Fréttatíminn - 08.05.2015, Blaðsíða 20
Sprenghlægileg
verðlaunaSaga
✶✶✶✶
Árni Matthíasson / Morgunblaðið
✶✶✶✶
Halla Þórlaug Óskarsdóttir / Fréttablaðið
✶✶✶✶
Arngrímur Vídalín / DV
www.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39
hörkuSpennandi
furðuSaga
✶✶✶✶
„... sígilt ævintýri, klassísk
fantasía, stórskemmtileg
og spennandi ...“
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir /
Fréttablaðið (um Hrafnsauga)
✶✶✶✶
Árni Matthíasson / Morgunblaðið
(um Draumsverð)
Bækur sem rjúfa
aldursmúrinn
Apríl 2015
1 Ungmenna-
bækUr
Apríl 2015
2 Ungmenna-
bækUr
Fagnar
hverju ári
sem hún
fær gefið
Gunnhildur Óskarsdóttir var 38 ára gömul þriggja barna
móðir þegar hún greindist fyrst með brjóstakrabbamein.
Hún hefur greinst þrisvar síðan þá en í dag, 17 árum síðar,
ber hún engin einkenni sjúkdómsins. Hún segir bjartsýni
vera beittasta vopnið í baráttunni við sjúkdóminn en
fjölskylda, vinir og „Göngum saman“ verkefnið hafi veitt
henni styrk til að láta krabbameinið ekki yfirtaka lífið.
G unnhildur Óskarsdóttir, deildarforseti kennaradeild-ar Háskóla Íslands, var 38 ára
gömul þriggja barna móðir þegar hún
greindist með brjóstakrabbamein.
Hún var nýbúin að taka við stöðu
lektors við Kennaraháskóla Íslands
og lífið hafði sjaldan verið bjartara.
„Í dag eru akkúrat 17 ár síðan. Ég
fann dæld í brjóstinu og fór beint í
skoðun. Viku síðar fékk ég að vita
að ég væri með krabbamein. Þetta
var auðvitað algjört áfall. Fyrst var
tekinn fleygur úr brjóstinu en svo
kom fljótlega í ljós að meinið hafði
dreift sér út í eitla. Þá var allt brjóst-
ið tekið og ég fór í kjölfarið í lyfjameð-
ferð,“ segir Gunnhildur.
Ákvað að láta veikindin ekki yfir-
taka lífið
Lyfjameðferðin gekk vel og smám sam-
an varð lífið eðlilegt. Allt þar til Gunn-
hildur greindist aftur fjórum áður síðar.
Hún segir það hafa verið mikið áfall að
greinast aftur, ekki síður en að fá fyrstu
greininguna. Meinið hafði dreift sér í
hálsliðina og GUnnhildur var sett á bein-
astyrkjandi lyf og í hormónameðferð. Sú
meðferð gekk vel en fjórum árum síðar,
árið 2006, kom í ljós að brjóstakrabba-
meinið hafði líka dreift sér víðar í bein og
í lifrina. „Þá fór ég í nýja lyfjameðferð sem
lauk ekki fyrr en í fyrra, sjö og hálfu ári
síðar, en þá var ákveðið að prófa að hætta
meðferð og sjá hvað gerðist. Það hefur
ekkert gerst síðan en við vitum í raun ekki
hvort sjúkdómurinn er farinn eða hvort
hann sé í dvala,“ segir Gunnhildur sem
ákvað þarna, þegar hún greindist í þriðja
sinn, að hún gæti ekki látið sjúkdóminn
stjórna lífi sínu. „Ég ákvað að ég yrði ein-
hvern veginn að reyna að lifa með þessu
og bara vona það besta. Að reyna að láta
veikindin og áhyggjurnar ekki taka yfir
lífið. En auðvitað hélt ég þarna að nú færi
að síga hratt á seinni hluta ævinnar, að ég
ætti ekki langt eftir. En lyfin fóru strax að
virka og náðu að halda sjúkdómnum niðri,
ég virðist bara vera ein af þeim ótrúlega
heppnu.“
Fóru 22 konur saman til New York
Gunnhildur segir fjölskylduna og sína
góðu vini hafa verið hennar helsta styrk
í gegnum veikindin en „Göngum saman“
hópurinn hefur líka hjálpað henni mikið.
„Ég var að ljúka doktorsnámi þegar ég
greindist í þriðja sinn og stuttu síðar gaf
maðurinn minn mér golfferð til Flórída
með vinkonum mínum í útskriftargjöf.
