Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Side 30

Frjáls verslun - 01.08.2010, Side 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 SAMRÁÐ LYKILATRIÐI Stefanía Óskarsdóttir, doktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands: STJÓRNMÁL10 Viðræður um nýja kjarasamninga fara nú í hönd. Sjaldan hefur verið mikilvægara að aðilar vinnumarkaðarins komist að samkomulagi sem hafi heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Í því felst meðal annars að stuðla að endurreisn atvinnulífsins með nýjum atvinnutækifærum og vinna gegn verðbólgu. Þessum markmiðum verður þó ekki náð án aðkomu ríkis og sveitarfélaganna. Ríkisstjórnin virðist hins vegar hafa lítinn skilning á mikilvægi slíks samráðs. Sést það til dæmis af tvennu. Í fyrsta lagi rann stöðug leika sátt málinn út í sandinn vegna vanefnda hennar. Í öðru lagi voru það mistök að vinna fjárlagafrumvarpið sem felur í sér svo mikinn niðurskurð án sam ráðs við hagsmunaaðila. Til að tryggja árangur og betri sátt hefði verið nauðsynlegt að kalla saman aðila vinnumarkaðarins til að ná samkomulagi sem bæði fjárlagafrumvarpið og nýir samningar hefðu grundvallast á.“ ÞAU HAFA ORÐIÐ Allir vita að fyrstu kynni eru mikil væg. Þetta á bæði við í einka lífinu og atvinnulífinu. Fólk man fyrstu kynni lengst og ímynd þín mótast meira af fyrstu kynnum en nokkru öðru. Vissulega geta menn unnið sig í álit en ef þú býður ekki af þér góðan þokka á fyrsta fundi tekur það langan tíma að bæta fyrir mistökin. Af þessu leiðir að þeir sem mæta í viðtöl hjá mögulegum vinnuveitanda ættu að vanda sig og hugsa út í hvaða skilaboð vinnuveitandinn fær með framkomu og klæðaburði. Ef þú kemur með mömmu í viðtalið og hún hefur orðið allan tímann bendir það til að þú sért ósjálfstæð(ur) og illa til þess fallin(n) að taka ákvarðanir. Það er heldur ekki líklegt til árangurs að svara í farsímann meðan viðtalið stendur yfir. Það á að vera slökkt á farsímanum. Það er ófrávíkjanleg regla. Í listum yfir helstu mistök sem fólki hafa orðið á í viðtölum koma sömu atriðin fram aftur og aftur. Okkur hættir öllum til að misstíga okkur á sama stað. Sumir eru þó frumlegri en aðrir í að gera mistök. Skemmtileg mistök gætu tryggt þér vinnuna. Hér er listinn yfir það sem á að gera og ekki gera: Heilsaðu með ákveðnu handbandi. Það vekur traust. Ekki faðma væntanlegan vinnuveitanda að þér. Það er vandræðalegt. Og ekki lauma þér í stólinn fyrir framan vinnuveitandann og segja: Hæ! Kastaðu tyggjóinu áður en þú mætir á staðinn. Það er afskaplega ótraustvekjandi að sitja jórtrandi í viðtali. Vertu snyrtileg(ur) og þrifalegur(ur). Það er ekki gáfulegt að ofgera í klæðaburði en mikilvægt að fötin séu hrein og heil. Slökktu á farsímanum. Hafir þú gleymt því og síminn hringir áttu ekki að svara. Bara slökkva á símanum. Mættu augnatilliti viðmælanda þíns. Það er ekki vænlegt til árangurs að líta undan og stara á vegginn. Sýndu áhuga og veldu orð þín af nákvæmni. Þarna verður að finna rétt jafnvægi milli þessa að vera drumbsleg(ur) og flaumósa. Lestu þína eigin starfsferilsskrá nákvæmlega. Mótaðu hugsanir þínar um af hverju þú tókst einstakar ákvarðanir. Það er gott að kunna þessi svör. Hafðu svörin einföld en samt ekki svo að hver spurning fái bara eitt einfalt og vélrænt svar. Hafðu prófskírteini og meðmæli með þér og gjarnan í fjölriti. Það er allt í lagi að það sjáist að þú hafir undirbúið þig. Það sýnir áhuga. Ekki taka mömmu, kærasta eða vini með í viðtalið. Það sýnir að þú sért ósjálfstæð(ur) og óákveðin(n). Í vinnuviðtalinu, sem í vinnunni, verða menn að standa á eigin fótum. STJÓRNUN12 EKKI TAKA MÖMMU MEÐ Gísli kristjánsson blaðamaður í Ósló: HÆGT AÐ MISSKILJA Dr. Valdimar Sigurðsson, Nova, dósent í markaðsfræði og forstöðumaður rannsókna og doktorsnáms við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík: MARKAÐSHERFERÐIN11 Einn bankinn er með slagorð: „Við ætlum að gera betur.“ Mér finnst þetta vera sérstök framsetning. Er mögulegt að standa sig verr? Bank arnir eru í dag með alls konar slagorð en það þarf að mínu mati að hafa í huga hvernig fólk túlkar og skilur skilaboð og ég efast ekki um að mörgum neytendum dettur ýmislegt neikvætt í hug sem minnir á klúðrið. Það er auðvelt að misskilja svona framsetningu. Ég myndi heldur halda að það borgaði sig núna að hafa hægt um sig út á við en styrkja sína starfsmenn inn á við – að markaðsherferðin fari frekar fram á þann hátt að reynt sé að auka virði fyrir neytendur. Margir eiga gott samband við þjón ustufulltrúann sinn eða gjaldkera þrátt fyrir að þeim líki ekki við bankann sjálfan sem slíkan. Lykilatriði er að fara hægt í slagorðin en leggja frekar áherslu á tengsl, persónulega þjónustu, lausn vandamála og greiningu á nýjum tækifærum. Höfðatorg 14. hæð, 105 Reykjavík • Hafnarstræti 53, 600 Akureyri Sími 545 2600 • sagabanki@sagabanki.is • www.sagabanki.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.