Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Blaðsíða 86

Fréttatíminn - 08.05.2015, Blaðsíða 86
umhirða húðar Helgin 8.-10. maí 201514 A f hverju er okkur ráðlagt að nota mismunandi tegundir af kremum á daginn og á nóttunni? Ástæðan er sú að dag- kremum er ætlað að vernda húðina fyrir skaðlegum geislum og öðrum efnum sem hún er útsett fyrir á dag- inn, svo sem sólargeislum, mengun eða förðunarvörum. Húðin hvílist hins vegar á nóttinni og nær að draga í sig næringu og lagfæra sig. Flest dagkrem eru léttari en næt- urkrem og innihalda sólarvörn. Þau næra hins vegar húðina um leið og þau vernda hana. Þau eru venjulega gerð til þess að nota undir snyrti- vörur og eru því ekki feit, ganga fljótt inn í húðina og leyfa henni að anda. Þau veita jafnan, olíulausan grunn svo sem auðveldast sé að setja farða yfir og förðunarvörur sitji sem lengst. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að húðin starfar á ólíkan hátt að degi til og á nóttunni og því er skiptir máli að nota við- eigandi vörur, dagkrem á daginn og næturkrem á nóttunni. Dagkrem undirbýr húðina fyrir daginn Heildrænar húðmeðferðir án skurðagerða H úðfegrun var stofnuð árið 2000 og er í eigu mæðgn-anna Bryndísar Ölmu Gunnarsdóttur og Díönu Odds- dóttur. Meðferðir á stofunni eru eingöngu framkvæmdar af hjúkr- unarfræðingum sem hafa fengið sérhæfða þjálfun á öll þau tæki og meðferðir sem stofan hefur upp á að bjóða. „Hjá okkur geta allir fundið meðferð við sitt hæfi þar sem stof- an hefur upp á að bjóða gríðarlega fjölbreytt úrval af húðmeðferðum,“ segir Bryndís. Fallegri, mýkri og sléttari húð Húðslípun er meðferð sem gerir húðina fallegri og heilbrigðari. „Meðferðin fer þannig fram að ysta lag húðar er fjarlægt með notkun náttúrlegra örsmárra kristalla og demanta. Meðferðin þéttir og styrk- ir ysta lag húðarinnar, fjarlægir dauðar húðfrumur og örvar vöxt nýrra frumna og bandvefs í undir- lagi húðarinnar,“ segir Bryndís. Það sem gerir húðslípun einstaka er tæknin sem tryggir örugga og árangursríka hreinsun á ysta lagi húðarinnar. „Meðferðin fjarlægir einnig stíflur, óhreinindi og húðfitu sem festist í svitaholum og fínum línum. Eftir meðferð verður húðin móttækilegri fyrir virkum efnum í kremum sem borin eru á andlitið,“ segir Bryndís. „Húðslípun er mjög örugg og árangursrík meðferð sem hefur verið gríðarlega vinsæl hjá okkur á stofunni frá upphafi.“ Dermapen: Öflug húðmeðferð Þeir sem vilja öfluga húðmeðferð ættu að kynna sér Dermapen. „Um er að ræða enn öflugri húðmeðferð en húðslípun og vinnur hún dýpra niður í undirlag húðarinnar,“ segir Bryndís. Dermapen er vinsæl og áhrifarík meðferð sem er aðeins framkvæmd á stofu og meðferð- in sem Húðfegrun býður upp á er sú öflugasta sem býðst á Íslandi. „Dermapen meðferð vinnur á fín- um línum og hrukkum, ótímabærri öldrun húðar, húðsliti, örum, skurð- um, opinni húð, exemhúð og lita- breytingum í húð.“ Gelísprautun og laserlyfting Náttúruleg gelísprautun hefur verið vinsæl meðferð í mörg ár. Um er að ræða fyllingu með náttúrulegum fjöl- sykrum. „Hægt er að framkvæma meðferðina nánast hvar sem er á andlitinu. Þú getur valið um fyll- ingu í varir, hrukkur, línur, ör, kinn- ar, kinnbein, höku svo eitthvað sé nefnt,“ segir Bryndís. Laserlyfting er algjör bylting í húðmeðferðum þar sem um er að ræða nýjustu tækni á sviði náttúrlegrar andlitslyftingar, án skurðaðgerðar. „Meðferðin bygg- ir upp og þéttir húðina og losar þig við hrukkur og slappa húð á andliti, hálsi, bringu og handarbökum.