Í þeirri ferð sá ég Oprah Winfrey þátt
í sjónvarpinu þar sem verið var að lýsa
göngu í New York sem farin var til styrkt-
ar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Þá
ákvað ég að ég myndi einbeita mér að því
í vinna í sjúkdómnum og að ég skyldi fara
í þessa göngu. Ári síðar komu tuttugu og
ein kona með mér til New York, vinkonur
mínar, dóttir mín og mágkona mín, og
við gengum 63 km á tveimur dögum. Þar
ákváðum við líka að byrja þetta verkefni á
Íslandi og styðja þar með íslenskar rann-
sóknir og í fyrstu „Göngum saman“ göng-
unni söfnuðum við þremur milljónum til
rannsókna á brjóstakrabbameini,“ segir
Gunnhildur en hluti hópsins hefur gengið
saman vikulega frá árinu 2007 og hópur-
inn fer sífellt stækkandi.
Rannsóknir gefa fólki von
Gunnhildur segir svona verkefni hafa
heilandi áhrif á konur með brjósta-
krabbamein. „Það skiptir svo miklu
máli að fá von og vita að það er verið að
stunda rannsóknir sem á endanum gætu
leitt til lækningar. Svo skiptir það mjög
miklu máli fyrir aðstandendur þeirra
sem eru að glíma við svona illvígan sjúk-
dóm að geta lagt lið sitt í baráttunni og
það er ekki síður fólk sem ekki hefur
greinst sem vinnur að þessu verkefni.
Stundum er svo erfitt að vita hvað maður
á að gera til að hjálpa en þarna er virki-
lega hægt að leggja lið,“ segir Gunnhild-
ur en „Göngum saman“ eru grasrótar-
samtök þar sem allir gefa vinnuna sína
og allt fé sem safnast í göngunni fer til
rannsókna. „Þessar grunnrannsóknir
sem við styrkjum gefa svo mikla von því
án þeirra væri engin von um lækningu
og þökk sé þeim þá er hægt að lifa með
sjúkdómnum í dag.“
Mikilvægast að koma börnunum til
manns
Gunnhildur segir bjartsýni hafa verið
hennar öflugasta vopn á því erfiða ferða-
lagi sem veikindin eru. „Það skiptir mestu
máli að gefa aldrei upp vonina. Ég hef
reynt að ýta til hliðar öllum áhyggjum
og einbeita mér að því hversu vel gengur
núna og mér hefur tekist það. Ég þarf ekki
á því að halda að vera áhyggjufull á meðan
það gengur svona vel og ég held að það
hafi bjargað mér. Ég fagna hverju ári sem
mér er gefið. Yngsti strákurinn minn var 5
ára þegar ég greindist og hann er 22 ára í
dag. Ég hugsaði með mér á sínum tíma að
það að koma börnunum til manns, þannig
að þau gætu bjargað sér og orðið fleygir
fuglar, skipti öllu máli. Mér hefur tekist
að gera það og nú er allt annað bónus.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
n Batahorfur
kvenna sem
greinast með
brjóstakrabba-
mein í dag eru
mun hærri en
fyrir nokkrum
árum.
n Á ár-
unum 1999-2003
greindust að með-
altali 155 konur á
ári með brjósta-
krabbamein en
á árunum 2009-
2013 greindust
að meðaltali 208
konur á ári .
n Í árslok 2003
voru á lífi 1788
konur sem höfðu
greinst með
krabbamein en
í árslok 2013
voru á lífi 2788
konur sem höfðu
greinst.
n Fimm ára
lifun kvenna sem
greindust með
brjóstakrabba-
mein á árunum
1990-1999 er
85% en hún var
91% á árunum
2000-2009.
n Lifun er hlutfall
af lífshorfum
jafnaldra að teknu
tilliti til annarra
dánarorsaka.
Heimild: Krabba-
meinsskrá.
Gunnhildur Óskarsdóttir
er ein af stofnendum
„Göngum saman“ á Íslandi
en það er verkefni sem
styrkir grunnrannsóknir
á brjóstakrabbameini.
Hópurinn mun ganga á
15 stöðum um allt land á
Mæðradaginn, næstkom-
andi sunnudag, 10. maí.
Öllum er frjálst að taka
þátt og göngufólki mun
gefast kostur á að styrkja
málefnið með frjálsum
framlögum.
Styrktarfélagið
Göngum Saman styrkir
grunnrannsóknir á
brjóstakrabbameini og
úthlutunar styrkjum í
lok október ár hvert.
Frá stofnun félagsins,
haustið 2007, hefur
um 50 milljónum verið
úthlutað til íslenskra
rannsóknaraðila á sviði
brjóstakrabbameins og
í haust er stefnt að því
að 10 milljónir renni til
vísindarannsóna.
Gangan er gjaldfrjáls en
göngufólki gefst kostur
á að styrkja rannsóknir
með frjálsum fram-
lögum og með því að
festa kaup á varningi. Í
ár verða seldir bolir og
höfuðklútar hannaðir
af JÖR og margnota
innkaupapokar
hannaðir af Sigurborgu
Stefánsdóttur.
Gengið verður á 14
stöðum um land allt en
allar nánari upplýsing-
ar eru á heimasíðunni:
gongumsaman.is
20 viðtal Helgin 8.-10. maí 2015