Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 08.05.2015, Blaðsíða 30
Tónlistarbærinn Kópavogur K ópavogur fagnar um helgina 60 ára afmæli. Þetta næst stærsta bæjarfélag landsins hefur á undanförnum áratugum alið ungmenni sín á íþróttaiðkun og tón- listarnámi og fjöldinn allur af helstu listamönnum þjóðarinnar sleit barns- skónum í Kópavogi. Er þá hlutur Þórunnar Björnsdóttur, stofnanda Skólakór Kársness, og Björns Guð- jónssonar, stofnanda Skólahljóm- sveitar Kópavogs, stærstur í blóm- legu listastarfi bæjarins undanfarna áratugi. Hvort sem það er pönk, popp, þungarokk, djass eða klassík, þá hafa listamenn úr Kópavogi sett lit sinn á tónlistarlíf þjóðarinnar. Hér eru nokkur dæmi þekktra listamanna og hljómsveita úr Kópavogi. Listinn yrði enn lengri ef þeir listamenn sem búið hafa í bænum til langs tíma eru teknir inn í dæmið, en meðal þeirra eru þau Stefán Hilmarsson, Eyþór Ingi, Sigga Beinteins og Björn Thoroddsen, svo einhverjir eru nefndir. Á sunnudag- inn býður Kópavogur til mikillar veislu í Kórnum. Allir sem koma þar fram eru úr, eða búa í Kópavogi. Kópavogur er eins og Liverpool „Kópavogur er eins og Liverpool,“ segir Erpur Eyvindarson, Blaz Roca, sem alinn er upp á Kársnesinu. „Við þurftum bara að gera eitthvað, þurftum að djöflast og þess vegna voru allir inni í skúr að skapa. Það var engin veisla í íþróttamálum í Kópavogi hér áður fyrr, ekki eins og í dag. Fyrir utan kvenna- knattspyrnuna, og einhverjar nokkrar hræður sem fóru í eitthver sprikl. Þess vegna fóru bara allir að búa til músík í staðinn,“ segir Erpur. „Bærinn er byggður upp af því fólki sem ekki fékk lóðir í Reykjavík. Þeir sem fengu ekki lóðir í Reykjavík voru vinstri- menn, geðsjúklingar eða alkóhólistar. Þetta fólk fór í Kópavoginn og þess vegna er þetta besta bæjarfélag í heimi, með hjarta bæjarins í Hamraborg,“ segir Erpur. „Við látum okkur ekki leiðast. Við þurfum bara einn streng í gítarinn og þá er komið partí,“ segir Erpur, Blaz Roca. Fræbbblarnir Margir segja að íslenskt pönk hafi fæðst í Hamra- borg. Ríó Tríó Hinir stórskemmtilegu drengir sem aldrei eldast ólust upp og byrjuðu sinn tónlistarferil í Kópavogi. Bogomil Font Sigtryggur Baldursson Sykurmoli er Kópavogsbúi í húð og hár. Móeiður Júníusdóttir Móa þótt vera með einstakan stíl og var vel eftir henni tekið, hvar sem hún kom fram. Bræður hennar, þeir Guðlaugur og Krist- inn, fóru einnig fyrir Kópavogs- sveitunum Tjalz Gissur og Vínyll á sínum tíma. Emilíana Torrini Frægasta dóttir Kópavogs. Flutt heim, og að sjálfsögðu á sínar gömlu slóðir. Guðrún Gunnarsdóttir Poppsöngkonan og útvarps- konan ólst upp í Kópavogi og býr þar enn. Sigfús Halldórsson Einn dáðasti lagahöfundur þjóðarinnar setti svip sinn á bæinn. Eftir Sigfús liggja margar af helstu dægur- perlum þjóðarinnar. S/H Draumur Dr. Gunni og hans tríó var leiðandi í pönkvæddu ný- bylgjurokki í upphafi níunda áratugarins. Gissur Páll Tenórinn ljúfi sem ólst upp á Kársnesinu. Ásgeir Ásgeirsson Einn fremsti djassgítarleikari landins um þessar mundir. Erpur/Blaz Roca Erp þarf ekki að kynna fyrir neinum. Harðari talsmann Hamraborgarinnar er vart hægt að finna. Tvær Kópavogssveitir hafa unnið Músíktil- raunir. Soðin fiðla árið 1997 og Búdrýgindi árið 2002 Skólakór Kópavogs hefur verið í fram- varðarsveit íslenskra barnakóra í tæp 40 ár. Stjórnandi og stofnandi kórsins er Þórunn Björnsdóttir. Skólahljómsveit Kópavogs fagnar 50 ára afmæli árið 2017. Stjórn- andi hennar er Össur Geirsson. Dead Sea Apple Ein fremsta gruggsveit lands- ins á sínum tíma. Miklar vonir bundnar við útlönd á tíunda áratugnum. Strigaskór nr. 42 Þegar dauðarokkið reið yfir voru Strigaskórnir fremstir meðal jafningja, og svo er enn. Salka Sól Ein skærasta stjarna ungu kynslóðar- innar. Síðumúla 21 | S: 537-5101 | Snuran.is Opið virka daga 11-18 og laugardaga 12-16 Mæðradagurinn er á sunnudaginn Súkkulaði frá Hafliða í Mosfellsbakaríi fylgir með ef verslað er fyrir 5.000 kr. eða meira 30 úttekt Helgin 8.-10. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.