Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Page 141

Frjáls verslun - 01.08.2010, Page 141
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 141 Agnes Sigurðardóttir, eigandi og framkvæmdastjóri bjór verk smiðjunnar Kalda, sagði í erindi sínu að Kaldi hefðu orðið til í kreppu – þó ekki þeirri sem fólk eigi við með bankahruninu. Heldur urðu mikil veikindi í fjölskyldunni og útlitið var ekki bjart. En árið 2005 hófst ævintýrið. Fjölskyldan veðsetti allar eignir sínar og lagði allt undir. Það gekk ekki vel að fá stóru bankana til að vera með í verkefninu, þeir höfðu enga trú á því að reisa bruggverksmiðju í einhverju krummaskuði úti á landi. En sem betur fer voru enn til litlir bankar, eins og sparisjóðir, segir Agnes. Agnes sagði að hún og maður heinnar, Ólafur, hefðu verið unglingar þegar þau rugluðu saman reytum. „Við komum okkur upp heimili á Árskógsströnd og Ólafur fór að vinna við sjóinn. Svo liðu árin, Óli varð skipstjóri, það gekk vel hjá honum á sjónum og hann var mjög fiskinn. Ég vann ýmist við sjóinn eða í verslun. Í stórum dráttum lék lífið við okkur og við ólum upp fjögur börn.“ Árið 2003 fór að halla undan fæti hjá fjölskyldunni. Ólafur slasaðist á sjónum, yngsti sonurinn varð alvarlega veikur, aðeins fimm ára gamall, og elsti sonurinn átti einnig við veikindi að stríða. Agnes stóð sem klettur í þessum veikindum en snemma á árinu 2005 var hún sjálf lögð inn á sjúkrahús með mikla sýkingu í brjósti en hún telur að ónæmiskerfi hennar hafi verið að brotna niður. Það var svo í júní 2005 sem Agnes sá litla frétt í sjónvarpinu um agnes sigurðardóttir kaldi varð til í krEppU Það kreppti mjög að fjölskyldunni vegna veikinda. en Agnes Sigurðardóttir, eigandi og framkvæmdastjóri bjórverksmiðjunnar Kalda, fékk hugmynd þegar hún sá litla frétt frá Danmörku í sjónvarpinu. TexTi: Hrund Hauksdóttir risunum í bransanum og leiðandi fyrirtæki í tísku og hönnun. „E­Label er ennþá hjá Top­Shop. Það er miklum erfiðleikum bundið að komast með vörur inn hjá þessum tískurisum og ekki síður erfitt að halda sér þar inni. Í kjölfarið á þessu öllu varð mikil fjölmiðlaumfjöllun, bæði í Bretlandi og á Íslandi, og mikið hefur verið fjallað um merkið. Á þessu ári komst E­Label inn á Þýskalandsmarkað. Það kemur svo í ljós hvernig það á eftir að ganga.“ Ásta fór síðan yfir rekstrarumhverfið og hvernig það sé að byggja upp fyrirtæki við þessar aðstæður í efnahagslífinu. „Þegar ég lýsti velgengni okkar áðan hljómaði það e.t.v. eins og ævintýri sem hefði ekki verið neitt mál. En árangurinn hefur ekki verið án erfiðis og við erum búnar skera niður allan kostnað. Það hefur tekið mikið á að koma starfseminni í núverandi farveg. Ein af helstu hindrunum hér á Íslandi er auðvitað krónan. Útgjöld okkar eru í dollurum þar sem við látum vinna fyrir okkur erlendis en tekjurnar að mestu í íslenskum krónum. Þetta er mjög erfitt samspil.“ Ásta sagði að byrjunarerfiðleikarnir í tískuhönnun væru m.a. fólgnir í að ná samböndum við stóra seljendur erlendis og hvernig ætti að markaðssetja vörurnar. Þá nefndi hún fjármögnun framleiðslukostnaðarins. „Það að útvega fjármögnun og fá fyrirgreiðslu er erfitt í þessu árferði en þess utan sýnist mér tísku­ og hönnunarbransinn ekki tekinn nægilega alvarlega. Hann er í eðli sínu fjárfrekur. Framleitt er a.m.k. þremur til sex mánuðum áður en tekjur koma inn og í millitíðinni þarf að bjarga sér. Mér finnst lítill skilningur hjá bönkum eða lánastofnunum á því að þessi atvinnugrein býður upp á að gera það gott – svo mikil gróska er á meðal hönnuða. Þetta viðhorf þarf að breytast.“ Ásta sagði áberandi meiri áhuga á Íslandi á íslenskri fatahönnun og hönnun almennt eftir hrunið. „Það er stóraukið samstarf meðal íslenskra hönnuða, sem er alveg frábært. Við erum sterkari saman og þegar við hjálpumst að. Þetta er í raun afsprengi hrunsins og þeirrar samstöðu sem myndaðist hjá hönnuðum.“ Hún minntist síðan á Reykjavík Fashion Festival sem var haldin í mars sl. og verður árlegur viðburður. „Þarna er það helsta í íslenskri fatahönnun sýnt og þarna kemur rjóminn af íslenskum fatahönnuðum saman. Síðast sýndu hvorki meira né minna en 22 hönnuðir. Markmiðið er að vekja athygli á greininni innanlands og koma þeim skilaboðum til fólksins að við séum að gera eitthvað almennilegt. Þetta er alvöru atvinnugrein. Hún sagði síðan: „Það þarf ekki að horfa lengra en til Svíþjóðar, t.d. á IKEA eða H&M, sem eru fyrirtæki sem skila ótrúlegum tekjum inn í landið. Kannski gætum við átt eitt stykki IKEA eða H&M eftir tíu eða tuttugu ár? Það er spurning sem á fullan rétt á sér.“ Agnes Sigurðardóttir, eigandi og framkvæmdastjóri bjórverksmiðjunnar Kalda.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.