Fréttatíminn - 08.05.2015, Blaðsíða 56
56 matur & vín Helgin 8.-10. maí 2015
3x15
Kolvetnaskert,
próteinríkt og fitulaust
Hentar
fyrir LKL
mataræði
H
VÍ
TA
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
Hráefni
2 þroskuð avóka dó
2 tsk límónusafi
2 tsk saxað kóríander
1/4 bolli fín saxaður rauð-
laukur
1/2 fínsaxað jalapeno með
fræj um
1/4 tsk salt (kosher ef þú
átt svoleiðis)
Aðferð
n Skera avóka dó in í tvennt
og fjar lægja stein inn,
varlega!
n Skafa avóka dó in með
skeið og setja í skál.
n Hræra límónusafa saman
við.
n Bæta við salti og stappa
með gaffli eða kartöflu-
stappara.
n Bæta afgangnum af
hrá efn un um við og blanda
saman.
n Smakka til.
Uppskrift skyndibitakeðjan Chipotle opinberar goðsagnakennda Uppskrift
Er þetta besta guacamole í heimi?
s kyndi bita keðjan Chipotle nýtur mikilla vinsælda úti í heimi og rekur yfir
1.700 veitingastaði í Banda-
ríkjunum, Kanada, Bretlandi,
Þýskalandi og Frakklandi.
Eitt af aðalsmerkjum keðj-
unnar hefur verið guacamole-
ið sem gestir þurfa að borga
sérstaklega fyrir og gera
jafnan glöðu geði. Farið hef-
ur verið með uppskriftina að
guacamole-inu eins og hernað-
arleyndarmál til þessa en aðdá-
endur Chipotle fengu óvæntan
bónus á dögunum þegar upp-
skriftin var birt á heimasíðu
fyrirtækisins.
Og þá er spurningin: Er
þetta eins gott og af er látið? Er
þetta besta guacamole í heimi?
Nú er bara að prófa sig áfram.
Eina sem gæti hamlað okkur
sem búum lengst úti í ballar-
hafi er að við höfum ekki að-
gang að jafn fersku hráefni og
aðrir en það var svosem ekk-
ert nýtt.
Guacamole-ið á Chipotle er umtalað. Nú getur þú prófað að gera það heima hjá
þér. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty
Grillaður lax með
kaldri sinnepssósu
n ú þegar kjötskortur er far-inn að gera vart við sig í verslunum vegna verkfalla
er tilvalið að grilla fisk um helgina.
Og þá er fátt sem toppar laxinn.
Hér er sígild uppskrift af vefsíðunni
Gott í matinn sem er eftir Ingu Elsu
Bergþórsdóttur.
Aðferð:
Hrærið saman öllu sem á að fara í sósuna. Bragð-
bætið með sítrónusafa, salti og pipar eftir smekk.
Beinhreinsið laxaflakið og skafið hreistrið af roðinu
ef þið viljið borða það. Penslið flakið með olíu á
báðum hliðum. Setjið flakið í stóra fiskiklemmu
í u.þ.b. 3 mínútur á hvorri hlið, en það fer eftir
þykktinni á fiskinum. Einnig má pönnusteikja laxinn:
Skerið flakið í fjóra hluta. Setjið olíu á pönnu og
steikið við meðalhita á báðum hliðum, byrjið á roð-
hliðinni. Saltið og piprið.
Berið laxinn t.d. fram með kartöflum með dilli,
strengjabaunum eða góðu salati. Hellið sósunni yfir.
Fyrir fjóra
1 kg laxaflak með roði
salt og pipar
olía til penslunar
Sósa
Skvetta af sítrónusafa
Salt og pipar
½ ds sýrður rjómi eða sam-
bærilegt magn af ab mjólk
2 tsk grófkorna franskt
sinnep
2 tsk fínt söxuð paprika
Sumarið
er komið
s umargull er komið í hill-ur Vínbúðanna og það segir okkur bara eitt;
sumarið er komið. Eins og
bjórunnendur vita vel er Sum-
argullið bruggað eftir gamalli
uppskrift út Borg brugghúsi.
Þetta er sumsé blond-bjórinn
Bjartur nr. 4 sem nú er seld-
ur í stórum dósum á sumrin.
Hann er undirgerjaður með
þýskum og slóvenskum huml-
um, ferskur og með blómlega
angan og ávaxtaríkan mal-
tkeim. Hann passar vel með
léttum grillmat, til að mynda
fiski.
Til stendur að skipta um
umbúðir á Sumargulli en Öl-
gerðin hefur ákveðið, með um-
hverfisvernd í huga, að klára
fyrst tugþúsundir dósa sem til
eru síðan í fyrra áður en nýju
umbúðirnar fara í umferð.