRNUN06 FERLA- STJÓRNUN ER MÁLIÐ Thomas Möller, framkvæmdastjóri Rýmis: TÍMASTJÓRNUN08 Thomas Möller bendir á að í dag séu flest fyrirtæki að lækka kostnað og bætir við að hægt sé ná góðum árangri með að skilgreina og hagræða í ferlum fyrirtækja. „Í öllum rekstri er unnið eftir ferlum sem eru endurteknir aftur og aftur. Hjá stórri heildsölu í Reykjavík eru til dæmis sendar út 278 þúsund pantanir á ári. Hjá stórri verslunarkeðju á landsvísu eru afgreiddir 11,8 milljón viðskiptavinir við kassann á ári. Það er kúnst að stjórna þessu endurtekna efni þannig að vinnan fari sem oftast fram samkvæmt forskriftinni. Endurteknir ferlar geta orðið leiðigjarnir og verða oft að rútínu. Þess vegna er mikilvægt að starfsfólkið upplifi vinnuna sem ánægjulega rútínu sem skilar árangri hjá fyrirtækinu í formi ánægðra viðskiptavina og þess að varan er framleidd og afhent á réttum tíma í réttu ástandi.“ Thomas bendir á fimm atriði sem skipta mestu máli á þessu sviði. Í fyrsta lagi er að skilgreina ferlana þannig að þeir skili hámarksþjónustu við lágmarks­ kostnaði. Gott er að hafa starfsfólkið með í ráðum þegar ferlarnir og störfin eru skipulögð. Í öðru lagi að hafa ferlana skráða og sjáan­ lega, helst á stórum skiltum á vinnu stöðum. Í þriðja lagi þarf að þjálfa starfsfólkið og endurmennta reglulega. Það þarf að kunna ferlana og þekkja algengustu mistök til dæmis við skráningar, pökkun, afgreiðslu, samskipti við viðskiptavini og frágang vöru til flutnings. Í fjórða lagi þarf að hafa mælanleg markmið og veita reglulega svörun á frammistöðu starfsfólks. „Að lokum þarf starfsfólkið að geta leyst óvænt vandamál og truflanir sem verða á ferlum. Það þarf að vita hvernig á að nálgast upp lýsingar um ferlana og hvernig eigi að leysa úr aðsteðjandi vanda. Starfsfólkið þarf að hafa heimildir til að leysa vandann án þess að kallað sé til yfirmanna.“ EKKI SOPIÐ KÁLIÐ Jón Snorri Snorrason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands: FYRIRTÆKIÐ OG ÞJÓÐFÉLAGIÐ07 Sniðið að þörfum þíns fyrirtækis Gott dreifikerfi og traust þjónusta skiptir lykilmáli. Hafðu samband við söluráðgjafa í 599 9500 og við finnum leið sem hentar þínu fyrirtæki. Treystu Vodafone fyrir þínum fjarskiptamálum vodafone.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.