“ Persónuleg og fagleg þjónusta Hjá Húðfegrun er boðið upp á við- talstíma þar sem viðskiptavinir geta fengið ráðlegginar frá fagaðila. „Ein- staklingar eru eins mismunandi og þeir eru margir og er því breytilegt hvað hentar hverjum og einum. Við leiðbeinum öllum og finnum réttu meðferðina fyrir hvern og einn,“ seg- ir Bryndís. Húðfegrun er í Fákafeni 11. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni, www.hudfegrun.is Unnið í samstarfi við Húðfegrun Mæðgurnar Bryndís Alma Gunnarsdóttir og Díana Oddsdóttir eru eigendur húðmeðferðarstofunnar Húðfegrunar. Stofan sér- hæfir sig í húðmeðferðum án skurðaðgerða og er eina stofan sinnar tegundar hér á landi. Meðferðir hjá Húðfegrun: n Laserlyfting n Gelísprautun n Dermapen n Húðslípun n Litabreytingar í húð n Háræðaslit & rósroði n Ör & húðslit n Háreyðing n Tattúeyðing n Sveppaeyðing n Cellulite vafningur N áttúrulegar snyrtivörur styðja við náttúrulega eigin-leika húðarinnar. Þær næra og annast húðina með nærgætnum hætti og henta fyrir húð á öllum aldri. Ofnæmisviðbrögð og óþol fyrir snyrti- og hreinlætisvörum eru því miður orðin allt of algeng í nútíma samfélagi en með tilkomu Benecos snyrtivaranna er það loks- ins á allra færi að geta notað lífrænt vottaðar vörur, og á frábæru verði þar að auki. Benecos býður upp á fjölbreytt úrval förðunar- og snyrti- vara svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Frá náttúrunnar hendi Mikil vitundarvakning hefur orð- ið um heim allan um innihaldsefni snyrtivara. Rannsóknir sýna að sum innihaldsefni snyrtivara hafa fundist í krabbameinsæxlum og því er það mikilvægt nú sem aldrei fyrr að vera vel upplýst um þau. Benecos snyrti- vörurnar hafa aldrei innihaldið para- ben, paraffín, sílikon, PEG né óæski- leg litar- og ilmefni. Þær hafa líka Náttúrulegar snyrtivörur á góðu verði Snyrtivörurnar frá Benecos eru náttúrulegar og lífrænt vottaðar og innihalda engin skaðleg efni. hlotið fjölda viðurkenninga, meðal annars frá Öko test í Þýskalandi. Einnig er mikilvægt að huga að því að nota sem hreinust naglalökk, sér- staklega á börn sem æ oftar fá lit á neglurnar. Benecos naglalökkin eru án allra skaðlegra efna s.s. formalde- hýðs og ýmissa plast- og leysiefna. Mælir með benecos snyrtivör- unum Ebba Guðný Guðmundsdóttir held- ur úti áhugaverðri heimasíðu, www. pureebba.com, þar sem lífræn og náttúruleg efni eru fyrirferðarmik- il. „Fyrir mörgum árum byrjaði ég að skipta yfir í eiturefnalausar og lífrænar snyrtivörur af því mig lang- aði ekki til að bera á mig efni sem ég þekkti ekki og vissi ekki hvaða áhrif myndu hafa á mig og mína. Þar sem húðin er stærsta líffærið og allt sem við berum á hana fer inn í líkamann og þaðan út í blóðrásina og hefur þannig áhrif á alla líkams- starfsemina, fannst mér þetta afar mikilvægt,“ segir Ebba Guðný. Húðvörurnar í uppáhaldi „Ég fagna því mjög að geta keypt benecos húð- og snyrtivörurnar hér á landi því þær eru bæði lífrænar, umhverfis- og mannvænar, auk þess að vera á mjög góðu verði. Það er líka svo gaman að geta borið á sig krem með góðri samvisku og bent unglingsstúlkum, sem eru að byrja að mála sig, á þessar góðu og litríku vörur svo ég tali nú ekki um litlu fing- urna sem vilja stundum naglalakk. Uppáhaldsvörunar mínar frá Bene- cos eru húðvörurnar, naglalökkin varalitirnir og augnskuggarnir.“ Unnið í samstarfi við Gengur vel Ebba Guðný notar einungis eiturefnalausar og lífrænar snyrtivörur og því henta vörurnar frá Benecos henni afar vel. Húðmeðferðarstofan Húðfegrun sérhæfir sig í húðmeðferðum án skurðað- gerða og er eina stofan sinnar tegundar á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.